Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2007, Qupperneq 126

Fréttablaðið - 01.12.2007, Qupperneq 126
90 1. desember 2007 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. rúma 6. hljóm 8. röð 9. draup 11. tveir eins 12. mont 14. kenna 16. átt 17. landspilda 18. tæfa 20. skóli 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. fita 3. bogi 4. blóm 5. kraftur 7. naggrís 10. í hálsi 13. bæli 15. megin 16. arinn 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. hýsa, 6. óm, 8. róf, 9. lak, 11. ll, 12. grobb, 14. skóla, 16. sv, 17. lóð, 18. tík, 20. ma, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. tólg, 3. ýr, 4. sólblóm, 5. afl, 7. marsvín, 10. kok, 13. ból, 15. aðal, 16. stó, 19. ká. „Pólverjar eru stærsti hópur inn- flytjenda á Íslandi. Mér fannst bara sjálfsagt að leggja mitt af mörkum til að bjóða þá velkomna og leyfa þeim að vera með,“ segir Jón Gúst- afsson kvikmyndagerðarmaður en hin margverðlaunaða heimildar- mynd hans Reiði guðanna kom út á DVD á fimmtudag. Hægt er að velja um enskan, íslenskan eða pólskan texta. „Myndin sýnir ekki þessa venjulegu póstkortaímynd af Íslandi heldur sýnir hún landið í verstu stormunum sem hér verða. Þeir geta þá farið með myndina til Pól- lands um jólin eða gefið ættingjum sínum til þess að gera þeim grein fyrir því í hvers konar vindrassgati þeir búa,“ segir Jón og hlær en eins og margir vita fjallar myndin um þær raunir sem kvikmyndalið Bjólfskviðu rataði í þegar tökur á myndinni fóru fram hér á landi – ekki síst baráttu þeirra við veðurguðina. Jón segist ekki vita til þess að íslenskar myndir hafi áður komið út með pólskum texta. „Meðfram- leiðandi myndarinnar, Karolina Lewicka, er hálfpólsk og það var því hægur leikur að fá hana til að snara textanum yfir á pólsku.“ Myndin var sýnd í Sjón- varpinu fyrir skemmstu en Jón telur það ekki koma að sök við sölu myndarinnar. „Hér er stöðugur straumur ferðamanna í gegn. Þeir sem eru þegar búnir að kaupa „bjútímyndböndin“ af Íslandi gætu vel haft áhuga á því að kaupa svona mynd. Svo er þetta tilvalin jólagjöf handa erlendum vinum og Íslend- ingum í útlöndum. Auk þess verður myndin auglýst sem jólagjöf drukkna hestamannsins,“ segir Jón og hlær. - sók Reiði guðanna með pólskum texta REIÐI GUÐANNA Á DVD Jón Gústafsson býður innflytjendur velkomna og setti pólskan texta á Reiði guðanna. „Ég er bara kominn aftur á klak- ann,“ segir Kristján Jóhannsson, óperusöngvari með meiru, en hann hefur verið meira eða minna á Ítalíu undanfarin ár þar sem hann hefur verið að kenna og syngja. Tenórinn skildi hins vegar kenn- araprikið ekki eftir heima heldur ætlar að kenna gömlum og nýjum nemendum öll trixin í bókinni í Bústaðakirkju næstu daga. „Frændi minn, séra Pálmi Matthí- asson, var svo góður að láta okkur í té afdrep í safnaðarheimili Bústaðakirkju og þar verð ég næstu daga,“ segir Kristján en nokkrir nemendur hans frá Ítalíu eru fluttir heim og eru þegar farn- ir að láta mikið að sér kveða í óperuheiminum. Þeir eru meðal annars áberandi í uppfærslum Íslensku óperunnar. Kristján hyggst vera með kennslu fram til 16. desember en síðan tekur við smá óvissa. Hann er nefnilega ekki búinn að gera það upp við sig hvort hann haldi til Ítalíu og haldi jólin hátíðlega þar eða fái fjölskylduna alla heim til Íslands. „Ég held nú að síðari kost- urinn verði ofan á og að við höldum jólin hérna. Verðum þá í Reykjavík yfir jólin en förum norður yfir ára- mótin,“ segir Kristján en þetta yrði þá í fyrsta skipti í fjögur eða fimm ár sem Kristján og fjölskyldan yrðu hér yfir hátíðirnar. Kristján fylgist vel með nem- endum sínum og fór á tónleika í Langholtskirkju þar sem Beet- hoven-messan í C-dúr var flutt og þar sýndu nokkrir lærlingar hans listir sínar. „Ég verð að viður- kenna að það féllu nokkur tár þegar ég heyrði þau syngja og mér leið bara eins og pabba þeirra,“ segir Kristján sem útilok- ar ekki að hann muni sjálfur þenja raddböndin þótt ekkert slíkt hafi verið skipulagt. Aðspurður hvort hann yrði ekki bara leynigestur hjá annaðhvort Bubba eða Bó sagði Kristján að maður ætti aldrei að útiloka neitt. „Við skul- um bara sjá hvursu vænt þeim þykir um mig,“ sagði Kristján af sinni alkunnu stríðni. freyrgigja@frettabladid.is KRISTJÁN JÓHANNSSON: KENNIR ÓPERUSÖNG Í BÚSTAÐAKIRKJU Kristján langar að eyða jólunum heima Í GÓÐUM HÓPI Kristján ásamt nemendum sínum, þeim Valdimar Hilmarssyni (t.h), Erlendi Elvarssyni og Jónu Fanneyju Svavarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sextíu ára aldursmunur er á söngvaranum Ragga Bjarna og Árna Þór Lárussyni sem syngja dúett á plötunni Gleðileg jól með Ragga Bjarna. „Okkur lang- aði til að hafa strák sem væri á þessum aldri til að sýna að það væri ekkert kynslóðarbil á plötunni,“ segir Raggi, sem segist ekkert hafa skipt sér af honum við upptökurnar. „Aðalfídusinn var að vera ekkert að skipta sér af. Það þurfti líka ekkert því það kom í ljós að hann er alveg frábær og syngur eins og engill.“ Raggi og Árni Þór árituðu plötuna í síðustu viku og tóku lagið fyrir gesti og gangandi við góðar undirtekt- ir. Á plötunni syngur Raggi einnig dúett með Diddú, Huldu Björk Garðarsdóttur og dúettnum Þú og ég sem er sem fyrr skipaður Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni. Gleðileg jól með Ragga Bjarna er fyrsta jólaplata hans síðan platan Þegar líða fer að jólum kom út árið 1981. Þar söng Helga einmitt með honum titillagið sem hefur allar götur síðan yljað fólki um hjartarætur í jólaösinni. Á nýju plötunni, sem er sú fjórða frá Ragga á þrem- ur árum, eru þrettán glæný jólalög, ellefu eftir Gunn- ar Þórðarson og tvö eftir Ragga sjálfan. Textarnir eru eftir kunna kappa á borð við Kristján Hreinsson, Hjálmar Jónsson, Ómar Ragnarsson og Þorstein Egg- ertsson. „Við ákváðum að taka sénsinn og gera plötu með alveg nýrri íslenskri músík,“ segir Raggi, alveg í skýjunum yfir árangrinum. - fb Sextíu ár milli Ragga Bjarna og Árna ÓVENJULEGUR DÚETT Sextíu ára aldursmunur er á Ragga Bjarna og Árna Þór Lárussyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR STURLA GUNNARSSON Leikstjóri Bjólfskviðu rataði í ýmsar ógöngur við gerð myndarinnar og um það fjallar Reiði guðanna. Eins og kemur fram hér framar í blaðinu er Jóhanna Vala Jónsdóttir, fegurðardrottning Íslands, nú í Kína þar sem hún reynir að koma með kórónuna aftur heim eftir tveggja ára fjarveru. Heimasíða keppninnar, missworld.com, er nokkuð fróðleg en þar má nálgast upplýsingar um hvað hinar og þessar fegurðar- drottningar aðhafast núna. Merkilegt nokk ratast vefnum nokkuð satt á munn hvað íslensku stúlkurnar varðar en þannig er Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sögð vera stjarna á Íslandi og að hún hljóti svipaða athygli og rokk- og íþróttastjörnur. Og aðeins meira af fegurðardrottn- ingum og íþróttastjörnum því eins og komið hefur fram í fjölmiðlum gekk landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson á dögunum að eiga unnustu sína, Manúelu Ósk Harðardóttur, eftir þriggja mánaða samband. Brúð- kaupið hefur fengið mikla athygli í Hollandi þar sem Grétar leikur með AZ Alkmar og hefur einn gesturinn meðal annars sett inn hugljúfa og hjart- næma mynda- syrpu úr brúð- kaupinu. Ef marka má myndirnar verður ekki annað séð en að ástin blómstri milli hinna nýgiftu. Og strákasveitin Luxor virðist eiga sér dyggan aðdáendahóp sem lætur sér fátt um finnast þótt fyrsta platan hafi fengið fremur slæma dóma. Því nú er nefnilega komið í ljós að fyrsta upplagið af plötunni er uppselt hjá útgefanda. Einar Bárðarson hefur verið ansi brattur með kynningarherferð sína á strákunum og virðist enn og aftur hafa gert sér grein fyrir því hvað þjóð- ina vantaði í geislaspilar- ann sinn. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Sigurður Ingi- mundarson Aldur: 41 árs Fjölskylda: Giftur Halldísi Jónsdóttur. Á þrjú börn, tvo stráka og eina stúlku. Foreldrar: Steinunn Snjólfsdóttir, húsmóðir, og Ingimundur Jónsson. Búseta: Í Reykjanesbæ. Stjörnumerki: Tvíburi. Sigurður er þjálfari Keflavíkur og íslenska landsliðsins. Hann var í gær valinn besti þjálfari umferða 1-8 í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Fæst í Bónus Kisu nammi (harðfisktöflur) Kisu bitafiskur Íslensk framleiðsla úr úrvals hráefni. Góður kisi á gott skilið Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.