Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 54
14. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR
Þegar myrkrið og skammdegið
leggst yfir borg og bý lýsa
borgarbúar upp myrkrið með
fallegum jólaskreytingum sem
gera lífið bærilegra.
Reykjavík er sjaldan fallegri en á
dimmustu mánuðum vetrarins. Þá
leggjast borgaryfirvöld og íbúar
allir á eitt og skreyta borgina
með litfögrum ljósum. Miðborgin
skiptir algerlega um svip þegar
fyrstu ljósin eru hengd á trén sem
standa meðfram götunum og lýsa
upp veröld þeirra sem ganga og
aka hjá.
Fátt er jólalegra en að ganga
dúðaður í þykka úlpu, vettlinga og
húfu niður Laugaveg eða Skóla-
vörðustíg og virða fyrir sér jóla-
skreytingar í búðargluggum,
ljósastaurum og utan á húsum.
- sg
Ljósin lýsa upp bæinn
Frostbitið og uppljómað tré við Dómkirkjuna.
Oslóartréð stendur uppljómað sem ávallt á Austurvelli. Tréð er löngu orðið fastur punktur í tilveru borgarbúa.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Skólavörðustígurinn er fallegur á að líta svona ljósum prýddur.
Upplýstur Hallgrímskirkjuturn er eins og ljómandi jólatré.
Veitingastaðurinn Lækjarbrekka er í
krúttlegu gömlu húsi sem lúrir undir
stóru og fallega upplýstu tré.
Fyrir þá sem orðnir eru þreyttir á jólaös-
inni er tilvalið að setjast stutta stund í
Alþingisgarðinn.
Flest tré við götur miðborgarinnar hafa
hlotið nýtt líf með ljómandi ljósum.
Jólakökurnar frá Balocco
Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi
Ómissandi á aðventunni og jólunum
Girnilegar kökur í
skemmtilegum umbúðum
Íslenskt handverk
Tákn heilagrar þrenningar
til styrktar blindum
lýsa allt að 30 daga samfleytt.
sími 530 1700 / www.rp.is
Á leiði
í garðinn
522 44 00 • www.hertz.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
4
03
00
1
2/
07
Nú fá allir sem leigja
Toyota Aygo, Toyota Prius Twin
eða Toyota Prius vetnisbíl
frítt í stöðumæla miðborgarinnar.*
Leggðu frítt
í miðbænum
*Hámark 90 mín í senn í hefðbundum stæðum bílastæðasjóðs