Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 118

Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 118
82 1. desember 2007 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Hinn tvítugi Sigurbergur Sveinsson hefur leikið vel í vetur með toppliði Hauka í N1 deild karla í handbolta. Sigurbergur var fyrir vikið valinn í landsliðshóp Alfreðs Gísla- sonar sem lék nýverið tvo æfingaleiki gegn Ungverjalandi. „Það var frábært að fá tækifæri til þess að spila með landsliðinu og finna svona smjörþefinn af þessu öllu. Þessi reynsla var klárlega eitthvað sem eflir mann til þess að leggja enn harðar að sér við æfingar,“ sagði Sigurbergur og kvaðst ánægður með sína eigin spilamennsku og Haukaliðsins í heild í N1 deildinni. „Á persónulegum nótum er ég ágætlega sáttur með spilamennsku mína á tímabilinu en lykillinn að fínni byrjun bæði hjá mér og Haukaliðinu er sterk liðsheild. Leikmennirnir eru að vinna vel saman og það auðveldar hlutina til muna,“ sagði Sigurbergur og hrós- aði Aroni Kristjánssyni þjálfara liðsins. „Aron kom strax með nýjar áherslur inn í liðið þegar hann tók við því síðasta vor og hefur náð að skapa góða stemningu og liðsheild. Þrátt fyrir að tímabilið í fyrra hafi verið mikil vonbrigði þá voru markmiðin skýr með þetta tímabil og við stefnd- um á að berjast við toppinn.“ Haukar eru stórlið í handboltan- um og það er alltaf stefnt hátt á þeim bænum og tímabilið í ár er þar engin undan- tekning. Sigurbergur þykir einnig liðtækur kylfingur og keppti ekki alls fyrir löngu í keppni um högglengsta kylfing landsins. „Ásamt því að vera í handboltanum þá var ég mikið í golfinu á mínum yngri árum og var kominn í unglingalands- liðið, en svo kom að því að velja á milli og þá tók ég handbolt- ann fram yfir. Ég keppi samt annað slagið í golfi og um daginn tók ég þátt í keppni í högglengd á móti sem kallast kylfingur landsins. Ég náði að bomba kúlunni ágætlega og lenti í þriðja sæti, en þar sem pabbi minn týndi skorkortinu þá fékk ég víst ekki verðlaunapening í þetta skiptið,“ sagði Sigurberg- ur á léttum nótum. SIGURBERGUR SVEINSSON, HAUKUM: ÁKVAÐ Á SÍNUM TÍMA AÐ VELJA HANDBOLTANN FRAM YFIR GOLFIÐ Skotfastur í handbolta og högglangur í golfinu HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í handbolta vann annan risa- sigur í röð í undankeppni EM en undanriðill Íslands fer fram í Lit- háen. Stelpurnar fylgdu eftir 17 marka sigri á Ísrael með því að vinna þrettán marka sigur á Grikklandi, 40-27. Framundan er því úrslitaleikur um þriðja sætið og sæti í næstu umferð gegn Bosníu í dag. Berglind Íris Hans- dóttir átti frábæran leik í íslenska markinu í leiknum á móti Grikkj- um en hún varði 24 skot á 42 mín- útum og skoraði að auki eitt mark. Íslenska liðið lenti undir í byrj- un en tók síðan öll völd á vellin- um. Íslensku stelpurnar voru 18-9 yfir í hálfleik og náðu mest fimmt- án marka forystu í seinni hálf- leik. „Þetta er með betri leikjum sem stelpurnar hafa spilað í vetur,“ sagði Júlíus Jónasson landsliðs- þjálfari sem var mjög ánægður með sínar stelpur eftir leikinn. „Liðið spilaði vörnina mjög vel en við spiluðum 5 + 1 vörn á einn leikmanninn hjá Grikkjum og við fengum mikið af hraðaupphlaup- um,“ sagði Júlíus. „Þetta gekk eiginlega eftir eins og við lögðum þetta upp. Ég náði að rúlla á öllu liðinu í seinni hálf- leik sem ætti að reynast gott vega- nesti fyrir næstu leiki,“ sagði Júlí- us en Ísland mætir Bosníu í dag og Hvíta-Rússlandi á sunnudaginn. Júlíus var sérstaklega ánægður með vörnina og markvörsluna en markverðirnir vörðu samtals 32 bolta. Berglind tók 24 og Íris Björk Símonardóttir varði 8 á þeim 18 mínútum sem hún spilaði. Leikurinn í gær mátti alls ekki tapast. „Við hefðum spilað okkur út úr þessu móti ef við hefðum ekki unnið þennan leik á móti Grikkjum. Litháen og Hvíta-Rúss- land eru með sterkustu liðin en við erum að berjast um þriðja sætið við Bosníu og því verður þetta bara hreinn úrslitaleikur við Bosníu á morgun [í dag]. Þetta er bara úrslitaleikur um hvort við náum að tryggja okkur áfram,“ segir Júlíus en leikurinn við Bosn- íu hefst klukkan 13.00 að íslensk- um tíma. - óój Frábær frammistaða í gær Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið tvo síðustu leiki með 30 marka mun en stelpurnar spila úrslitaleik um sæti í næstu umferð við Bosníu í dag. MÖGNUÐ Í MARKINU Berglind Íris Hansdóttir varði frábærlega gegn Grikkjum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Finnski bakvörður- inn Roni Leimu er kominn aftur til landsins og hefur gert samn- ing við Hamar í Iceland Express deild karla. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Hamarsliðið sem er sem stendur í neðsta sæti deildarinn- ar með aðeins einn sigur í átta leikjum. Leimu mun spila sinn fyrsta leik á sunnudagskvöldið þegar Hamar tekur á móti Íslandsmeisturum KR í Hvera- gerði. Leimu er búinn að fá sig lausan frá Finnlandi og er komin með leikheimild. Ágúst Björgvinsson er nýtek- inn við Hamarsliðinu og hann fagnar því að fá Finnann til Hveragerðis. „Ég er mjög ánægður með að fá Roni í Hamar. Hann er leik- maður sem ég þekki mjög vel og fylgdist vel með honum þegar hann spilaði með Haukum í fyrra. Ég þekki hann bæði vel sem leikmann og sem persónu,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálf- ari Hamars sem fær Roni til þess að fylla skarðið sem Raed Mostafa skildi eftir sig. Mostafa var með 12 stig og 4 fráköst að meðaltali í leik en þegar Leimu lék með Haukum í fyrra þá skor- aði hann 19,6 stig og gaf 3,7 stoð- sendingar að meðaltali í leik. „Roni er leikmaður sem getur skorað mikið og getur búið til hluti fyrir sjálfan sig og aðra. Hann gerir sitt lítið af öllu og er búinn að sýna það á æfingum að hann er mjög góður skotmaður. Hann sýndi það líka með Hauk- um að hann getur farið mjög sterkt á körfuna, segir Ágúst um nýja leikmanninn sem tók 129 víti með Haukum í fyrra en aðeins tveir leikmenn í deildinni tóku fleiri víti. „Hann þrífst líka vel í hröðum leik og ég er er hægt og bítandi að reyna að auka hraðann á okkur og Roni getur hjálpað okkur í því,“ segir Ágúst. Ágúst segir samband sitt við Roni hafa mikið að segja um að hann komi í Hamar. „Ég er búinn að vera lengi í sambandi við Roni. Hann var látinn fara frá liðinu sínu í Finn- landi eftir deilur við þjálfarann. Samingurinn sem hann var með þar var óuppsegjanlegur og því gátum við fengið hann á góðu verði þar sem að hann fær enn borguð laun frá liðinu úti í Finn- landi,“ segir Ágúst og peninga- mál Finnans skiptu Hvergerð- inga miklu máli. „Það hentaði okkur mjög vel því þetta er ekki ódýr leikmaður sem við erum að fá á mjög góðum kjörum,“ segir Ágúst en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins þá voru fleiri íslensk lið á eftir þessum snjalla Finna en hann valdi það frekar að spila fyrir Ágúst en að stökkva á betri samning hjá öðrum félagi. Hamarsliðið hefur tapað síð- ustu fimm deildarleikjum sínum og er sem stendur í neðsta sæti Iceland Express-deildarinnar. - óój Botnlið Iceland Express-deildarinnar hefur fengið mikinn liðstyrk frá Finnlandi: Roni vildi spila fyrir Ágúst STERKUR LEIKMAÐUR Roni Leimu lék vel með Haukum síðasta vetur. Hér er hann í leik gegn ÍR-ingum í Seljaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Fleiri útlendingar á leiðinni Liðin í Iceland Express deildinni í körfubolta hafa verið dugleg að fá til sín og senda heima erlenda leikmenn í vetur og það virðist ekki ætla að verða lát á því. Hamarsmenn voru að styrkja sig í gær, Stjarnan og ÍR eru nýbúin að skipta um Kana í annað skiptið í vetur og ÍR-ingar eru auk þess að leita sér að stór- um bosman-manni alveg eins og Tinda- stólsmenn. Nýjasta fréttin kemur síðan úr Borgarnesi en samkvæmt heimildum Fréttblaðsins þá eru Skallagrímsmenn að leita að fjórða erlenda leikmannin- um til að bregðast við þeim meiðslum sem liðið glímir við. Einn þeirra sem er meiddur hjá liðinu er Axel Kárason. FÓTBOLTI Roy Hodgson hefur sagt starfi sínu sem landsliðsþjálfari Finna lausu í kjölfar þess að Finnum mistókst að vinna sér sæti í lokakeppni EM. Undir stjórn Hodgson komu Finnar geysilega á óvart og voru hársbreidd frá því að komast inn á EM. Þegar er byrjað að orða Hodgson við landsliðsþjálfara- stöðurnar hjá Englandi, Skotlandi og Írlandi. Hodgson á glæstan feril að baki en hann kom Sviss á HM 1994 og hefur þess utan þjálfað Inter, Udinese og Blackburn. Hann hefur verið óhræddur við að prófa eitthvað framandi á sínum ferli. - hbg Breytingar hjá Finnum: Hodgson hætt- ur með Finna ROY HODGSON Hvað gerir hann næst? NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Framarar skrifuðu í gær undir tveggja ára samning við skoska miðjumanninn Paul McShane sem hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin ár við góðan orðstír. McShane var samningslaus og kostar Fram því ekki krónu. Grindvíkingar vildu ólmir halda Skotanum en hann ákvað að söðla um og semja við Fram. Brotthvarf hans er mikið áfall fyrir Grindavík enda McShane verið einn af burðarásum liðsins. Grindavík er þar með búið að missa tvo lykilleikmenn á skömm- um tíma en Óli Stefán Flóvents- son samdi við Fjölni á dögunum. Það er ljóst að Grindvíkingar munu leita út fyrir landsteinana að arftaka þessara manna en eins og fram kom hér á dögunum stefna Grindvíkingar á að bæta við sig fjórum til fimm mönnum fyrir næsta sumar. - hbg Skotinn Paul McShane: Frá Grindavík til Fram GÓÐUR Í SUMAR Paul McShane lék vel með Grindavík í 1. deildinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR Milljón lög Gríptu augnablikið og lifðu núna Ótrúlegt úrval íslenskra og erlendra laga sem þú getur halað niður í símann þinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.