Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 72

Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 72
● hús&heimili Á sýningunni BRUM sem haldin var í Laugardalshöll í haust sýndi myndlistarmaðurinn og trésmið- urinn Daníel Magnússon nýjan koll sem nefnist Hex og er eins konar afsprengi fyrri kolla og stóla Daníels. „Þetta er tilbrigði við sama stef. Lítill kollur með uppskrúf- aðri setu sem hægt er að hækka og lækka og hugsaður sem mubla inni á heimili, jafnvel við síma. Hann er handhægur þar sem er mikið af unglingum vegna þess hve lítil setan er. Þess vegna nenn- ir maður ekki að sitja lengi á koll- inum og símtölin verða styttri. Þetta er ekki hægindastóll heldur rétt til að reima skóna í. Ég er með einn inni í gangi hjá mér,“ útskýr- ir Daníel. Hex er eikarstóll með renndri setu en formið á stólfótunum er að sögn Daníels hugsað út frá para- bóluburði. „Það er fullkominn burður í parabólu og öll þyngdin miðjusett. Gaman væri að þyngd- arprófa stólana þar sem burðar- grindin hefur mikið þyngdarþol en það er meginhugsunin á bak við hönnunina.“ Stólfóturinn minnir jafnframt á aðra stóla eftir Daníel. „Ég hann- aði þennan kjarna og græjur til þess að smíða hann svo ég get raðsmíðað í þetta en sumir hlut- ir duga á milli stóla. Stólarnir eru með góða burðargrind og það er sterkur viður í þeim. Þetta eru ekki tískuhúsgögn eða merkja- vara heldur gert til að endast,“ segir Daníel. „Ég fæ mjög lítið til viðgerðar. Hafi ég látið einhvern annan vinna hlutina fyrir mig lendi ég yfirleitt í veseni. Í dag er ég þó kominn með góða aðila til að aðstoða mig,“ segir Daníel og nefnir Járnsmiðju Óðins og Ásgrím bólstrara. „Ég er með bestu gæjana í vinnu og því eru húsgögnin dýr. Ég kaupi dýra og góða fagvinnu og vinn tréverk- ið sjálfur enda vil ég ekki fá þetta í hausinn bilað. En þá geri ég líka við hlutinn,“ segir hann ákafur. Húsgögn Daníels eru ekki í um- boðssölu heldur er einungis hægt að kaupa þau beint frá honum. „Þannig er ég nánast með enga álagningu og tek enga söluþóknun fyrir,“ segir Daníel. Þótt ekki sé hægt að kaupa húsgögnin í versl- unum má víða berja þau augum. Í 39 þrepum á Laugavegi eru hús- gögn og innréttingar sem Daní- el smíðaði með Gulleik Lövskar, kennara við Listaháskóla Íslands, og á Hótel 101 eru barstólar eftir hann svo dæmi séu tekin. Nánar á heimasíðu Daníels www.bhs.is/ Hedoplast. - hs Með endingu að markmiði ● Daníel Magnússon hefur hannað nýjan koll sem er afsprengi af fyrri verkum hans. Daníel hefur nóg að gera í myndlist, húsgagnahönnun og smíðavinnu og hefur nýverið lokið við að smíða bekk sem glittir hér í. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 20-60% AFSLÁTTUR www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 P IP A R • S ÍA • 6 0 8 0 6 1. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.