Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 8
14. desember 2007 FÖSTUDAGUR
OSTABÚÐIN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
Delicatessen
Taktu þátt í
sælkeraleik
á netinu
www.ostabudin.is
Osta- og
Sælkerakörfur
Erum að taka við
pöntunum fyrir
jólin í síma
5622772
Gleðilega hátíð
www.ostabudin.isAseta ehf
Tunguháls 17
110 Reykjavík
sími: 533 1600
aseta@aseta.is
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
-
9
0
7
1
4
7
5
Gíraffinn
10 ára!
Einstakt afmælistilboð
Í tilefni af því að 10 ár eru liðin síðan Flex hóf
framleiðslu á „gíraffa“ fyrir sandpappír, til að
slípa sparsl á veggjum og í lofti, verða gíraffa-
vörur á sérstöku tilboðsverði til 14. desember.
Með öllum Flex-gíröffum sem keyptir eru fram
til 14. des., gefum við 1400W gripmattara,
1200W grip-hjámiðjuslípara, gíraffatösku og
gíraffahúfu frá Flex.
Gildir meðan birgðir endast!
BALÍ, AP Er lokastundir tveggja
vikna loftslagsráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna á Balí í Indónesíu
nálguðust í gær hótuðu fulltrúar
Evrópuríkja að sniðganga viðræð-
ur sem bandarísk stjórnvöld boða
til um loftslagsmál í Washington í
næsta mánuði, nema Bandaríkja-
stjórn fallist á þátttöku í alþjóðlegu
samkomulagi þar sem sett eru tölu-
leg markmið um að draga verulega
úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Al Gore, fyrrverandi varaforseti
Bandaríkjanna, sem kom til Balí
beint frá því að taka við friðarverð-
launum Nóbels í Ósló fyrir þátt
sinn í að vekja heimsathygli á
hættum loftslagsbreytinganna,
tjáði ráðstefnufulltrúum í gær að
land sitt bæri „höfuðábyrgð“ á því
að minna miðaði en skyldi í sam-
komulagsátt. Hann ráðlagði full-
trúunum þó að reiðast ekki, heldur
sýna þolinmæði þar sem ganga
mætti út frá því að stefna Banda-
ríkjastjórnar breyttist eftir for-
setakosningarnar að ári.
Fulltrúar Bandaríkjanna, Jap-
ans, Rússlands og fleiri ríkja neita
að sættast á að í drögum að loka-
ályktun ráðstefnunnar sé kveðið á
um að iðnríki skuli skuldbinda sig
til að draga úr heildarlosun gróður-
húsalofttegunda fram til ársins
2020 um 25 til 40 prósent. Að bók-
færa slík töluleg markmið á þessu
stigi kann að mati þessara ríkja að
setja óþarflegar hömlur á þær
samingaviðræður sem fram undan
eru. - aa
STOLTENBERG Í PONTU Norski forsætis-
ráðherrann talaði ásamt fleiri evrópsk-
um ráðamönnum á Balí fyrir bindandi
losunarmarkmiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Tveggja vikna loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí lýkur í dag:
Sótt að Bandaríkjastjórn
MENNTAMÁL Innan fárra ára getur
skapast kreppuástand í fram-
haldsskólum landsins vegna
kennaraskorts. Ástæðan liggur í
háum meðalaldri stéttarinnar,
sem þýðir að stór hluti starfandi
framhaldsskólakennara mun
fara á eftirlaun á nokkurra ára
tímabili. Félag
framhaldsskóla-
kennara segir að
kreppa geti
myndast því skól-
arnir geti ekki
keppt við atvinnu-
lífið um vel
menntað fólk á
meðan mun betri
laun bjóðist utan
þeirra.
Aðalheiður
Steingrímsdóttir,
formaður Félags framhalds-
skólakennara, segir að kennara-
forystan hafi haft áhyggjur af
síhækkandi meðalaldri kennara í
framhaldsskólum um langt ára-
bil. „Mjög stór hluti stéttarinnar
er kominn á seinni hluta starfs-
ævinnar og nýliðunin er mjög
lítil. Unga fólkið er mjög fámenn-
ur hópur. Við höfum rætt það við
stjórnvöld að bregðast við áður
en það verður of seint.“
Þegar aldursdreifing kennara í
framhaldsskólum er skoðuð
kemur í ljós að tæpur helmingur
kennara er yfir fimmtugu. Aðeins
sjö prósent kennara eru 31 árs og
yngri.
Einnig er athyglisvert að kenn-
arar sem komnir eru yfir sextugt
eru svipað hlutfall og þeir sem
eru yngri en 35 ára.
Aðalheiður segir að eins og
staðan sé í dag séu laun fram-
haldsskólakennara engan veginn
samkeppnishæf við það sem ger-
ist annars staðar á opinberum
vinnumarkaði. Þegar horft sé á
laun innan Bandalags háskóla-
manna sé ljóst að ungt fólk muni
leita annað en til framhaldsskól-
anna þegar það velji sér framtíðar-
starf. „Laun kennara, og þar með
samkeppnishæfnin við atvinnu-
lífið um vel menntað ungt fólk,
mun ráða úrslitum um hvort
þessi vandi verður leystur.“
Guðmundur Árnason, ráðu-
neytisstjóri í menntamálaráðu-
neytinu, segir það blasa við að
stórir hópar kennara nái eftir-
launaaldri innan fárra ára. „En
við höfum upplýsingar frá skóla-
meisturum framhaldsskólanna
að mikill áhugi sé almennt fyrir
þeim störfum sem eru auglýst,
og meiri en á undanförnum árum.
Við getum gefið okkur að þeir
sem sækja um átti sig á hvaða
launakjör eru í boði.“ Guðmundur
segir einnig að undanþágubeiðn-
um um ráðningar réttindalausra
kennara fari fækkandi. „Það
þýðir væntanlega að verið sé að
ráða í vaxandi mæli kennara með
full réttindi til kennslustarfa í
framhaldsskólum, sem er mjög
jákvætt.“ svavar@frettabladid.is
Kennarastétt
orðin gömul
Helmingur framhaldsskólakennara er yfir fimmtugu
og þriðjungur hættir störfum fljótlega. Kennara-
forystan segir skólana ekki samkeppnisfæra. Mikill
áhugi á kennarastöðum segja yfirvöld menntamála.
AÐALHEIÐUR
STEINGRÍMS-
DÓTTIR
VIÐ STÖRF Mikill fjöldi ungra kennara var ráðinn við fjölgun framhaldsskóla fyrir
aldarfjórðungi. Þeir láta af störfum á næstu árum en svartsýni ríkir um nýliðun innan
stéttarinnar.
ALDUR KENNARA Í
FRAMHALDSSKÓLUM
Undir 31 árs 7,1%
31 til 40 ára 17,7%
41 til 50 ára 29,5%
51 til 60 ára 34,5%
61 og yfir 11,1%
HEIMILD: STARFSMANNASKRIFSTOFA
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS. MIÐAÐ VIÐ OKTÓBER
2007.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Akureyri handtók fyrr í vikunni
ungan mann. Hann reyndist vera
með um 16 grömm af ætluðu
amfetamíni í fórum sínum. Í
framhaldi af því fundust 458
steratöflur og þrjár ampúlur
heima hjá honum. Ekki var unnt
að yfirheyra manninn strax vegna
annarlegs ástands. Hann var því
vistaður í fangageymslu þar til í
gær. Hann játaði sök og málið
telst upplýst. - jss
Lögreglan á Akureyri:
Steramaður
játaði sök
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
ómerkt dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur í líkamsárásamáli.
Tveir menn og ein kona af
taílenskum uppruna voru ákærð
og dæmd fyrir tvær stórfelldar
líkamsárásir á síðasta ári. Fólkið
var dæmt í nokkurra mánaða
fangelsi, sem var skilorðsbundið.
Þinghald dróst á langinn vegna
vandamála með túlkun. Ekki þótti
sannað að framburður íslenskra
vitna hefði verið túlkaður fyrir
sakborninga. Hæstiréttur leggur
því meðal annars fyrir héraðs-
dómara að íslensku skýrslurnar
verði túlkaðar fyrir þá. - jss
Hæstiréttur ómerkir dóm:
Túlkun áfátt