Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 32
32 1. desember 2007 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
Þennan desemberdag fyrir 89 árum varð Ís-
land fullvalda ríki. Virðuleg athöfn var haldin við
Stjórnarráðshúsið en hún var bæði stutt og ein-
föld vegna spænsku veikinnar sem hafði geisað
aðeins tveimur mánuðum fyrr og var enn ekki að
fullu gengin yfir.
Dimmt var yfir Reykjavík þennan fyrsta desem-
berdag ársins 1918, snjólaust og hrímkalt. Tals-
verður hópur manna mætti til athafnarinnar þar
sem lúðraflokkur lék Eldgamla Ísafold og allir
tóku ofan.
Jón Magnússon forsætisráðherra var staddur í
Danmörku svo Sigurður Eggerz fjármálaráðherra
flutti ræðu þar sem hann bar sambandslögin
upp til staðfestingar við konung og sagði að nú
byrjaði ný saga; saga hins fullvalda íslenska ríkis.
Eftir ræðu Sigurðar var ríkisfáni Íslands dreginn
að hún í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni og
um leið skutu nokkrir hermenn út byssum sínum
upp í loftið á sama tíma og heyra mátti fallbyssu-
drunur frá varðskipinu Islands Falk.
Eftir fleiri ræður var leikinn þjóðsöngur Dana,
Det er et yndigt land, og hrópað húrra fyrir Dan-
mörku, en í lok athafnar var íslenski þjóðsöng-
urinn leikinn og hrópað húrra fyrir Íslandi. Til var
orðið íslenskt ríki.
Fullveldisdagurinn 1. desember var almennur
hátíðisdagur á Íslandi fram til ársins 1944.
ÞETTA GERÐIST: 1. DESEMBER 1918
Ísland verður fullvalda ríki
WOODY ALLEN KVIKMYNDALEIK-
STJÓRI ER 72 ÁRA Í DAG
„Mín eina eftirsjá í lífinu er
að vera ekki annar en ég er.
Ég hræðist ekki að deyja... ég
vil bara ekki vera á staðnum
þegar það gerist.“
Woody Allen gerir oftast kvik-
myndir um taugaveiklaða New
York-búa og leikur sjálfur aðal-
hlutverkið.
MERKISATBURÐIR
1804 Napóleon Bonaparte
kvænist Jósefínu af Mart-
inique.
1835 H.C. Andersen gefur út
fyrstu ævintýrabókina.
1878 Reykjanesviti, fyrsti vitinn
á Íslandi, tekinn í notkun.
1887 Sherlock Holmes birtist
fyrst á prenti.
1901 Ísfélag Vestmannaeyja
stofnað.
1929 Edwin S. Lowe finnur upp
bingó.
1930 Togarinn Apríl frá Reykja-
vík ferst úti af Suðaustur-
landi með átján mönn-
um.
1932 Sjálfvirkar símstöðvar
teknar í notkun í Reykja-
vík og Hafnarfirði.
1982 Michael Jackson gefur út
Thriller.
Um þessar mundir er hálf öld síðan Júdó-
deild Ármanns var stofnuð í Reykjavík,
en tilefnið spratt út frá lagasetningu á
Alþingi sem bannaði hnefaleika á ís-
lenskri grund.
„Menn þurftu eftir sem áður útrás og
þegar mönnum var bannað að boxa var
júdódeildinni komið á laggirnar,“ segir
Jón Gunnar Björgvinsson, flugmaður
og talsmaður júdódeildar Ármanns.
„Frumkvöðull júdós á Íslandi var
Sigurður Jóhannsson sem fór utan til að
afla sér þekkingar, en Ragnar Jónsson
var fyrstur Íslendinga til að fá svarta
beltið í júdói.
Á þessum tíma var júdó í mikilli upp-
sveiflu í heiminum. Fyrsti júdóskólinn,
Kodokan, var stofnaður af prófessor
Jigaro Kano í Japan 1882, en júdó þró-
aðist upp úr jujitsú. Heimamenn höfðu
litla trú á þessari nýju bardagaíþrótt
þar sem grófustu fantabrögðin höfðu
verið tekin út, en sex árum síðar þögn-
uðu efasemdaraddirnar þegar júdó- og
jujitsúmenn tókust á og júdómenn gjör-
sigruðu í keppninni. Þá sá fólk hversu
öflug þessi íþrótt var og í kjölfarið fór
hún sigurför um heiminn,“ segir Jón
Gunnar, en þess má geta að júdó var
lengst af eina bardagaíþróttin sem leyfð
var á Ólympíuleikunum.
„Það sem gerir júdó frábrugðið flest-
um öðrum bardagaíþróttum er að menn
geta tekið á af fullum krafti og beitt öllu
sínu afli í að kljást við andstæðinginn án
þess að eiga á hættu að slasast eða slasa
aðra. Sama hver brögðin eru ganga þau
ekki út á að slá og skaða, heldur kasta
mönnum eða halda föstum þannig að
fullnaðarsigur náist,“ segir Jón Gunnar
um júdó sem er með stærstu íþrótta-
samböndum veraldar.
„Júdó hefur alltaf verið vinsælt á
Íslandi og er í miklum vexti einmitt
núna. Við erum nýbúnir að flytja í stór-
glæsilegan, sérhæfðan bardagasal í
Laugardalnum, sem er sá stærsti og
fullkomnasti á Norðurlöndunum. Bæði
kynin sækja í júdó, þótt karlmenn séu
þar í miklum meirihluta, en júdó hent-
ar kvenþjóðinni ekki síður og við eigum
mjög góða keppendur í kvennaflokki,
og viljum fá fleiri,“ segir Jón Gunnar
ákveðinn, en íslenskir júdómenn hafa
verið með eindæmum sigursælir á al-
þjóðavettvangi.
„Við höfum ekki átt keppnismann á
síðustu tveimur Ólympíuleikum, en ein
af þremur Ólympíumedalíum Íslend-
inga er bronsmedalía sem Ármenn-
ingurinn Bjarni Friðriksson vann árið
1984,“ segir Jón Gunnar sem hlakkar til
að taka júdóglímu ásamt fleiri Ármenn-
ingum í afmælisveislunni í dag.
„Hátíðahöldin byrja í Laugabóli í
íþróttahúsi Ármanns og Þróttar í Laug-
ardal klukkan 13 með veglegri sýningu,
keppnisglímum, úrslitaglímum, viður-
kenningum til frumkvöðla júdós á Ís-
landi og fleiri skemmtilegum uppákom-
um með júdóiðkendum á öllum aldri.“
thordis@frettabladid.is
JÚDÓDEILD ÁRMANNS: BÝÐUR TIL VEISLU Í DAG Í TILEFNI 50 ÁRA AFMÆLISINS
Kraftarnir þurftu að fá útrás
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
JÚDÓGLÍMA
Hér takast þeir á feðgarnir Jón Gunnar Björg-
vinsson og sonur hans Sindri Freyr, fjögurra
ára, en mikið er um að tveir ættliðir æfi júdó
hjá Júdódeild Ármanns.
Elskulegur faðir minn,
Garðar Sigurðsson
Krummahólum 8, Reykjavík,
er látinn. Útförin fer fram 11. desember frá Fossvogskapellu
kl. 13.00.
Leifur L. Garðarsson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
Sigurbergs Sigurðssonar
Hamragerði 17, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyflækningadeildar
Sjúkrahússins á Akureyri fyrir góða umönnun.
Hrafnhildur Frímannsdóttir
Jónína Sigurbergsdóttir Þröstur Agnarsson
Sigurður Sigurbergsson Kristbjörg Eiðsdóttir
Halldór Sigurbergsson Hildur Andrésdóttir
og afabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Brynjólfur Magnússon
Hjúkrunarheimilinu Víðinesi, áður til
heimilis að Bergþórugötu 45, Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi þriðjudaginn 27. nóv-
ember. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 7. desember kl. 13.00.
Ólína M. Brynjólfsdóttir Bjarni Gunnarsson
Sigríður Brynjólfsdóttir Ólafur H. Ólafsson
Lilja Brynjólfsdóttir Fannberg E. Stefánsson
Ástrós Brynjólfsdóttir Kristinn Björnsson
Jóel Brynjólfsson Sonja E. Ágústsdóttir
Guðrún Brynjólfsdóttir Hendrik S. Hreggviðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
Karls Ragnarssonar
Garðabraut 16, Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyflækningadeildar
Sjúkrahúss Akraness.
Erna Benediktsdóttir
Magnús B. Karlsson Guðfinna Óskarsdóttir
Ragnheiður Karlsdóttir Guðm. Pálmi Kristinsson
Sigrún Karlsdóttir Eugeniusz Michon
Karl Örn Karlsson Guðrún Garðarsdóttir
Lúðvík Karlsson
Heiðrún Hámundardóttir Kristleifur S. Brandsson
og afabörn.
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag en kjörörð hans er
forysta í ár. Það vísar til starfsins sem ríkisstjórnir, heil-
brigðisyfirvöld og félagasamtök eiga fyrir höndum í bar-
áttunni gegn alnæmi og er jafnframt hugsað sem hvatn-
ingarorð til almennings þar sem vandinn er mestur.
Áætlað er að milli 30 og 40 milljónir manna séu smitað-
ar af veirunni og fleiri munu þjást vegna hennar. Meðal
annars 4,6 milljónir munaðarleysingja í sunnanverðri
Afríku, sem misst hafa foreldra sína í faraldrinum.
Stjórn Rauða kross Íslands samþykkti ályktun 16. nóv-
ember síðastliðinn. Þar segist félagið ætla að styðja starf
sjálfboðaliða og starfsfólk sitt í Malaví, Mósambík og
Suður-Afríku, sem aðstoðar alnæmissjúklinga og vinnur
að því að fyrirbyggja frekari útbreiðslu sjúkdómsins.
Rauði kross Íslands hvetur íslensk stjórnvöld einnig
til vinna að framgangi þúsaldarmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna um að bæta heilsufar fólks í fátækustu ríkj-
um heims. Meðal annars með því að snúa við útbreiðslu
alnæmis fyrir 2015 og veita fátækum þjóðum aðgang að
mikilvægum lyfjum.
Ungmennafélag Íslands mun því í dag selja rauð
alnæmismerki í Smáralind milli klukkan 14 og 16. Merk-
in eru búin til af fólki sem tekur þátt í sjálfshjálparhópi
smitaðra á vegum Rauða krossins í Malaví og rennur
ágóðinn til hópsins. - rve
Aðstoð til
fátækra landa
AFRÍKA Áætlað er
að 4,6 börn hafi
misst foreldra sína
í alnæmisfaraldr-
inum í sunnan-
verðri Afríku.