Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 16
16 1. desember 2007 LAUGARDAGUR FÓLK GÖTUNNAR III. HLUTI Hundruð heimilislausra Félagsmálaráðuneyti komst að þeirri nið- urstöðu að 47 einstaklingar væru heimilis- lausir á Íslandi árið 2005 og þar af fjórar konur. Enginn viðmælenda Fréttablaðsins var þessari niðurstöðu sammála og nefndu margir skýrsluna sem dæmi um léleg vinnubrögð stjórnvalda. Þá gagnrýndu margir hversu margar nefndir hafi verið stofnaðar í gegnum tíðina um málefni heimilislausra og hversu margar athuganir og talningar hafi farið fram án þess að það hafi skilað miklum árangri. Árið 2005 komu 85 manns í meðferð hjá SÁÁ beint af götunni, þá eru þeir ekki taldir með sem hafa haft stutta viðkomu hjá ætt- ingjum áður en þeir skráðu sig í meðferð og heldur ekki þeir sem komu af sjúkrastofn- unum. Árið 2006 komu 144 af götunni. Tölur Gistiskýlisins og Konukots segja sömu sögu og verður að teljast ósennilegt að Rauði krossinn hefði opnaði neyðarskýli fyrir fjórar heimilislausar konur. Raunar hafa áttatíu konur gist í Konukoti, allt frá einni nótt til 450 nótta. Á málþingi um heimilislausa árið 2006 kom fram að um 300 manns ættu ekki heim- ili á Íslandi. En skiptir þetta máli? Helga Björnsdóttir mannfræðingur sem rannsakað hefur heim- ilislausa á Íslandi, bendir á að ef aðeins 47 manns eru á götunni þá er það 47 manneskj- um of mikið. Ástand en ekki lífsstíll Það er ekki nóg að fjalla um einstaka heim- ilislausa manneskju. Það skiptir raunar engu máli hverjir eru heimilislausir því það er breytilegt á hverjum tíma. Áherslan á því að vera á heimilisleysi sem ástand sem kemur til vegna félagslegra örðug- leika. Eva Lind Björnsdóttir var heimilislaus í fimmtán ár og leggur hún mikla áherslu á að enginn velji sér það hlutskipti að eiga hvergi heima. Eins og fram kom í umfjöll- un Fréttablaðsins í gær einkennir lífið á götunni mikið ofbeldi, sérstaklega gagn- vart konum. Þá þjást flestir heimilislausir af alvarlegum sjúkdómum sem fylgja slæmu líferni og ofneyslu áfengis og vímu- efna. Kastljósið ætti því að beinast að þeirri staðreynd að sumir þurfi að lifa við aðstæð- ur sem geta ekki talist mönnum bjóðandi. Lausnin felst í að útbúa aðra valmöguleika fyrir fólk sem glímir við geðsjúkdóma, fíkn og félagslega fötlun. Dvalarstöðum lokað Þegar Akurhóli í Gunnarsholti og Byrginu var lokað tók fátt við þeim einstaklingum sem þar bjuggu. Akurhóli virðist hafa verið lokað vegna sparnaðaraðgerða og saga Byrgisins er flestum kunn. Síðan þá hefur fátt gerst fyrir utan opnun heimilis fyrir heimilislausa karla við Njálsgötu. Ekkert svonefnt langtímaúrræði fyrir konur hefur komið í staðinn. Nú stendur til að úthluta sex litlum einbýlum til heimilislausra og á næsta ári verður sett á fót heimili með svip- uðu móti og er á Njálsgötuheimilinu fyrir tuttugu karla. Margt er vel gert Þótt augljóslega vanti meiri aðstoð við heimilislaust fólk má ekki líta fram hjá hinu góða sem gert er. Kristileg samtök leika stórt hlutverk í umsjón með heimilislausum. Með fulltingi Reykjavíkurborgar rekur Samhjálp kaffi- stofu þar sem boðið er upp á máltíð í hádeg- inu og kaffi í eftirmiðdaginn, Gistiskýlið við Þingholtsstræti og meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot eru á þeirra vegum. Þá kemur Samhjálp að rekstri Miklu- brautar 18 og 20, sem voru fyrstu heimilin í anda hinnar umdeildu Njálsgötu 74. Konukot er rekið af Rauða krossinum og var sett á stofn árið 2004. Heimilisleysi kvenna er falið vandamál og er talið að þær eigi auðveldara með að fá gistingu hjá körl- um. Einnig eru dæmi um að konur selji lík- ama sinn fyrir gistingu. Heimilið við Njálsgötu 74 sem Reykja- víkurborg opnaði í sumar naut takmark- aðra vinsælda meðal íbúa götunnar en þykir gott framtak meðal þeirra sem starfa með heimilislausum dags daglega. Þá segir Halldór Lárusson, umsjónar- maður Gistiskýlisins að Njálsgötuheimilið létti örlítið á annars yfirfullu skýlinu. Hug- myndin sem liggur að baki er sú að fólk nái frekar framförum þegar það eigi fastan samastað. Það hefur sýnt sig á Miklubraut 20 þar sem tveir íbúar af átta hafa tekið miklum framförum. Vistuð í fangaklefum Lögreglan í Reykjavík hýsir fjölda fólks í fangaklefum sínum ár hvert. Hún tekur við þeim sem leita til bráðamóttökunnar, fá ekki athvarf í Konukot eða Gistiskýlinu og þeim sem banka upp á og biðja um nætur- pláss. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins segir lögreglumenn standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort vísa eigi fólki út í kuldann eða hýsa það. Hann segist hræddur um að vandi heimilislausra liggi í því að lögreglumenn séu of brjóst- góðir og þrýstingurinn sé því ekki nægilega mikill á sveitarfélögin. Stefán segir að það fyrirkomulag að nota fangaklefa til að hýsa vegalaust fólk þekkist ekki víða. Verustaður yfir daginn Fólki á götunni hefur vantað samstað yfir daginn, en neyðarskýlin eru venjulega lokuð frá hádegi fram á kvöld. Hjálpræðis- herinn opnaði nýlega dagsetur þar sem heimilislausir geta baðað sig og hvílt. Þar er einnig bókasafn, fönduraðstaða og hugmyndir eru uppi um að þróa starfs- endurhæfingu í samstarfi við nytjamarkað Hersins í sama húsi. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur starfs- manns Hjálparstarfs kirkjunnar þarf fólk að vera í neyslu til þess að lifa af á götunni, því sé nauðsynlegt að búa til verustað yfir daginn með verndaðri vinnu. Það gæti orðið til þess að fólk rati réttu leiðina af götunni. Karlar og konur Heimilislaus pör geta ekki búið saman. Til- hneiging er til að líta á heimilislausa sem börn sem þurfi að hafa vit fyrir að mati Helgu Björnsdóttur og því sé ekki gert ráð fyrir að þeir dragi sig saman eins og aðrir. Því eru þó ekki allir sammála. Eva Lind Björnsdóttir segir stöðu kvenna á götunni vera mjög slæma og að ástarsambönd sem þar verði til séu ekki raunveruleg sambönd heldur byggist þau á ofbeldi og kúgun. Sú staðreynd að pör geti hvergi búið saman gerir það að verkum að þau gerast heldur hústökufólk og forðast það að leita sér hjálpar. Hvers má vænta Starfshópur um utangarðsfólk hefur undan- farna mánuði starfað hjá Reykjavíkurborg og nefnd um heimilisleysi hjá félagsmála- ráðuneytinu, auk fleiri nefnda um mál sem tengjast heimilislausum á einn eða annan hátt. Það sem þegar hefur verið ákveðið er að opna annað heimili fyrir heimilislausa karla á vegum Reykjavíkurborgar og að útdeila sex litlum húsum til þeirra sem vilja búa einir. Fátt var um svör frá stjórnvöldum önnur en að enginn eigi skilið að vera heimilislaus og ábyrgðin sé samfélagsins. Ástand en ekki lífsstíll Meðferðar- og búsetuúrræðum fyrir heimilislausa hefur verið lokað á undanförnum árum og fólki á götunni fjölgaði um leið. Lögregl- an og neyðarskýli hýsa fólk sem á í engin hús að venda. Í sumar opnaði heimili fyrir karla við Njálsgötu og ráðgert er að opna annað slíkt á næsta ári. Þá verða enn um tvö hundruð manns á götunni. Eva Bjarnadóttir fjallar um heimili fyrir heimilislausa. „Samvinnu og pólitískan vilja vantar til þess að leysa vanda heimilis- lausra,“ segir Þorleifur Gunnlaugs- son, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem sat um nokkurra mánaða skeið í nefnd borgarinnar um utangarðs- fólk. Þegar innt var eftir svörum frá velferðarráði um stöðu heimilis- lausra var vísað á Þorleif. Hann segir nefndina ekki hafa hist síðan nýr meirihluti tók við völdum. „Staða heimilislausra versnaði verulega í kringum síðustu aldamót þegar ríkið lagði niður Gunnars- holt og viðlíka úrræði, þar sem alkóhólistar og vímuefnasjúklingar fengu mjög faglega og góða meðhöndlun. Þessu var hætt af sparnaðarástæðum og við tóku úrræði eins og til dæmis Byrgið. Ráðherra og hans undir- menn afhentu gríðarlegt fjármagn í gríðarlega ófaglega starfsemi þar sem alls kyns ógeð fór fram.“ Þorleifur segir að svona hafi staðan verið þar til fyrir tveimur árum, en þá var hætt að sinna heimilislausum, eins og áður hafði verið gert. Byrginu var lokað og fólkið fór aftur á götuna. „Staðan er raunar aftur eins og hún var áður en Gunnars- holt og þeir staðir voru opnaðir. Ríkið lætur einhvers konar trúboða um þetta fólk og að mínu mati er það ekki gott, sérstaklega fyrir fólk með geðræn vandamál. Það er verið að vísa fólki í fanga- geymslur. Það er óásættanlegt og í rauninni lögbrot. Yfirleitt er fólk mjög veikt líkamlega og með alls konar sjúkdóma því það er komið á síðasta stig alkóhólisma og fíknsjúk- dóma. Það ætti því að vera læknir á gistiskýlinu.“ Þorleifur segir úrræðin þurfa að vera fjöl- breytt. Þörf sé á heimilum líkt og við Miklu- braut og Njálsgötu þar sem ekki er gerð krafa um að menn séu allsgáðir. Við taki sambýli með stuðningi fyrir fólk sem er edrú en getur ekki fótað sig í daglega lífinu og síðast félags- legar lausnir og íbúðir fyrir þá sem eru tilbúnir til að axla meiri ábyrgð. Þá þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir konur. VANTAR PÓLITÍSKAN VILJA HÚSTAKA Víða um borgina má sjá yfirgefin hús þar sem lokað hefur verið fyrir alla innganga svo að hús- tökufólk komist ekki inn. NEYÐARSKÝLI Gistiskýlið er hugsað sem neyð- arskýli. Þar er aðeins brýnustu líkamlegu þörfum sinnt og fólk fær mat, húsaskjól og kemst í bað. ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Reykjavíkurborg og Félagsbústaðir munu byggja sex lítil færanleg einbýli sem úthlutað verður til fólks sem er á götunni. Enn er verið að leita að lóð undir húsin við Granda en gert er ráð fyrir að þau verði hægt að færa eftir þörfum og þeim verði jafnvel komið fyrir á lóðum sem á að byggja síðar. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir lítið annað eftir en að finna hentuga staðsetningu og setja saman fimm hús í viðbót við það sem nú þegar er tilbúið og var til sýnis í gær. Húsin er sérstaklega vel einangruð og eru innréttuð þannig að þau þoli mikinn ágang. Slitsterkur dúkur er á gólfum og klósettskál úr stáli eins og tíðkast í fangelsum. Björg segir húsin geta komið til móts við þá einstaklinga sem ekki geta búið í fjölbýli. Í einbýli geti þeir verið frjálsir og hagað sér að eigin vild. „Það eru margir sem vilja ekki okkar hjálp og hafa til dæmis neitað plássi á Njálsgötu 74, því þeir eiga erfitt með að breyta eigin lífi og lúta reglum annarra,“ segir Björk. Leiguverðið verður um 25.000 til 35.000 krónur á mánuði og gert er ráð fyrir að húsin verði tilbúin á næstu mánuðum. EINBÝLI VIÐ SJÓINN BJÖRK VILHELMSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.