Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 8
 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Delicatessen Taktu þátt í sælkeraleik á netinu www.ostabudin.is Osta- og Sælkerakörfur Erum að taka við pöntunum fyrir jólin í síma 5622772 Gleðilega hátíð www.ostabudin.isAseta ehf Tunguháls 17 110 Reykjavík sími: 533 1600 aseta@aseta.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA - 9 0 7 1 4 7 5 Gíraffinn 10 ára! Einstakt afmælistilboð Í tilefni af því að 10 ár eru liðin síðan Flex hóf framleiðslu á „gíraffa“ fyrir sandpappír, til að slípa sparsl á veggjum og í lofti, verða gíraffa- vörur á sérstöku tilboðsverði til 14. desember. Með öllum Flex-gíröffum sem keyptir eru fram til 14. des., gefum við 1400W gripmattara, 1200W grip-hjámiðjuslípara, gíraffatösku og gíraffahúfu frá Flex. Gildir meðan birgðir endast! BALÍ, AP Er lokastundir tveggja vikna loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna á Balí í Indónesíu nálguðust í gær hótuðu fulltrúar Evrópuríkja að sniðganga viðræð- ur sem bandarísk stjórnvöld boða til um loftslagsmál í Washington í næsta mánuði, nema Bandaríkja- stjórn fallist á þátttöku í alþjóðlegu samkomulagi þar sem sett eru tölu- leg markmið um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem kom til Balí beint frá því að taka við friðarverð- launum Nóbels í Ósló fyrir þátt sinn í að vekja heimsathygli á hættum loftslagsbreytinganna, tjáði ráðstefnufulltrúum í gær að land sitt bæri „höfuðábyrgð“ á því að minna miðaði en skyldi í sam- komulagsátt. Hann ráðlagði full- trúunum þó að reiðast ekki, heldur sýna þolinmæði þar sem ganga mætti út frá því að stefna Banda- ríkjastjórnar breyttist eftir for- setakosningarnar að ári. Fulltrúar Bandaríkjanna, Jap- ans, Rússlands og fleiri ríkja neita að sættast á að í drögum að loka- ályktun ráðstefnunnar sé kveðið á um að iðnríki skuli skuldbinda sig til að draga úr heildarlosun gróður- húsalofttegunda fram til ársins 2020 um 25 til 40 prósent. Að bók- færa slík töluleg markmið á þessu stigi kann að mati þessara ríkja að setja óþarflegar hömlur á þær samingaviðræður sem fram undan eru. - aa STOLTENBERG Í PONTU Norski forsætis- ráðherrann talaði ásamt fleiri evrópsk- um ráðamönnum á Balí fyrir bindandi losunarmarkmiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tveggja vikna loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí lýkur í dag: Sótt að Bandaríkjastjórn MENNTAMÁL Innan fárra ára getur skapast kreppuástand í fram- haldsskólum landsins vegna kennaraskorts. Ástæðan liggur í háum meðalaldri stéttarinnar, sem þýðir að stór hluti starfandi framhaldsskólakennara mun fara á eftirlaun á nokkurra ára tímabili. Félag framhaldsskóla- kennara segir að kreppa geti myndast því skól- arnir geti ekki keppt við atvinnu- lífið um vel menntað fólk á meðan mun betri laun bjóðist utan þeirra. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhalds- skólakennara, segir að kennara- forystan hafi haft áhyggjur af síhækkandi meðalaldri kennara í framhaldsskólum um langt ára- bil. „Mjög stór hluti stéttarinnar er kominn á seinni hluta starfs- ævinnar og nýliðunin er mjög lítil. Unga fólkið er mjög fámenn- ur hópur. Við höfum rætt það við stjórnvöld að bregðast við áður en það verður of seint.“ Þegar aldursdreifing kennara í framhaldsskólum er skoðuð kemur í ljós að tæpur helmingur kennara er yfir fimmtugu. Aðeins sjö prósent kennara eru 31 árs og yngri. Einnig er athyglisvert að kenn- arar sem komnir eru yfir sextugt eru svipað hlutfall og þeir sem eru yngri en 35 ára. Aðalheiður segir að eins og staðan sé í dag séu laun fram- haldsskólakennara engan veginn samkeppnishæf við það sem ger- ist annars staðar á opinberum vinnumarkaði. Þegar horft sé á laun innan Bandalags háskóla- manna sé ljóst að ungt fólk muni leita annað en til framhaldsskól- anna þegar það velji sér framtíðar- starf. „Laun kennara, og þar með samkeppnishæfnin við atvinnu- lífið um vel menntað ungt fólk, mun ráða úrslitum um hvort þessi vandi verður leystur.“ Guðmundur Árnason, ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu, segir það blasa við að stórir hópar kennara nái eftir- launaaldri innan fárra ára. „En við höfum upplýsingar frá skóla- meisturum framhaldsskólanna að mikill áhugi sé almennt fyrir þeim störfum sem eru auglýst, og meiri en á undanförnum árum. Við getum gefið okkur að þeir sem sækja um átti sig á hvaða launakjör eru í boði.“ Guðmundur segir einnig að undanþágubeiðn- um um ráðningar réttindalausra kennara fari fækkandi. „Það þýðir væntanlega að verið sé að ráða í vaxandi mæli kennara með full réttindi til kennslustarfa í framhaldsskólum, sem er mjög jákvætt.“ svavar@frettabladid.is Kennarastétt orðin gömul Helmingur framhaldsskólakennara er yfir fimmtugu og þriðjungur hættir störfum fljótlega. Kennara- forystan segir skólana ekki samkeppnisfæra. Mikill áhugi á kennarastöðum segja yfirvöld menntamála. AÐALHEIÐUR STEINGRÍMS- DÓTTIR VIÐ STÖRF Mikill fjöldi ungra kennara var ráðinn við fjölgun framhaldsskóla fyrir aldarfjórðungi. Þeir láta af störfum á næstu árum en svartsýni ríkir um nýliðun innan stéttarinnar. ALDUR KENNARA Í FRAMHALDSSKÓLUM Undir 31 árs 7,1% 31 til 40 ára 17,7% 41 til 50 ára 29,5% 51 til 60 ára 34,5% 61 og yfir 11,1% HEIMILD: STARFSMANNASKRIFSTOFA FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS. MIÐAÐ VIÐ OKTÓBER 2007. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akureyri handtók fyrr í vikunni ungan mann. Hann reyndist vera með um 16 grömm af ætluðu amfetamíni í fórum sínum. Í framhaldi af því fundust 458 steratöflur og þrjár ampúlur heima hjá honum. Ekki var unnt að yfirheyra manninn strax vegna annarlegs ástands. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til í gær. Hann játaði sök og málið telst upplýst. - jss Lögreglan á Akureyri: Steramaður játaði sök DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í líkamsárásamáli. Tveir menn og ein kona af taílenskum uppruna voru ákærð og dæmd fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir á síðasta ári. Fólkið var dæmt í nokkurra mánaða fangelsi, sem var skilorðsbundið. Þinghald dróst á langinn vegna vandamála með túlkun. Ekki þótti sannað að framburður íslenskra vitna hefði verið túlkaður fyrir sakborninga. Hæstiréttur leggur því meðal annars fyrir héraðs- dómara að íslensku skýrslurnar verði túlkaðar fyrir þá. - jss Hæstiréttur ómerkir dóm: Túlkun áfátt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.