Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 66
● hús&heimili
Barnarúmföt, gluggatjöld,
púðar og teppi með íslensku
dýrunum, ásamt nýrri blóð-
bergslínu eru það nýjasta í
tauvörunum hjá LínDesign
sem nú hefur opnað verslun á
Laugavegi 176 og nýja heima-
síðu, www.lindesign.is.
„Þetta byrjaði með þjóðarblóm-
inu holtasóley, svo kom fífa, síðan
gleymmérei og blóðbergið var
að bætast í flóruna.“ segir Helga
María Bragadóttir. Hún er eig-
andi LínDesign sem sérhæfir sig
í framleiðslu á umhverfisvænu
taui með teikningum eftir Frey-
dísi Kristjánsdóttur. Þar má nefna
þéttofið bómullardamask og gard-
ínufleka. Vörurnar henta á allt
heimilið. „Við leggjum áherslu á
að bjóða allt í stíl, gardínur, teppi,
rúmföt, púða, handklæði og fleira
og höfum hannað taupoka sem
umbúðir utan um rúmfötin,“ segir
Helga María. Hún sýnir það nýj-
asta sem er barnalína unnin útfrá
vísunni, hani, krummi, hundur,
svín. „Þetta er íslenska sveitin,“
segir hún brosandi.
Á þremur árum hefur LínDe-
sign stækkað og vörurnar eru
farnar að breiðast út um land.
Þær eru líka komnar til Færeyja
og Danmerkur og á næsta ári er
stefnt á Rússlandsmarkað. Helga
María segir útrásina hafa lækk-
að verðið á vörunum. „Framleiðsl-
an hefur vaxið og við fáum afslátt
hjá vefnaðarfyrirtækinu,“ segir
hún. „Íslendingar njóta þess.“
- gun
Lín fyrir íslenskan lífsstíl
Blóðberg.
Blóðbergsmynstrið sómir sér vel á sængurfötunum.
Íslensku sveitinni er gert hátt undir höfði.
Fiskislóð 18 · 101 Reykjavík · Sími 552 7400
Afgreiðslutími er virka daga frá 10.00 - 18.00 og á laugardögum frá 10.00 - 16.00
H
en
na
r h
át
ig
n
-
w
w
w
.h
at
ig
n.
isOpnum hestadeildina í dag, laugardaginn 1. des.
Reiðtygi, hnakkar, skór, fatnaður, fóðurbætir, járningaráhöld, skeifur ofl. ofl.
Kynning á hnakknum Barra sem Jón Sigurðsson söðlasmiður framleiðir.
Við höfum allt sem þarf til gæludýrahalds, hvort sem er fyrir hunda, ketti, fiska, nagdýr, fugla eða hesta.
Við leggjum áherslu á gæðafóður frá Eukanuba og Iams ásamt ýmsar sérvörur fyrir hunda og ketti eins og Puppyangel hundaföt.
Í tilefni af opnun hestadeildarinnar bjóðum við 50% afslátt af sérfóðri frá EUKANUBA
og 20% afslátt af öðru fóðri. Tilboðið gildir laugardaginn 1. desember.
Hér versla
gæðingarnir!
1. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR14