Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 108

Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 108
 1. desember 2007 LAUGARDAGUR Átjándu tónleikarnir í árlegri tónleikaröð Tríós Reykjavíkur, Klassík við kertaljós, fara fram annað kvöld kl. 20 í listasafninu Hafnarborg í Hafnarfirði. Sérstök stemning skapast iðulega á þessum tónleikum tríósins þar sem boðið er upp á fagra tónlist við kertaljós í svartasta skammdeginu. Með efnisskránni reynir tríóið að veita birtu og yl til áhorfenda og verður engin breyting á því þetta árið. Tónleikarnir annað kvöld eru helgaðir minningu rússneska selló- snillingsins og hljómsveitarstjórans Mstislav Rostropovits sem lést í apríl síðastliðnum áttræður að aldri. Rostropovits var óumdeilanlega einn allra merkilegasti tónlistar- flytjandi sögunnar og áhrifa hans gætti langt út fyrir svið tónlistar. „Hann var sannarlega stórkost- legur tónlistarmaður og var jafnvíg- ur á sellóleik og hljómsveitarstjórn- un, sem ekki er öllum fært. Hann hafði einstaka lífsorku og það er hreinlega með ólíkindum hvað hann komst yfir að afreka á ævinni. Þegar horft er yfir lífshlaup hans er lík- legt að afköst hans á tónlistarsvið- inu séu á við þrjá meðalmenn og því er ekki síður merkilegt að hugsa til þess að hann lét ekki einungis til sín taka á tónlistarsviðinu. Hann lét þjóðfélagsmál sig varða og lenti upp á kant við sovésk stjórnvöld á átt- unda áratugnum fyrir að halda verndarhendi yfir rithöfundinum Alexander Solzhenitsyn. Fór svo að lokum að hann þurfti að hverfa frá heimalandi sínu og sneri ekki þang- að aftur fyrr en áratugum seinna,“ segir Gunnar Kvaran, sellóleikari og meðlimur í Tríói Reykjavíkur. Rostropovits kom tvisvar til Íslands; í fyrra skiptið á sjötta ára- tugnum og í seinna skiptið á áttunda áratugnum. Í fyrra skiptið lék hann meðal annars á tónleikum með Páli Ísólfssyni. Gunnar sá Rostropovits leika á tónleikum í London á sjöunda áratugnum og víkur sú reynsla honum aldrei úr minni. „Ég sá hann koma fram á tónleikum í Royal Festival Hall árið 1965. Tónleikarnir voru algerlega magnaðir og höfðu mikil áhrif á mig. Þegar Rostropov- its lést í apríl síðastliðnum þótti mér það sjálfsagt að heiðra minningu hans á einhvern hátt. Við tríóið sett- um því saman efnisskrána sem við flytjum annað kvöld honum til heið- urs.“ Ásamt Gunnari kemur fram píanóleikarinn Peter Maté. Athygli vekur að aðeins tveir þriðju hlutar tríósins koma fram á tónleikunum, en þriðj- ungurinn sem enn er ótalinn, fiðlu- leikarinn Guðný Guðmundsdóttir, er vant við látinn annað kvöld. Efn- isskráin miðast því við verk fyrir selló og píanó, en flutt verða sónata op. 38 eftir Brahms, Vocalise eftir Rachmaninoff og sónata op. 40 eftir Sjostakovits. Það svífur því viðeig- andi rússnesk stemning yfir vötn- um á þessum átjándu kertaljósatón- leikum Tríós Reykjavíkur. vigdis@frettabladid.is Minning snillings heiðruð PETER MÁTÉ OG GUNNAR KVARAN Tveir þriðju hlutar Tríós Reykjavíkur halda tónleika annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MSTISLAV ROSTROPOVITS Hann var einn mesti flytjandi allra tíma. Sniglaball - styrkjum langveik börn! Okkar árlega styrktarball verður haldið í kvöld 1. des í Skipholti 70 - húsið opnar kl. 20:00. Happdrætti, pakkuppboð og hljómsveit spilar fyrir dansi. mætum öll og stykjum gott málefni. Allir velkomnir!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.