Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2007, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 01.12.2007, Qupperneq 96
60 1. desember 2007 LAUGARDAGUR MÆLISTIKAN ■ Á uppleið Þykkir sokkar og hælaskór. Hver sagði að það væri ekki hægt að vera glæsilegur á veturna? Dimmar stjörnubjart- ar nætur. Rómantík og heitar stundir í skammdeginu. Eggjapúns. Frábært að bjóða vinum upp á þetta eftir langa útiveru. Egg, mjólk, rjómi, sykur, múskat og viskí hressir alla við! Hattar. Karl- menn eru svo virðulegir með höfuðföt og svo auðvitað mjög nytsamlegir í kuldanum. Fallega hönnuð svefnherberg- isleikföng. Nú þurfa konur ekki að fá hrylling yfir neonlituðu plastdóti heldur heim- sækja Systur á Laugavegi í staðinn. ■ Á niðurleið Hollur matur og salöt. Sorrí, nú viljum við bara flatkökur með hangi- kjöti, síld og laufabrauð. Undarlegir slúðurdálkar. Við bara skiljum þig alls ekki, Ellý, því miður. Skærir litir. Við vitum að þeir verða í tísku næsta vor en í desember eigum við að vera dökk og dramatísk. Uppajólahald. Eini tími ársins sem fólk þarf ekki að sýnast. Burt með þemalituð jólatré og kristalshurðar- kransa. Jólaskrautið í miðbænum. Kom- inn tími til að fríska upp á eitthvað af því. Burt með glannalegar halastjörn- ur og diskóljós og inn með klassískar perur. Í hvernig fötum líður þér best? „Þæjó“-buxur (annað orð yfir náttbuxur á mínu heimili) og hlýrabolur verða oft fyrir valinu en annars er ég gjarnan í kokka- galla sem er líka þægilegur. Ef ég fengi að velja mínu hinstu máltíð, yrði hún … … heima í kós- íheitunum með Óla kærastanum mínum og hann myndi elda. Alveg sama hvað það væri. Það eru bestu stundirnar og ég fæ alltof fáar þannig stundir. Hvaða kæki ertu með? Ég er ekki með neina líkamlega kæki sem ég veit um en ég segi „vá!“ örugglega í öðru hverju orði. Því eldri sem ég verð því … … vitrari verð ég. Hvaða frasa ofnotar þú? „Þú uppskerð eins og þú sáir“ og „illu er best af lokið“ er mjög vinsælt hjá mér þessa dagana í eldhús- inu. Eftirlætisbragð? Þetta er erfið spurning fyrir kokk. Það breytist örugglega á hverjum degi. En ætli ég verði ekki að segja að ananas sé í miklu uppáhaldi hjá mér, bæði í fljótandi og föstu formi. Hvaða hlutir á heimili þínu eru í rauðum lit? Haha, en fyndið! Rauður er nefnilega aðalliturinn í eldhúsinu á mínu heimili. Á rauð- an ísskáp, rauða cappuchino-vél og svo eru rauðir speglar hang- andi á veggnum. Ef þú ættir að velja þér haus einhverrar frægrar manneskju til að setja á búkinn þinn – hvaða haus yrði fyrir valinu? Án efa Chuck Norris. Það væri ógeðs- lega fyndið að sjá alskeggjaðan karlmannshaus á 158 sentímetra kvenmannslíkama. Hvernig heilsarðu? Ég segi „hæ!“ hátt og snjallt og læt stórt bros fylgja. Hvaða sjö hluti leggurðu til í góða sumarbústaðarferð? Tré- drumb í arininn, bjarnarfeld til að liggja á, i-pod með góðri tón- list, kaffi, mjólk, bikiní fyrir heita pottinn og bakkelsi til að borða í morgunmat. Hverju tekurðu fyrst eftir í fari fólks? Ég spái ekki mikið í ytra útlit fólks þannig að ég verð að segja að það sé útgeislun mann- eskjunnar sem ég tek fyrst eftir. Hvort hún sé ánægð, hress og í góðu skapi. Leitast frekar eftir þannig félagsskap. Ef þú yrðir að eyða 20.000 krón- um næsta hálftímann – hvernig myndirðu eyða peningnum? Ég myndi kaupa mér geggjaða skó. Er eins og flestar konur – með skófíkn – og það eru alveg tveir mánuðir síðan ég keypti síðast skó. Komin með fráhvarfsein- kenni. Nýr strumpur bætist við í strumpafjölskylduna – hvað kall- arðu hann? Strympi. Hvað ætti Grýla grænmetisæta að gera við óþekku börnin? Er Grýla orðin grænmetisæta? Hvaða lag geturðu hlustað á aftur og aftur? Þessa stundina get ég hlustað endalaust á Streemline með Pendulum. Ann- ars er það minn stíll að hlusta endalaust á eitt lag í viku þar til allir eru komnir með ógeð í kring- um mig. Ef þú uppgötvaðir nýja plánetu í sólkerfi okkar – hvað myndirðu nefna hana? Hrefnu Rósu án efa. Það væri geggjað ef heil pláneta héti eftir mér. Hver er frægasti ættinginn þinn? Við erum öll svo ótrúlega fræg í minni fjölskyldu en fyrst ég þarf að velja bara einn þá dett- ur mér svona fyrst í hug Jón Sætran heitinn sem var afabróðir minn og skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík í eldgamladaga. Þú færð þér karakter úr kvik- mynd til að búa með – hvaða per- sóna verður fyrir valinu? Það yrði Brodie (Jason Lee) úr Mallrats. Hann er svo mega fyndinn og nær að búa til skemmtilega umræðu úr ómerkilegustu hlutum. Yrði örugglega aldrei vandræðaleg þögn. Hvað þarf gott veitingahús að hafa? Mikilvægast er að hafa gott og ánægt starfsfólk. Það skilar sér í matnum og þjónust- unni. Og að lokum – eftirlætisfisk- réttur og af hverju? Það eru fiski- bollur í öllu sínu veldi. Hefur allt- af verið uppáhalds maturinn minn alveg frá því ég man eftir mér. Ég er auðvitað innan um mjög flottan mat alla daga og þess vegna finnst mér örugglega enn þá gaman að fá hversdagslegu fiskibollurnar. Segir hæ! hátt og snjallt Hrefna Rósa Sætran hefur verið áberandi í matarmenningu okkar Íslendinga upp á síðkastið en auk þess að vera meðlimur í landsliði íslenskra kokka opnaði hún nýlega Fiskimarkaðinn þar sem hún er yfirkokkur. Hrefna Rósa var tekin í yfirheyrslu helgarinnar. RAUTT LANDSLIÐSELDHÚS Í eldhúsi Hrefnu Bjarkar Sætran, landsliðskokks og eiganda Fiskimarkaðarins, er varla þverfótað fyrir rauðum hlutum, svo sem ísskáp, kaffivél og speglum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran FÆÐINGARÁR: 1980, sama ár og Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Á HUNDAVAÐI: Vann á Land- spítalanum frá 1995-2000. Fór þá að læra kokkinn á Apótek- inu og kláraði það árið 2004. Færði sig yfir í Sjávarkjallarann og vann þar sem yfirkokkur þar til hún opnaði Fiskimarkaðinn í september 2007.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.