Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 46

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 46
BLS. 4 | sirkus | 14. DESEMBER 2007 Sigga Heimis iðnhönnuður hefur getið sér gott orð í hönnunarheiminum. Síðast- liðin ár hefur hún starfað sem hönnuður hjá IKEA. Hún á til dæmis heiðurinn af jólakrönsunum sem hanga uppi í öðrum hvorum glugga á Íslandi en vinsældir kransanna eru þó ekki bara hérlendis því Svíar elska þá líka. Nú er hún nýkomin heim frá Miami þar sem hún tók þátt í opinni vinnustofu á vegum Art Basel Miami. „Vitra-safnið og Corning Museum of Glass ákváðu að taka höndum saman og halda opna glervinnustofu á Miami með mismunandi hönnuðum,“ segir Sigga en í kjölfarið sendi Vitra út verkefnalýsingu til valinna hönnuða og um 100 manns sóttu um að komast að. Sigga var ein af þremur sem var boðið á opna vinnustofu á Miami. Verkefnið þurfti að vera búið til á staðnum og það varð að vera úr gleri. Hún dó ekki ráðalaus og teiknaði upp líffæri sem voru svo blásin í gler fyrir framan áhorfendur. Auk Siggu tóku Campana-bræðurnir þátt í vinnustofunni ásamt Constantín og Lauren Boym. Í fjóra daga unnu þau á svið- inu til skiptis með mismunandi verkefni. „Ég fór að velta því fyrir mér hvað væri hægt að móta úr gleri, hvaða hluti væri gaman að túlka úr þessum efnivið og þá kviknaði hugmyndin að líffærunum. Ég á svo sem ekki langt að sækja það því ég var á náttúrufræðibraut í menntaskóla og hef mikinn áhuga á mannslíkaman- um. Mér fannst pælingin með glerið og líffærin líka spennandi því þetta tvennt á margt sameiginlegt, bæði brothætt og viðkvæmt en samt svo sterkt,“ segir Sigga en það blundaði líka í henni að brjótast út úr viðjum innanhússhönnunarinnar sem hún er fást við alla daga og gera eitthvað nýtt og ferskt. „Mér finnst það skemmtileg andstæða við það sem ég geri venjulega.“ Verk Siggu Heimis sló algerlega í gegn og nú hefur stjórnandi Vitra-safnsins, Alexander von Vegesack, boðið henni að sýna verkið á sýningu þar sem hann mun sýna einkalistasafn sitt í fyrsta skipti í mars í Tórínó á Ítalíu á næsta ári. Á sýninguna á Miami koma þekktir listamenn og hönn- uðir en þess má geta að Tom Dixon var staddur á sýningunni á sýn- ingarsvæði Artek enda listrænn yfirhönnuður þess fyrirtækis. Ljós hans prýða til dæmis veitingastaðinn Fiskmarkaðinn í Aðalstræti. Sigga segir að stemningin á Miami hafi verið ólýsanleg. „Ég er bara ástfangin, hef aldrei komið svona nálægt glervinnslu áður og þetta var svo spennandi,“ segir hún og bætir því við að það heilli hana alltaf þegar hönnun og list mætist. Þegar hún er spurð út í jólakransana frá IKEA segir hún að henni þyki óendanlega vænt um hvað þeir hafi fallið vel í kramið. „Þegar ég tók rútuna frá Keflavík og keyrði í bæinn og sá kransana í öðru hvoru húsi þá gat ég ekki annað en glaðst,“ segir hún en þess má geta að umræddir kransar eru hennar „bestseller“ hjá fyrirtækinu. martamaria@365.is SIGGA HEIMIS Á VITRA-MESSUNNI Á MIAMI SIGGA HEIMIS, STOPPAÐI Á ÍSLANDI Í TVO DAGA ÁÐUR EN HÚN FÓR AFTUR HEIM TIL SVÍÞJÓÐAR ÞAR SEM HÚN BÝR. LÍFFÆRI ÚR GLERI SLÓGU Í GEGN Li st in n g ild ir 1 4. t il 2 1 . d es 2 00 7 Skífulistinn er samantekt af mest seldu titlum í Skífunni og verslunum BT út um allt land. Næturvaktin Simpsons The Movie Astrópía Transformers Hairspray Mýrin Shrek the Third Pirates of the Caribbean 3 Latibær Jólasveinninn Harry Potter the Order of Pho Top Gear Bratz the Movie Meet the Robinsons Grettir í Raun National Lampoon’s X-mas vaca Köld Slóð Fóstbræður Season 5 Fóstbræður Season 3 Evan Almighty Desperate Housewifes seria 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 VINSÆLUSTU DVDVINSÆLASTA TÓNLISTIN Ýmsir Pottþétt 45 Hjálmar Ferðasót Mugison Mugiboogie Villi Vill Myndin af þér Ýmsir 100 Íslensk Jólalög á 5 geisla Björgvin Halldórsson Jólagestir 4 Ellen Einhversstaðar einhverntíma Sprengjuhöllin Tímarnir okkar Páll Óskar Allt fyrir ástina Laddi Jóla hvað? Friðrik Ómar Ég skemmti mér um jólin Björgvin Halldórsson Jólagestir 1-3 Ýmsir Frostroses 2007 Hjaltalín Hjaltalín Josh Groban Noel Álftagerðisbræður Álftagerðisbræður Led Zeppelin Mothership Disella Solo Noi Garðar Thor Cortes Cortes 2007 Sigur Rós Hvarf/Heima 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Skífulistinn topp 20 N A N Lækkar frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista 1 2 3 8 10 11 19 Vinsælustu titlarnir N N N
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.