Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 104
68 1. desember 2007 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Efnt verður til hátíðarsam-
komu undir yfirskriftinni
„Bessastaðaskóli – vagga
íslenskrar menningar“ í
Íþróttahúsi Álftaness í dag
og stendur hún frá kl. 14-
16. Skipuleggjendur sam-
komunnar eru SÁUM,
Samtök áhugafólks um
menningarhús á Álftanesi,
sem vilja með þessum
hætti minna á Bessastaða-
skóla og vekja athygli á
því hve stóran þátt skólinn átti í
þróun og eflingu íslenskrar menn-
ingar.
Á samkomunni verður blandað
saman fræðum og listflutningi sem
tengist umfjöllunarefninu. Meðal
þeirra sem koma fram verða Anna
Ólafsdóttir Björnsson sem fjallar
um áhrif skólans á mann-
líf á Álftanesi, Hjalti
Hugason sem fjallar um
prestsmenntunina sem
þar fór fram og Sveinn
Yngvi Egilsson sem fjall-
ar um skólaár Jónasar
Hallgrímssonar og Fjöln-
ismanna. Enn fremur
flytja þau Bára Gríms-
dóttir og Chris Forster
tvísöngsstemmu og
kynna leik skólapilta.
Boðið verður upp á kaffiveiting-
ar og safnað skráningum í áhuga-
hóp um Bessastaðaskóla, en í fram-
tíðinni er ætlunin að minnast
skólahaldsins ár hvert á hefðbundn-
um skólasetningardegi hans, 1. okt-
óber, og safna saman til útgáfu efni
sem tengist honum. - pbb
Bessastaðaskóla
minnst í dag
FRÆGASTI NEMANDI
BESSASTAÐASKÓLA
Kl. 15.30
Rithöfundurinn Þórdís
Björnsdóttir les upp úr
nýútkominni skáldsögu
sinni Saga af bláu sumri á
opnun listsýningarinnar
Meter á Korpúlfsstöðum í
dag kl. 15.30.
Sýningin Falinn fjársjóður
verður opnuð á Kjarvalsstöðum
á sunnudag kl. 14. Á sýningunni
má sjá verk sem Landsbankinn
festi kaup á í tilefni af 120 ára
afmæli sínu í fyrra. Sýningin
býður upp á mörg merkileg
verk úr íslenskri listasögu, en
fárra er væntanlega beðið með
jafn mikilli eftirvæntingu og
verksins Hvítasunnudagur eftir
Jóhannes S. Kjarval sem hann
málaði á árunum 1917-1919.
Verkið Hvítasunnudagur kom
í leitirnar í febrúar á þessu ári
og fékk fundurinn gríðarlega
umfjöllun í íslenskum fjölmiðl-
um enda um að ræða einstakt
verk eftir Kjarval sem hafði
verið leitað lengi. Kjarval málaði Hvítasunnudag
þegar hann hafði nýlokið listnámi við Konunglegu
dönsku listakademíuna árið 1917, en verkið er í
kúbískum stíl og skipar mikilvægan sess í sögu
listar Kjarvals. Verkið var selt á uppboði síðar á
árinu en þar sem leynd hvíldi yfir kaupanda þess gat
þjóðin ekki annað en vonað að
verkið hefði ratað til Íslands.
Landsbankinn reyndist vera
kaupandinn og hefur þar með
lagt sitt af mörkum til þess að
varðveita þennan mikilvæga
hluta menningararfs þjóðarinn-
ar. Bankinn bauð Listasafni
Reykjavíkur að taka verkið til
sýningar almenningi í húsa-
kynnum sínum og þótti að
sjálfsögðu við hæfi að verkið
yrði sýnt á Kjarvalsstöðum þar
sem byggingin er tileinkuð
sjálfum listamanninum.
Á sýningunni má jafnframt
sjá kolateikningar eftir Kjarval
sem fundust á háalofti gamla
Stýrimannaskólans í Reykjavík
árið 1994 og verk eftir listamenn á borð við Finn
Jónsson, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving,
Þorvald Skúlason og Nínu Tryggvadóttur.
Sýningarstjórinn Aðalsteinn Ingólfsson verður
með leiðsögn um sýninguna kl. 16 á opnunardaginn.
- vþ
Falinn fjársjóður afhjúpaður
> Ekki missa af …
Myndlistarsýningunni „Maðurinn
er alltaf egg“ sem stendur nú yfir
í Galleríi Dvergi, Grundarstíg 21.
Á sýningunni er blandað saman
hljóð- og myndbandsverkum
listamannanna Frímanns Kjerúlf,
Gunnars Theodórs Eggertssonar,
Helgu Bjargar Gylfadóttur og
Rakelar Jónsdóttur. Sýningunni
lýkur á morgun og því fer hver
að verða síðastur að berja hana
augum. Gallerí Dvergur er opið
frá 17-20 í dag og á morgun.
Rithöfundurinn Doris Lessing, sem
hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár,
getur ekki ferðast til Stokkhólms til að
taka við verðlaununum vegna eymsla
í baki.
Læknar hafa ráðið Lessing að hafa
hægt um sig og forðast ferðalög. Af
þeirri ástæðu verða henni afhent
verðlaunin við litla athöfn í heimaborg
hennar, London.
Nóbelsverðlaun fyrir greinarnar
bókmenntir, efnafræði, eðlisfræði,
læknisfræði og hagfræði eru afhent við
hátíðlega athöfn í Stokkhólmi hinn 10.
desember ár hvert. Sama dag eru frið-
arverðlaun Nóbels afhent í Ósló. Dagurinn markar
dánarafmæli Alfreds Nobel, upphafsmanns verð-
launanna, en hann lést 10. desember árið 1896.
Hefð er fyrir því að vinningshafar haldi erindi
í Stokkhólmi áður en þeir fá verðlaunin afhent.
Stefnt er að því að taka erindi Lessing
upp á myndband og sýna við athöfn
í Stokkhólmi áður en sjálf verðlauna-
hátíðin fer fram.
Lessing er þriðji handhafi bók-
menntaverðlaunanna á aðeins fjórum
árum sem ekki getur verið viðstaddur
verðlaunaafhendinguna. Árið 2005
þurfti Harold Pinter að taka við verð-
laununum í Bretlandi þar sem hann gat
ekki ferðast af heilsufarsástæðum. Árið
2004 afþakkaði Austurríkismaðurinn
Elfriede Jelinek boðið á hátíðina þar
sem hún sagðist ekki vera í nægilega
góðu andlegu jafnvægi til að þola svo
mikla viðhöfn.
Aðeins einn handhafi verðlaunanna hefur
afþakkað þau með öllu, en það var franski heim-
spekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre
sem var útnefndur vinningshafi árið 1964. - vþ
Lessing fer ekki til Svíþjóðar
HVÍTASUNNUDAGUR Verkið kemur loks fyrir
sjónir almennings á sunnudag.
DORIS LESSING
Doris er of bakveik
til að ferðast.
Aðventusýningin
Leitin að jólunum
Eftir Þorvald Þorsteinsson með tónlist eftir Árna Egilsson
Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson
Barnasýning ársins 2006
Í dag 1/12 kl. 13.00 og 14.30 uppselt
2/12 kl. 11 uppselt
8/12 kl. 13.30 og 14.30 uppselt
9/12 kl. 11 uppselt
15/12 kl. 13.30 og 14.30 örfá sæti laus
16/12 kl. 13.30 og 14.30 uppselt
22/12 kl. 13.30 og 14.30 örfá sæti laus
23/12 kl. 13.30 og 14.30
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is