Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 48

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 48
BLS. 6 | sirkus | 14. DESEMBER 2007 K ærustuparið Anna Clausen og Bjarni Einarsson reka saman verslunina Belleville á Laugaveginum. Verslunin Belleville sérhæfir sig í hönnunarvörum fyrir karlmenn, með áherslu á fatnað og skó auk þess sem þau selja bækur, tímarit og japanska popplist. Anna og Bjarni vekja eftirtekt hvar sem þau koma fyrir skemmtilegan og frumlegan klæðaburð. „Ég er undir margvís- legum áhrifum þessa stundina. Ég er heilluð af nýaldarpönki og jaðarmenningu sem ég túlka á minn hátt í fatavali en Bjarni er afar vestrænn í klæðaburði,“ upplýsir Anna um fatastíl þeirra sem getur oft og tíðum verið afar framúrstefnuleg- ur. Bjarni bætir því þó við að stíll hans sé einhvers konar arfleifð stúdentauppreisnar- innar. Anna er frá Kaupmannahöfn og starfar sem stílisti og listrænn stjórnandi á alþjóð- legum vettvangi auk þess sem hún kennir fatahönnun við Listaháskóla Íslands en Bjarni er kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari. Það er því fleira en ástin sem bindur parið órjúfanlegum böndum. „Við kynntumst í kringum áramótin 2001-2002. Anna kom þá til Íslands í fyrsta skipti og við höfum verið saman síðan,“ segir Bjarni um kynni sín og Önnu en hún fluttist til Íslands árið 2004. Parið er afar samhent og vinna mikið saman. „Við bíðum full eftirvæntingar eftir útkomu tímaritsins Lodown frá Berlín, en blaðið kemur út í næstu viku. Í blaðinu birtist myndaþáttur sem við Anna og Ásdís Sif Gunnars- dóttir myndlistarmaður unnum í sameiningu og við munum halda gott partí í verslun okkar af því tilefni,“ segir Bjarni en Ásdís Sif sýnir list sína í versluninni um þessar mundir. Bjarni og Anna eru mikið smekkfólk og eiga mikið af fallegum fötum í fataskápnum. Sirkus lék forvitni á að vita hver væru bestu kaup parsins. Anna er ekki lengi að hugsa sig um og segir að íbúðin þeirra sé besta fjárfestingin. „Bestu kaupin mín er atvinnu- mannahjólabretti sem ég sannfærði móður mína um að kaupa handa mér árið 1988,“ segir Bjarni, en hann er skeitari fram í fingurgóma. Bjarni hefur þó gert nokkur innkaupaslysin í gegnum tíðina. „Á tímabili keypti ég mikið af „second hand“ skóm, það var á þeim tíma þegar maður gat fundið sjaldgæfa notaða skó á hverju strái. Ég hef samt aldrei fengið mig til að nota þetta skósafn mitt enda eru fótasveppir og annarra manna táfýla ekki málið,“ segir Bjarni að lokum en Anna fullyrðir að hún geri aldrei slæm kaup enda er hún annáluð fyrir smekkvísi sína. Bergthora@frettabladid.is BJARNI EINARS OG ANNA CLAUSEN. Teknó-jólaglugginn í baksýn er samstarfsverkefni Belleville og Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur myndlistarmanns. Þau leiðinlegu mistök urðu í síðasta blaði Sirkuss að óleiðrétt viðtal við Eddu Björgu Eyjólfsdóttur leikkonu birtist í blaðinu. Þessa dagana sýnir Edda Björg verkið Konan áður en ekki Konan ein í hópi valinkunnra leikara, auk þess sem hún er á fullu við æfingar á verkinu Vígaguðinn en ekki Vígakonur eins og fram kom í Sirkus, en Vígaguðinn verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í janúar. Edda Björg velti fyrir sér þeim möguleika að söðla algerlega um á síðasta leikári og hefja nám í arkitektúr en ekki á síðasta árinu í Leiklistarskólanum eins og misritaðist í viðtalinu. Verkið eftir Eggert Pétursson myndlistarmann er mynd af brönugrasi en ekki lúpínu eins og fram kom. Við biðjum Eddu Björgu velvirðingar á þessum leiðinlegu mistökum. Leiðrétting á viðtali við Eddu Björgu Eyjólfsdóttur EDDA BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR ANNA CLAUSEN OG BJARNI EINARSSON Í BELLEVILLE BJARNI EINARS OG ANNA CLAUSEN. Silfurmen Önnu frá Atelier 11. Bjarni ■ Uppáhalds- búðin: Belleville ■ Nauðsyn- legt í fataskápinn: Eitthvað eftir fatahönnuðinn Raf Simons. ■ Eftirlætis flíkin í fataskápnum: Núna er það allt sem er prjónað í þungavigtarprjón, Maharishi peysujakkinn minn er því í miklu uppáhaldi. ■ Veikastur fyrir: Ég er alltaf veikur. ■ Uppáhalds hönnuðurnir: Bernhard Willhelm, Patrik Söderstam, Supreme, Raf Simons og Maharishi. Anna ■ Uppáhalds- búðin: Belleville að sjálfsögðu. ■ Nauðsyn- legt í fataskápinn: Eitthvað svart. ■ Eftirlætis flíkin í fataskápnum: Pelican Avenue kjóllinn minn. ■ Veikust fyrir: „Sexy stuffi.“ ■ Uppáhalds hönnuðurnir: Raf Simons, Nicholas Ghesquiere at Balenciaga, Martin Margiela. Hlín Reykdal og Katrín Pétursdóttir. GERA HELST EKKI SLÆM KAUP BJARNI EINARS OG ANNA CLASSEN. Maharishi peysujakki Bjarna. Jólagjöfi n hans fæst í Gallerí Kefl avík Opið til 22 öll kvöld fram að jólum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.