Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 78

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 78
42 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Trúmál Fyrir nokkrum árum sáust vanhugsuð en vel meint viðbrögð í Austur- bæjarskóla þegar barn sem aðhylltist íslam hóf skólagöngu þar. Til að tryggja að engum skyldi mismunað vegna trúar var allt svínakjöt skyndilega tekið af matseðli allra barna við skólann. Allmargir for- eldrar mótmæltu enda vildu þeir gjarnan að börnin sín ættu áfram kost á svínakjöti þótt kærkomin viðbót hefði bæst við nemendaflór- una í Austurbænum. Málin voru í hnút um tíma, þar til einhverjum datt það snjallræði í hug að ef til vill mætti áfram bjóða upp á svína- kjöt en bjóða múslimum, gyðingum og grænmetisætum upp á annan valkost í staðinn. Svínakjöt er því áfram á boðstólum í skólum lands- ins og enn hefur ekki þurft að afnema uppskriftir að skinkupasta úr kennslubókum í matreiðslu eða kenna börnum að elda allt kjöt nema þá svínakjöt. Fjölmenning felur nefnilega ekki í sér að við núllstillum menningu okkar og hefðir við allt sem getur, hugsanlega, mögulega, kannski, ef til vill, móðg- að einhvern sem hefur aðrar lífsskoðanir en þær sem myndað hafa og mótað íslenska þjóð hing- að til. Fjölmenningin á að hvetja okkur til að skerpa á þeim gildum sem bless- unarlega hafa mótað okkur góða þúsöld en ekki afsala okkur öllu í mis- skilið hlutleysi. Að útiloka svínakjöt úr skólum er misskilið hlutleysi, að koma í veg fyrir valfrjáls lífsgilda- ferðalög á skólatíma er misskilið hlutleysi, að banna kennslu og söng á „Heims um ból“ í skólum landsins er misskilið hlutleysi, að meina börnum að teikna myndir út frá Passíusálmunum, þjóðsöngnum eða guðspjöllunum er líka misskilið hlutleysi. Hið misskilda hlutleysi er nefni- lega hrein og klár afstaða, afstaða með því að ekkert sé réttara enn trúleysið/„hlutleysið“, í því er fólg- in afstaðan um að rétt sé að klippa á samband skólastofnana/ríkis og menningararfs. Í hinu misskilda hlutleysi felst sú afstaða að það sem einum er heilagt felist sjálfkrafa ógnun við annan. Krafan um afnám helgi- leikja, teikninga út frá trúartext- um og kennslu á söngvum með trú- arlegri skírskotun tekur ekki einungis mikilvæg kennslufræði- leg tæki úr höndum kennara, held- ur gerir hún beinlínis lítið úr þeim. Þeir fjölmörgu kennarar sem hafa nýtt tækifærið og látið bekk- inn sinn teikna myndir, syngja söngva eða leika helgileiki útfrá búddatrú eða hindúatrú, til að útskýra lífssýn nýrra bekkjarfé- laga, gætu með hugmyndum Sið- menntar átt yfir höfði sér kæru. Annað sem er ákæruhæft er að kennarar blandi hinu kristna inn- taki við sjálf litlu jólin. Hvar á núll- punkturinn að vera? Hver á að ákveða það? Piparkökur, pakka- skipti og Pottasleikir? Á hið kristna inntak jólanna að víkja en guð- leysið að ríkja? Helgileikir og „Heims um ból“ eru ekki hættulegir í kennslu. En að bola burt menningararfi þjóðar- innar, helgileikjum og perlum íslenskrar ljóðlistar, í nafni mis- skilins hlutleysis, eru svik við æsku landsins sem og þúsundir íslenskra kennara sem á faglegum nótum hafa notað helgileiki og jóla- söngva til að fræða um hið kristna inntak jólanna eins og því hefur verið fagnað á Íslandi í tíu aldir. Ég hafði góða kennara á minni grunnskólagöngu, allir gættu þeir hlutlægni í kennslu menningar- arfsins. Þótt tólf ár séu liðin er mér til efs að menntakerfinu í grunn- skólum hafi hrakað svo hratt og illa að kennurum þessa lands sé ekki lengur treystandi til að kenna um hið kristna inntak, með helgi- leikjum og „Heims um ból“, án þess að það sé niðrandi fyrir aðrar lífsskoðanir. Eða eru menn í raun og sann að biðja um aðskilnað ríkis og menningararfs? Höfundur er prestur. Helgileikir, Heims um ból og fleira hættulegt GUÐNI MÁR HARÐARSON Í hinu misskilda hlutleysi felst sú afstaða að það sem einum er heilagt felist sjálfkrafa ógn- un við annan. UMRÆÐAN Kjör aldraðra Sameinuðu þjóðirnar gefa þjóðum heims einkunn eftir hæsta meðal- aldri, menntun og lands- framleiðslu á mann. Ísland fær hæstu einkunn miðað við þessa þætti 2005. Nor- egur hefur verið í efsta sæti sl. 6 ár. Meðalaldur hér er 81,5 ár en í Noregi 80 ár. Ef menntunar- stigið er tekið eitt og sér eru Íslend- ingar í 13. sæti. Landsframleiðsla á mann er sú 5. mesta í heiminum. Hæst er hún í Lúxemborg. Segir ekkert um skiptingu lífsgæð- anna Vissulega er ánægjulegt að Ísland skuli fá hæstu einkunn hjá SÞ miðað við framangreinda 3 þætti árið 2005. En það er ástæðulaust fyrir framámenn þjóðarinnar að ofmetnast af þeim sökum. Þessir þættir segja t.d. ekkert um skipt- ingu lífsgæðanna. Þeir segja ekk- ert um kjör láglaunafólks, aldraðra eða öryrkja. Ef landsframleiðsla á mann er sú 5. mesta í heiminum ætti að vera auðveldara fyrir Ísland að búa öllum þegnum sínum mann- sæmandi kjör. Meðferð Íslands á eldri borgurum er til skammar. Framsókn þakkar sér Mál þetta var rætt á Alþingi. Þar stóð upp Siv Friðleifsdóttir, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra. Hún sagði að Framsóknarflokkurinn ætti hlutdeild í góðri einkunn Íslands árið 2005, þar eð flokkurinn hefði þá verið í ríkisstjórn og mörg ár þar á undan. Það má til sanns vegar færa. En ég hygg að allir stjórnmálaflokkar eigi þátt í góðri menntun Íslands og miklum lífslík- um. Þessir þættir breytast ekki í einu vetfangi. Meðalaldur Íslend- inga hækkar ekki við það að Fram- sókn setjist í ríkisstjórn. Og mennt- un Íslendinga batnar ekki mikið við stjórnaraðild Framsóknar. Það er orðið langt síðan Framsókn hefur átt menntamálaráðherra. Þeir ráðherrar hafa komið frá Sjálfstæðisflokknum og Alþýðubandalaginu undanfarna áratugi. En sá menntamálaráðherra sem markaði dýpst spor í menntasögu þjóðarinnar var Gylfi Þ. Gíslason. Einkunnagjöf Samein- uðu þjóðanna varðandi meðalaldur, menntun og landsframleiðslu á mann hefur takmarkaða þýð- ingu. Það vantar alveg í einkunna- gjöf Sameinuðu þjóðanna að fjalla um tekjuskiptinguna, hversu mikil fátækt er, hvernig búið er að öldr- uðum og öryrkjum og hvernig búið er að barnafólki. Þessir þættir segja mikið um það hvernig er að búa í hlutaðeigandi landi. Misskipt- ing tekna hefur aukist mikið hér á landi síðasta hálfan annan áratug. Það hafa myndast tvær stéttir í landinu: Rík stétt á ofurlaunum og venjulegt launafólk, sem verður að strita myrkranna á milli til þess að láta enda ná saman. Síðan bætist við stór hópur fátæks fólks sem hefur varla í sig og á. Fátæka fólkið getur ekki greitt 80 til 100 þúsund á mánuði í leigu fyrir íbúð, þar eða heildartekjurnar eru ekki hærri eftir skatta. 10.000 eldri borgarar hafa aðeins rúmar 100 þúsund á mánuði eftir skatta. Er ekki eitt- hvað bogið við þjóðfélag, sem þannig býr að sínum minnstu bræðrum? Fylgjum fordæmi Svía Íslenskir ráðamenn hafa lengi sagt að Ísland sé með ríkustu þjóðum í heimi. Nú segir könnun Sameinuðu þjóðanna, að árið 2005 hafi lífskjör á Ísland verið þau bestu í heimi. Er þá ekki kominn tími til þess að láta þetta ganga eftir: Gerum kjör eldri borgara og öryrkja þau bestu í heimi. Byrjum á því að fara að dæmi Svía og afnema allar skerð- ingar tryggingabóta. Það mundi bæta kjör þessara hópa mikið. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í 60+. Gerum kjör eldri borg- ara þau bestu í heimi BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Pottaskefill fann pott með peningum Sigríður Hrönn Sveinsdóttir skrifar fyrir hönd leikskólakennara: Síðasta útspil Reykjavíkurborgar vegna markvissra aðgerða í starfs- mannamálum var aukafjárveiting til að borga starfsmönnum leikskól- anna 10 yfirvinnutíma á mánuði fyrir að borða með börnunum í hádeginu. Einnig árlegur heilsurækt- arstyrkur, sundkort, bókasafnskort og aðgangskort að söfnum. Gott mál. En þeir settu það inn í útspilið sem skilyrði að starfsfólkið þyrfti að vinna til kl. 13.30. Hádegismatur- inn byrjar yfirleitt um kl. 12.00 og er búinn um 12.30. Þess má geta að starfsmenn leikskóla fá ekki hádegishlé. Starfsmenn sem vinna til 13.00, sem allmargir gera, fá þar af leiðandi ekki úr þessum potti. Þetta er ég mjög ósátt við þar sem mínum vinnutíma lýkur kl. 13.00 og ég borða alltaf með börnunum. Tilgangurinn með þessum aðgerð- um var að laða að nýja starfsmenn og umbuna starfsmönnum undir- mannaðra stofnana vegna álags á yfirstandandi og komandi ári. Ekki er að sjá að neitt eigi að gera til að halda fólki sem er í hlutastarfi eins og ég. Er nú svo komið að ég ætla að segja mínum vinnutíma upp frá og með næstu mánaðamótum og hætta kl. 12.00. Þar sem ég bý rétt hjá sundlaug og bókasafni ætla ég að nýta mér þessi frábæru sundkort og bókasafnskort sem Reykjavíkur- borg gefur starfsmönnum sínum nú um áramótin. Fara í sund kl. 12.00 og lesa síðan Séð og heyrt á bókasafninu á eftir og taka mér bækur til lestrar. Kæra samstarfsfólk, hvað verður það næst? Ef þú kaupir spil eða púsl frá RAVENSBURGER gefst þér tækifæri á að vinna ferð fyrir fjóra til RAVENSBURGER LAND í Þýskalandi með ICELAND EXPRESS. RAVENSBURGER LAND er í nágrenni við Friedrichshafen sem er einn margra áfangastaða ICELAND EXPRESS. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í þessum skemmtilega leik er að geyma kassakvittun þína sem sýnir að þú hafir keypt RAVENSBURGER spil eða púsl og senda hana í umslagi ásamt nafni, kennitölu og síma á Egilsson hf, merkt RAVENSBURGER LAND Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík, fyrir 4. Janúar 2008. Dregið verður úr innsendum kassakvittunum þann 11. Janúar 2008 Nánari upplýsingar um áfangastaði Iceland Express er á www.icelandexpress.is og Ravensburgergarðinn á www.ravensburger.de/spielelandL Ravensburger og Iceland Express ® RAVENSBURGER vörurnar fást í Office 1 NÝTT MEMORY ®
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.