Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 108
1. desember 2007 LAUGARDAGUR
Átjándu tónleikarnir í
árlegri tónleikaröð Tríós
Reykjavíkur, Klassík við
kertaljós, fara fram annað
kvöld kl. 20 í listasafninu
Hafnarborg í Hafnarfirði.
Sérstök stemning skapast iðulega á
þessum tónleikum tríósins þar sem
boðið er upp á fagra tónlist við
kertaljós í svartasta skammdeginu.
Með efnisskránni reynir tríóið að
veita birtu og yl til áhorfenda og
verður engin breyting á því þetta
árið. Tónleikarnir annað kvöld eru
helgaðir minningu rússneska selló-
snillingsins og hljómsveitarstjórans
Mstislav Rostropovits sem lést í
apríl síðastliðnum áttræður að aldri.
Rostropovits var óumdeilanlega
einn allra merkilegasti tónlistar-
flytjandi sögunnar og áhrifa hans
gætti langt út fyrir svið tónlistar.
„Hann var sannarlega stórkost-
legur tónlistarmaður og var jafnvíg-
ur á sellóleik og hljómsveitarstjórn-
un, sem ekki er öllum fært. Hann
hafði einstaka lífsorku og það er
hreinlega með ólíkindum hvað hann
komst yfir að afreka á ævinni. Þegar
horft er yfir lífshlaup hans er lík-
legt að afköst hans á tónlistarsvið-
inu séu á við þrjá meðalmenn og því
er ekki síður merkilegt að hugsa til
þess að hann lét ekki einungis til sín
taka á tónlistarsviðinu. Hann lét
þjóðfélagsmál sig varða og lenti upp
á kant við sovésk stjórnvöld á átt-
unda áratugnum fyrir að halda
verndarhendi yfir rithöfundinum
Alexander Solzhenitsyn. Fór svo að
lokum að hann þurfti að hverfa frá
heimalandi sínu og sneri ekki þang-
að aftur fyrr en áratugum seinna,“
segir Gunnar Kvaran, sellóleikari
og meðlimur í Tríói Reykjavíkur.
Rostropovits kom tvisvar til
Íslands; í fyrra skiptið á sjötta ára-
tugnum og í seinna skiptið á áttunda
áratugnum. Í fyrra skiptið lék hann
meðal annars á tónleikum með Páli
Ísólfssyni. Gunnar sá Rostropovits
leika á tónleikum í London á sjöunda
áratugnum og víkur sú reynsla
honum aldrei úr minni. „Ég sá hann
koma fram á tónleikum í Royal
Festival Hall árið 1965. Tónleikarnir
voru algerlega magnaðir og höfðu
mikil áhrif á mig. Þegar Rostropov-
its lést í apríl síðastliðnum þótti mér
það sjálfsagt að heiðra minningu
hans á einhvern hátt. Við tríóið sett-
um því saman efnisskrána sem við
flytjum annað kvöld honum til heið-
urs.“
Ásamt Gunnari kemur fram
píanóleikarinn Peter Maté.
Athygli vekur að aðeins tveir
þriðju hlutar tríósins koma
fram á tónleikunum, en þriðj-
ungurinn sem enn er ótalinn, fiðlu-
leikarinn Guðný Guðmundsdóttir,
er vant við látinn annað kvöld. Efn-
isskráin miðast því við verk fyrir
selló og píanó, en flutt verða sónata
op. 38 eftir Brahms, Vocalise eftir
Rachmaninoff og sónata op. 40 eftir
Sjostakovits. Það svífur því viðeig-
andi rússnesk stemning yfir vötn-
um á þessum átjándu kertaljósatón-
leikum Tríós Reykjavíkur.
vigdis@frettabladid.is
Minning snillings heiðruð
PETER MÁTÉ OG GUNNAR KVARAN Tveir þriðju hlutar Tríós Reykjavíkur halda tónleika
annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MSTISLAV ROSTROPOVITS Hann var einn mesti
flytjandi allra tíma.
Sniglaball - styrkjum langveik börn!
Okkar árlega styrktarball verður haldið í kvöld
1. des í Skipholti 70 - húsið opnar kl. 20:00.
Happdrætti, pakkuppboð og
hljómsveit spilar fyrir dansi.
mætum öll og stykjum gott málefni.
Allir velkomnir!