Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 38

Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 38
38 1. desember 2007 LAUGARDAGUR R íkisstjórnarflokkarnir virð- ast ekki samstiga þegar kemur að áherslum í varnar- málum. Sátt virtist ríkja um starfrækslu ratsjárkerfis og heimsóknir erlendra flug- sveita á næstu árum, en nú heyrast raddir úr Sjálfstæðisflokknum sem vilja nota útgjöld til varnarmála með öðrum hætti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra talaði fyrir því í vikunni að stofnuð yrði Varnarmálastofnun sem heyri undir utanríkisráðuneytið. Stofnunin myndi taka að sér samskipti við Atlantshafsbandalagið, hafa umsjón með æfingum hér á landi og tæki við allri starfsemi Ratsjárstofnunar. Á sama tíma tala bæði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fyrir því að verkefni Ratsjárstofnunar færist til Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Jón vill raunar ganga lengra, og telur það óþarfa að stefna orrustuþotum reglulega hingað til land til loftrýmisgæslu. Nú er í gangi vinna við mat á ógnum sem kunna að steðja að landinu, en slíkt mat hefur ekki verið unnið af íslenskum stjórn- völdum áður. Það er því fróðlegt að kanna hver þörfin fyrir flugsveitir er, og hvaða hlutverki slíkar sveitir gætu gegnt, komi upp neyðarástand meðan þær hafa hér við- veru. Góðar aðstæður fyrir æfingar Ingibjörg tilkynnti í skýrslu til Alþingis í nóvember að Frakkar stefndu á að vera með flugsveitir hér á landi á komandi vori, og að aðrar þjóðir væru í startholunum. Þannig hafi Bandaríkin boðist til að senda flugsveitir næsta sumar, og aftur sumarið 2009. Norðmenn hafi áhuga á að koma á næsta ári, og Danmörk og Spánn skoði þátt- töku árið 2009. Í síðustu viku upplýsti hún svo að að Pólverjar hyggjust senda sveit hingað til lands árið 2010. Íslensk stjórnvöld munu sjá flugsveitun- um fyrir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, auk gistingar og fæðis fyrir það fólk sem kemur hingað til lands. Flugsveitirnar munu auk þess fá upplýsingar og þjónustu frá íslenska loftvarnarkerfinu. Ísland mun ekki taka þátt í öðrum kostnaði, svo sem launakostnaði eða kostnaði við kaup á þotueldsneyti, segir Þórir Ibsen, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Erlend ríki sem áhuga hafa á því að taka þátt í loftrýmiseftirliti hér á landi gera það ekki eingöngu vegna þess að þeir vilji sýna í verki velvilja gagnvart Íslendingum. Ein- hverjir munu einnig líta til þess að hér er hægt að æfa við aðstæður sem ekki bjóðast í heimalandinu. Til dæmis er heimilt að æfa lágflug yfir hálendinu yfir vetrartímann, auk þess sem áhugi er fyrir æfingum í frosti og í erfiðum veðuraðstæðum. Þannig hafa Frakkar og Ítalir fengið að stunda lágflugsæfingar í erfiðum veðurað- stæðum í Kanada, og færa mætti rök fyrir því að það geti verið hagkvæmara að koma hingað til lands, enda styttra að fara. Beggja hagur af komu flugsveita „Þetta á að vera beggja hagur, það eiga báðir aðilar að hafa út úr þessu ávinning,“ sagði Ingibjörg Sólrún á fundi um varnarmál í vik- unni. „Okkar ávinningur felst í því að það er lofthelgiseftirlit með okkar svæði og með Norður-Atlantshafinu. Ávinningur þeirra sem leggja sitt af mörkum er að þeir fá tæki- færi til æfinga.“ Á meðan bandarískar flugsveitir voru stað- settar hér á landi fylgdu þeim jafnan björg- unarþyrlur. Þórir segir að nú verði frekar samið við dómsmálaráðuneytið um að Land- helgisgæslan verði í viðbragðsstöðu, slíkt ætti að nægja þeim þjóðum sem stunda muni æfingar hér við land. Hermálanefnd og sérfræðingar NATO mátu stöðuna þannig við brotthvarf banda- rísks varnarliðs fyrir rúmu ári að nauðsyn- legt væri að halda áfram úti eftirliti með umferð í lofti hér á landi. Þar með lagðist NATO gegn því að íslenska ratsjárkerfið yrði lagt niður. Þessir sérfræðingar mátu stöðuna einnig þannig að það væri fullnægjandi að fá flugsveitir með orrustuþotum hingað til lands fjórum sinnum á ári í nokkrar vikur í senn til loftrýmiseftirlits. Sérfræðingar innan NATO sem rætt var við segja þó að einstakar bandalagsþjóðir verði sjálfar að meta eigin þörf fyrir varnir, og óska formlega eftir aðstoð frá NATO sé talin þörf á aðkomu bandalagsins. Það gerði Geir H. Haarde forsætisráð- herra á leiðtogafundi NATO í Riga í Lettlandi í október í fyrra. Þar sagði hann íslensk stjórnvöld ánægð með samkomulag sem gert var milli Íslands og Bandaríkjanna um varn- armál, en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Hernaðarsérfræðingar innan NATO, og aðrir sem standa nærri bandalaginu og hafa góða þekkingu á starfsemi þess, segja þó þegar á þá er gengið að það mat hermála- nefndar NATO að þörf sé á orrustuþotum hér á landi hluta úr ári virðist tekin út frá pólit- ískum þörfum frekar en hernaðarlegum þörf- um, eða þörfum sem tengjast baráttu gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Sýnum að við eigum vini Spurð um þetta sagðist Ingibjörg Sólrún ekki útiloka að pólitískar forsendur liggi til grund- vallar hjá NATO, en sér vitanlega sé þetta ekki spurning um pólitískar forsendur hér á landi. Spurningin um pólitískar forsendur endur- speglast ef til vill ágætlega í orðum Þóris Ibsen: „Við erum fyrst og fremst að sýna fram á það að við eigum bandamenn og vini,“ segir Þórir. „Með því að það komi herþotur hér tíma- bundið og stundi æfingar fer það ekki milli mála að við erum bandalagsríki, og getum treyst á NATO í heild, skyldi eitthvað koma upp. Með þessu erum við að sýna að við erum hluti af þessu bandalagi, og á þessu sjónar- miði hefur NATO fullan skilning.“ Evrópskur hernaðarsérfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við segir þá sem þekk- ingu hafa á málinu sammála um að engin hernaðarleg ógn steðji að Íslandi. Hann vildi ekki láta nafns síns getið vegna náinna tengsla við NATO. Bent hefur verið á flug langdrægra rúss- neskra sprengjuflugvéla í kringum landið, en eins og Ingibjörg Sólrún sagði í ræðu á þriðju- dag líta hvorki Ísland né önnur NATO-ríki svo á að af þessari endurkomu sprengjuflug- véla stafi ógn. Ef ekki stafar hernaðarleg ógn að landinu stendur eftir það hlutverk flugsveita að verj- ast alþjóðlegum hryðjuverkum. Evrópski hernaðarsérfræðingurinn fullyrðir að þar verði hlutverk orrustuþota afar takmarkað. Slíkar þotur nýtist helst ef svo færi að hryðju- verkamenn næðu farþegaþotum á sitt vald til að gera svipaða árás hér á landi og gerð var 11. september 2001 í Bandaríkjunum. Vaknaði grunur um að slíkt hryðjuverk væri í undirbúningi, og svo vildi til að flug- sveit væri stödd hér á landi á þeim tíma, myndu orrustuþotur án efa verða sendar til móts við farþegaflugvélina til að bera kennsl á hana, staðfesta að henni hafi verið rænt, og fylgja henni eftir. Lengra gætu hins vegar orrustuþotur erlends ríkis vart gengið, að mati sérfræðingsins, jafnvel þó ljóst væri að hryðjuverkamenn hygðust valda manntjóni með því að fljúga á byggingu, íþróttaleik- vang eða annað mannvirki. Íslensk stjórnvöld ákveði aðgerðir Um allan heim er það álitin spurning til hvaða aðgerða, ef einhverra, ætti að grípa komi slíkar aðstæður upp. Spurningin snýst um hvort stjórnvöld hafi rétt til þess láta skjóta niður farþegaþotu fulla af fólki, í þeim til- gangi að bjarga lífi fólks á jörðu niðri. Málið hefur ekki verið rætt mikið hér á landi, en til dæmis í Þýskalandi eru línurnar skýrar, þar- lend stjórnvöld mega ekki láta skjóta niður farþegaþotur, sama hvernig aðstæður eru. Umræða um slíkar aðgerðir hefur að því er best er vitað ekki farið fram hér á landi. Í öllu falli er ljóst að stjórnvöld í banda- lagsríki Íslands myndu aldrei taka ábyrgð á því að ráðast á farþegaþotu í íslenskri loft- helgi, segir sérfræðingurinn. Slíka ákvörðun myndi NATO ekki heldur taka. Því er ljóst að þeir einu sem gætu mögulega tekið ákvörð- um um að granda farþegaþotu væru íslensk stjórnvöld. „Menn myndu aldrei fara í neinar hernað- araðgerðir við Ísland eða innan íslenskrar lögsögu án samráðs við íslensk stjórnvöld,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Endanlegt samþykki hlýtur að vera okkar, og þá væntanlega for- sætisráðherra og utanríkisráðherra.“ Þotur hafa fleiri hlutverk Aðrir sérfræðingar benda á að það geti skipt verulegu máli að geta sent orrustuþotur til móts við borgaralegar flugvélar, sé mögu- leiki á að þær séu á valdi hryðjuverkamanna, jafnvel þótt aldrei standi til að beita vopnum gegn farþegaþotunni. Með því að fljúga til móts við farþegaþotuna megi bera kennsl á vélina, og staðfesta að ekki sé um bilun í fjar- skiptabúnaði eða annað að ræða; með öðrum orðum staðfesta að ógn sé fyrir hendi. Með því að fá þetta staðfest sem fyrst auk- ast möguleikar stjórnvalda á því að bregðast við með aðgerðum á jörðu niðri, til dæmis með því að tæma íþróttaleikvang eða önnur líkleg skotmörk hryðjuverkamanna, og reyna þannig að takmarka það tjón sem þeir gætu valdið. Af ofansögðu ætti að vera ljóst að ekki er einfalt mál að meta þörfina fyrir viðveru orrustuþota hér á landi. Á endanum snýst spurningin væntanlega um peninga. Er þeim best varið í það að taka á móti orrustuþotum, eða ætti frekar að verja þeim til annarra verkefna? Varnir Íslands á krossgötum Ósætti virðist innan stjórnarflokkanna um varnarmál. Sátt virðist ríkja um að ratsjárkerfið verði rekið áfram, en ekki hvert fyrir- komulag rekstursins verði. Að auki eru öfl innan þingflokks Sjálfstæðisflokks þeirrar skoðunar að óþarfi sé að stefna flugsveitum hingað til lands oft á ári. Brjánn Jónasson kynnti sér varnir landsins og þörfina fyrir orrustuþotur erlendra ríkja á Íslandi. FLUGSVEITIR Til stendur að erlendar flugsveitir komi hingað til lands að meðaltali fjórum sinnum á ári á komandi árum, en deilt er um nauðsyn þess. NORDICPHOTOS/AFP Hlutverk Atlantshafsbandalagsins hefur tekið gríðarlegum breyting- um frá því það stóð andspænis Varsjárbandalaginu á tímum kalda stríðsins. Í dag er talað um öryggis- bandalag þar sem áður var talað um varnarbandalag. Bandalagið einbeit- ir sér ekki lengur að hefðbundnum vörnum bandalagsríkja, heldur lítur svo á að til að tryggja öryggi heima þurfi að tryggja frið í heiminum. Fyrsta skrefið á þessari nýju vegferð var verkefni NATO í Kosovo. Nú er bandalagið komið í annað og mun stærra verkefni í Afganistan, og meta sérfræðingar bandalagsins stöðuna svo að það verkefni muni taka ár eða áratugi. Varla verður hjá því litið að bandalagið virðist eiga í innri kreppu. Illa hefur gengið að fá nægan liðsafla og tækjabúnað til að sinna verkefnum í Afganistan. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna verkefni NATO í Afganistan, til dæmis þingmenn Vinstri grænna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra segir að þrátt fyrir erfiðleika við að tryggja öryggi í Afganistan verði að hafa í huga að hinn valkosturinn í stöðunni sé sýnu verri. „Brottför alþjóðaherliðs NATO og þeirra fjölmörgu frjálsu félagasam- taka sem starfa að uppbyggingar-, mannúðar- og hjálparstarfi í landinu í skjóli friðargæslu bandalagsins gæti hrundið af stað atburðarás sem yrði margfalt verri en það sem nú er uppi í landinu,“ segir Ingibjörg. ➜ HERNAÐARBANDALAG Í TILVISTARKREPPU STÓR VANDI Afganistan er afar stórt, eins og sjá má þegar útlínur þess eru lagðar yfir Evrópu. Að auki er landið afar erfitt yfirferðar og hitabreyt- ingar miklar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.