Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 12
12 1. desember 2007 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til átta mán- aða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir grófa líkamsár- ás. Hann sló 44 ára gamlan Portú- gala nokkur hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, fékk glóðarauga og hlaut varanlega sjónskerðingu. Árásin átti sér stað á mótum Pósthússtrætis og Austurstrætis hinn 18. febrúar í fyrra. Maðurinn sem ákærður var fyrir árásina varð tvísaga um ástæðu hennar; við lögreglumenn sagði hann að hann hefði orðið reiður eftir að fórnarlambið lamdi hann í andlitið og lamið hann á móti, en fyrir dómi sagðist hann hafa orðið hræddur þegar fórnarlambið lamdi hann í andlitið, „panikerað“ og kýlt hann. Dómurinn tók ekki mark á útskýringum mannsins og mat svo að hann ætti sér engar máls- bætur. Hann var dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar auk þess sem hann var látinn greiða rúmar tvö hundruð þúsund krónur í sakarkostnað. - sþs Átta mánaða fangelsisdómur fyrir líkamsárás: Kýldi mann í andlit við Pósthússtræti RÚSSLAND, AP Þingkosningar til Dúmunnar, neðri deildar þingsins í Rússlandi, fara fram á morgun. Útlit er fyrir að aðeins tveir flokk- ar, Sameinað Rússland og Komm- únistaflokkurinn, nái inn á þing eftir breytingar á kosningalögun- um um að flokkar þurfi að fá að minnsta kosti sjö prósent atkvæða. Vladimír Pútín leiðir lista Sam- einaðs Rússlands og benda spár til að flokkurinn muni vinna stórsigur í kosningunum. Pútín hefur sagt að úrslit kosn- inganna muni merkja dóm kjós- enda yfir stefnu sinni. Hefur hann gefið í skyn að hagstæð úrslit gefi honum umboð til að halda áfram í völd eftir forsetakosningarnar sem fram fara 2. mars næstkomandi. Pútín má ekki bjóða sig fram í þeim samkvæmt lögum um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjör- tímabil. Stjórnarandstöðuleiðtog- inn og skákmeistarinn fyrverandi Garrí Kasparov segir úrslit kosn- inganna þegar ljós og að þær muni hafa í för með sér „alger yfirráð Sameinaðs Rússlands, með umfangsmiklu kosningasvindli“. Meðal annarra breytinga sem gerðar voru á kosningalögum er afnám 225 einmenningskjördæma. Í síðustu kosningum unnu óháðir eða smáflokkar í hundrað þessara kjördæma. sdg@frettabladid.is Pútín örugg- ur um sigur Allt bendir til að Sameinað Rússland, flokkur Vladi- mírs Pútín Rússlandsforseta, vinni yfirgnæfandi sigur í þingkosningum sem fram fara í Rússlandi á morgun. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Meindl Colorado GTX Jólatilboð 17.900 kr. verð áður 19.900 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 11 /0 6 fyrir eldri borgara Við bjóðum eldri borgurum til aðventuhátíðar í Aðalbanka Landsbankans í Austurstræti laugardaginn 8. desember og sunnudaginn 9. desember kl. 15–17. Aðventuhátíð Rithöfundar lesa úr verkum sínum: 8. des. Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir lesa úr ævisögunni Postulín. Edda Andrésdóttir les úr bókinni Í öðru landi. 9. des. Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir lesa úr ævisögunni Postulín. Ingibjörg Haraldsdóttir les úr bók sinni Veruleiki draumanna. Tónlistaratriði báða dagana: Atriði úr söngleiknum Ást. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona syngur. Veitingar í boði og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Eldri borgurum stendur til boða að fá ókeypis akstur með leigubíl til og frá bankanum á þessum tíma í boði Landsbankans og BSR. Þeir sem hafa áhuga á að koma á Aðventuhátíð Landsbankans eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í Þjónustuveri bankans í síma 410 4000. Takið fram við skráningu hvort þið viljið fá ókeypis akstur til og frá bankanum. A ug lý si ng as ím i – Mest lesið SKIPULAGSMÁL Bæjarfulltrúar meirihluta Samfylk- ingarinnar segja verð fyrir lóðir sem úthluta á í Vallahverfi ákveðið með það í huga að jafna mun á lóðargjöldum í Hafnarfirði og öðrum sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu. Segja þeir gjöldin í Hafnarfirði hafa verið áberandi lægst og að lóðarverð þar verði áfram lægst. „Þar munar að jafnaði um 18 prósent frá fastsettu lóðarverði í Reykjavík. Áfram verður því tryggt að hófs sé gætt í lóðargjöldum en eðlilegar tekjur innheimt- ar af sameiginlegum verðmætum bæjarbúa sem felast í nýjum og eftirsóttum byggingasvæðum,“ segir meirihlutinn. - gar Lóðaúthlutun í Hafnarfirði: Dýrari lóðir eru samt ódýrastar LÚÐVÍK GEIRSSON Bæj- arstjóri í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.