Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 10
14. desember 2007 FÖSTUDAGUR
Jólaóskir
EF ÞÚ GETUR BORIÐ HANN
PAKKINN
600 KR.
VEÐUR Víða varð tjón í óveðrinu sem gekk yfir
landið vestanvert í aðfaranótt fimmtudags. Á
höfuðborgarsvæðinu fuku þakplötur, ruslatunnur
og annað lauslegt og tilkynnt var um tjón á
fjölmörgum bifreiðum. Á Reykjavíkurflugvelli
aðstoðuðu björgunarsveitarmenn við að binda
niður flugvélar og víða þurfti að aðstoða borgara
við að setja krossviðarplötur fyrir brotna glugga.
Alls óskuðu á annað hundrað borgarar eftir aðstoð
á höfuðborgarsvæðinu vegna veðursins.
Björgunarsveitir á Suðurnesjum höfðu einnig í
nógu að snúast og kerra fauk á farþegaþotu á
Keflavíkurflugvelli. Þá fauk uppsláttur að einbýl-
ishúsi við Þjórsárver í Flóa og þakplötur losnuðu
af húsi Barnaskólans á Eyrarbakka.
Á Akranesi fauk söluskúr ÍA á Jaðarsbökkum og
skömmu síðar tókst 300 fermetra skemma sem
geymd var á vinnusvæði við Vesturgötu á loft.
Talsvert tjón varð einnig í Borgarnesi, til dæmis
fauk sendiferðabíll á hliðina á Egilsgötu og rúður
brotnuðu í Sparisjóði Mýrasýslu.
Síðla nætur tók að hvessa á Vestfjörðum og þar
voru nær allar björgunarsveitir ræstar. Á hafnar-
svæðinu á Ísafirði losnuðu tengivagnar aftar úr
tveimur flutningabílum. Annar þeirra fauk um 600
metra leið og sópaði niður ljósastaur í látunum. Þá
voru björgunarsveitir sendar upp á Steingríms-
fjarðarheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest
bifreið sína í ófærð.
Þrátt fyrir veðurhaminn virðast ekki hafa orðið
slys á fólki.
Jón Trausti Guðjónsson, starfsmaður í tjónadeild
Vátryggingafélagsins, segir að margir hafi haft
samband vegna tjóna af völdum veðurs. Hann
segir ekki algengt að húseigendur séu dregnir til
ábyrgðar verði tjón af völdum þakplatna eða
annars sem fjúki af húsum þeirra. „Þegar vind-
hraði er kominn upp fyrir viðmiðunarmörk, sem
eru rúmir 28 metrar á sekúndu, er fólk ekki
bótaskylt nema skaðann sé hægt að rekja til
vanrækslu,“ segir Jón. thorgunnur@frettabladid.is
Víða mikið tjón en
engin slys á fólki
Björgunarsvetir á Suðvesturlandi og Vesturlandi sinntu meira en 300 hjálpar-
beiðnum vegna óveðurs í fyrrinótt. Bensíndælur fuku um koll, tré rifnuðu upp
með rótum og vinnuskúrar tókust á loft. Búist er við stormi aftur í dag.
Vindhraði fór víða upp fyrir fjörutíu metra á sekúndu í
óveðrinu í fyrrinótt. Mestur var vindhraðinn á Skálafelli
við Esju en þar náði mesta vindhviðan 64 metra hraða
á sekúndu. Næstmesta hviðan, 60,2 metrar á sekúndu,
mældis á sjálfvirkri veðurathugunarstöð undir Hafnar-
fjalli í Borgarfirði.
GRÍÐARHVASST Í MESTU
HVIÐUNUM
SKEMMA TÓK FLUGIÐ Á Akranesi tókst 300 fermetra stál-
grindarskemma á loft og fauk tuttugu metra uns hún lenti á
hvolfi. Á leið sinni skemmdi hún horn á annarri skemmu og
eyðilagði nýjan salernisgám sem sést fremst á myndinni. Eins
og sjá má er skemman sjálf einnig gjörónýt. MYND/SKESSUHORN
HVASST Á ÁRTÚNSHÖFÐA Þrjár bensíndælur á bensínstöð
Atlantsolíu á Ártúnshöfða gáfust upp fyrir vindinum og lögðust
á hliðina. Þær voru komnar í gagnið á ný strax og birti.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÓVEÐUR „Hún siglir ekki aftur þessi,
það er alveg ljóst,“ segir Stígur
Berg Sophusson, einn þriggja eig-
enda lystiskútunnar Lipurtáar sem
gjöreyðilagðist í óveðrinu á Ísafirði
aðfaranótt fimmtudags.
Skútan hafði nýlega verið tekin á
land og var bundin á kerru við
Sundahöfn. Þegar hafnarstarfs-
menn komu til vinnu í gærmorgun
var kerran á sínum stað en skútan
var horfin og hafði skilið kjölinn
eftir í kerrunni. Skútan sjálf fannst
ekki fyrr en birti og reyndist þá
sokkin.
„Mér sýnist á öllu að hún hafi
fokið upp og runnið um 300 metra á
stjórnborðssíðunni eftir fjörunni
uns hún hafnaði í sjónum. Þar flaut
hún um kílómetra leið áður en hún
sökk,“ segir Stígur.
Skútan, sem er 26 feta, var
nýuppgerð og öll tæki um borð voru
af nýjustu gerð. Stígur segir að
tjónið nemi að minnsta kosti tveim-
ur milljónum en sem betur fer var
hafi skútan verið vel tryggð. „Til-
finningatjónið verður hins vegar
ekki bætt. Það var ansi sárt að sjá
björgunarsveitarmennina draga
flakið á land,“ segir Stígur, sem
keypti sinn hlut í skútunni í
september. - þo
Skútan Lipurtá er gjörónýt eftir óveðrið sem gekk yfir landið í fyrrinótt:
Kjölurinn rifnaði af í látunum
ÓVEÐUR „Það liggur við að maður
gefi bílinn bara í jólagjöf, það er
búið að pakka honum svo fínt inn,“
segir Jakob Rúnar Jónsson, for-
stjóri byggingafélagsins Jónsson
og Briem ehf., en þakklæðning af
Austurbæjarskóla vafðist utan um
bíl fyrirtækisins í óveðrinu í fyrri-
nótt. „Þau fjúka ekki svona þökin
sem við byggjum,“ segir Jakob
glettinn og bætir því við að bíllinn
hafi verið eins og risavaxinn kop-
arskúlptúr þegar að var komið.
Stórtækar vinnuvélar voru fengnar
til að ná brakinu af bílnum, sem
Jakob segir að sé ónýtur.
Guðmundur Sighvatsson, skóla-
stjóri Austurbæjarskóla, var ræstur
eldsnemma í gærmorgun en þá
var klæðningin farin að flettast af
þaki skólans. Fjórir þakgluggar
eyðilögðust og um 300 fermetrar
af þakklæðningunni eru á bak og
burt. Guðmundur segir að tjón
innandyra sé lítið og skólahald hafi
hafist á tilsettum tíma í gær. - þo
Þakklæðning á Austurbæjarskóla fauk í óveðri og skemmdi fjölda bíla:
Bíllinn eins og koparskúlptúr
MIKLAR SKEMMDIR Margir bílar skemmdust þegar þakklæðning fauk af Austurbæjar-
skóla, þó enginn eins illa og bíll fyrirtækisins Jónsson og Briem ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON