Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 16
16 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR ORKUMÁL Allt bendir til þess að virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár, í þeirri mynd sem Landsvirkjun hefur áformað, standi og falli með því hvort Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra ákveði að beita eignarnámsheim- ild til þess að rýmka fyrir því að áformin verði að veruleika. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er sú skoðun almenn innan þing- flokks Samfylkingarinnar að ekki sé tækt að beita eignarnámsheim- ild á svæðinu þar sem almanna- hagsmunir krefjist þess ekki. Nokkrir landeigendur á áhrifa- svæðum mögulegra virkjana hafa ekki hug á því að semja við Lands- virkjun. Þeirra á meðal eru hjónin Daniela og Walter Schmitz, ábú- endur á bænum Skálmholtshrauni. Christiane L. Bahner, lögmaður þeirra hjóna, segir þau vera á móti virkjanaáformunum. „Þau eru á móti þessum áformum og eins og mál standa þá er ekki útlit fyrir að þau breyti afstöðu sinni. Þau ætla sér ekki að semja.“ Lúðvík Bergvinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar og þingmaður Suðurkjördæmis, segist ekki geta séð að eignar- námsheimild sé möguleg á grund- velli almannahagsmuna. „Það er vandséð að eignarnám á þessu svæði uppfylli kröfur sem stjórn- arskráin setur. Ef að ekki takast samningar við landeigendur þá eru þessi áform langsótt. Ég get ekki séð að almannahagsmunir krefjist þess að virkjað verði. Hér er nægt rafmagn og fólk hefur það almennt gott. Það þurfa að koma fram einhver ný sjónarmið ef þetta á að ganga eftir.“ Samkvæmt raforkulögum er það á valdi iðnaðarráðherra að skera úr um hvort eignarnámi verði beitt. Ef ekki semst við land- eigendur, eða ef ekki liggur fyrir heimild til eignarnáms, innan nítíu daga frá veitingu virkjanaleyfis fellur það sjálfkrafa niður. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á þriðjudag telur Össur ekki víst að heimild verði gefin til eignarnáms. Vinna á vegum Landsvirkjunar vegna virkjana í Þjórsá er komin vel á veg. Landsvirkjun hefur lokið við gerð samkomulags við eigendur jarða í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi vegna Hvammsvirkj- unar auk þess sem gengið hefur verið frá samningi við eiganda jarðarinnar Króks í Ásahreppi um mótvægisaðgerðir og bætur, að því er fram kemur í fréttabréfi Landsvirkjunar um Þjórsárvirkj- anir. Áformað er að reisa Urriða- fossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun í neðri hluta Þjórsár en samtals verður orkuframleiðsla þeirra um það bil 255 megavött. magnush@frettabladid.is Virkjanaáform háð eignarnámsheimild Virkjanaáform í neðri hluta Þjórsár virðast vera háð eignarnámi á svæðinu. Innan þingflokks Samfylkingarinnar er ekki litið svo á að almannahagsmunir krefjist eignarnáms. Nokkrir landeigendur ætla sér ekki að semja við Landsvirkjun. LÚÐVÍK BERGVINSSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON URRIÐAFOSS Í ÞJÓRSÁ Urriðafossvirkjun er ein af þremur virkjunum sem Landsvirkjun áformar að reisa í neðri hluta Þjórsár. Hinar tvær eru Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. FANGELSISMÁL „Mér finnst mjög rangt að gera þetta, lyftingar voru stór þáttur í því að mér tókst að snúa lífi mínu við,“ segir Grétar Sigurðarson, kraftlyftingamaður og fyrrverandi fangi, um þá stað- reynd að þyngstu lóðin hafi verið fjarlægð úr líkamsræktarsal fang- elsisins á Litla-Hrauni. Grétar fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðkomu sína að dauða Litháans Vaidasar Jucevicius árið 2004, og lauk afplánun á Vernd í febrúar á þessu ári. Hann tók þátt í keppninni Sterkasti maður Íslands í júní og hafnaði í sjöunda sæti. „Það skiptir miklu máli að menn fái að blása þarna út og taka hraust- lega á því, því þá eru þeir miklu síður að djöflast í samföngum eða fangavörðum. Útrásin sem menn fá bæði líkamlega og andlega er mjög mikilvæg.“ Eins og kom fram í Fréttablað- inu í fyrradag voru þyngstu lóðin fjarlægð til að stemma stigu við auknum vinsældum kraftlyftinga á Litla-Hrauni. Verið sé að reyna að beina föngum að fjölbreyttari heilsurækt en kraftlyftingum. „Mér finnst þetta mjög svo kjánalegt,“ segir Grétar. „Maður nær úr sér pirringi og leiðindum með því að taka almennilega á því í lyftingasalnum.“ - sþs Fyrrverandi fangi ósáttur við að þyngstu lóðin hafi verið fjarlægð á Litla-Hrauni: Sneri lífi mínu við með lóðum HNYKLAR VÖÐVANA Grétar segir mik- ilvægt fyrir fanga að geta fengið útrás með því að taka á því í lyftingasalnum. Gríðarleg eftirspurn er eftir orku sem framleidd yrði úr virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Landsvirkjun hefur nú þegar tilkynnt um að orkan verði ekki seld til álvera heldur annars orkufreks iðnaðar, svo sem netþjónabús. Viljayfirlýsing vegna sölu á 50 til 80 megavöttum á raforku fyrir netþjónabú fyrirtæk- isins Verne Holdings liggur fyrir en það á að rísa á Keflavíkurflugvelli. Landsvirkjun vonast til þess að geta hafið framkvæmdir á seinni hluta næsta árs, ef allt gengur eftir. EFTIRSPURNIN EFTIR ORKU GRÍÐARLEG RV U N IQ U E 11 07 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Nr. 11 R ekstra Góðar hugmyndir Hagkvæmarvistvænar mannvænarheildarlausnir 1982–2007 Rekstrarvörur25ára Rekstrarvörulistinn ... er kominn út ATTRACTIVE RYKKÚSTUR Afflurrkunarkústur sem afraf- magnar. Langir flræ›ir sem ná í afskekktustu afkima og skilja ekkert eftir! Ótrúlega sni›ugt! fiú flarft enga fötu, fyllir bara brúsann me› vatni og hreinsiefni. Ótrúlega einfalt! MOPPUSETT FLASH M/SPREYBRÚSA Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! 20% afsláttur fiRIFIN VERÐA LEIKUR EINN ULTRAMAX MOPPUSETT Blaut- og flurrmoppur fyrir allar ger›ir gólfa. Fatan vindur fyrir flig. Hrein snilld! Auglýsingasími – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.