Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 82

Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 82
46 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR Motown Records var stofnað í Detroit í Michigan. Sú borg er oft kölluð Motor City eða Motor Town og er nafnið dregið af því. Fyrirtækið var í eigu Berry Gordy Jr. og var fyrsta útgáfu- fyrirtækið í eigu þel- dökks manns. Það gegndi stóru hlut- verki í réttindabar- áttu svartra og átti mikinn þátt í að gera tónlist þeirra vinsæla um heim allan. Motown náði hvað mest- um vinsældum á sjöunda ára- tugnum og þá aðallega fyrir útgáfu á sálartónlist. Meðal þess sem einkenndi hana voru fjörugar trommur, tamborínur, melódísk bassalína og söng- ur í gospelstíl. Motown Records flutti til Los Ang- eles árið 1972 og var sjálfstætt starfandi allt til ársins 1988 þegar útgáfu- fyrirtækið MCA keypti það. Höfuðstöðvar þess eru nú í New York. Meðal listamanna sem Motown hefur gefið út má nefna Stevie Wonder, Diönu Ross, The Supremes, Marvin Gaye, Lionel Richie, The Four Tops og Jack- son Five. Af nýlegri tónlistar- mönnum má nefnda Erikuh Badu og Boyz II Men. ÞETTA GERÐIST: 14. DESEMBER 1959 Motown Records stofnað MICHAEL OWEN KNATTSPYRNU- MAÐUR ER 28 ÁRA. „Ég get eldað núðlur og hitað mat í örbylgjuofninum en annars er eldamennska ekki mín sterkasta hlið.“ Owen leikur knattspyrnu með Newcastle United en lék áður með Liverpool og Real Madrid á Spáni. Evrópuárið 2007 ber yfirskriftina Ár jafnra tækifæra. Það er nú að renna sitt skeið en fjölmörg verkefni tengd jafnrétti hafa verið unnin á síðustu mánuðum og munu þau teygja sig eitthvað fram til ársins 2008. Verkefni ársins eru tuttugu talsins og tengjast þau öll baráttunni gegn mismunun í samfélaginu. Yfirumsjón með þeim hefur Linda Rós Alfreðs- dóttir, verkefnastjóri hjá félagsmála- ráðuneytinu. „Verkefnin eru annars vegar styrkt af ráðuneytinu og hins vegar af Evrópusambandinu en það eru hin ýmsu félaga- og hagsmuna- samtök sem leggja fram vinnu sína,“ segir Linda Rós. „Það sem stendur upp úr í mínum huga er hvað fólk hjá hinum ýmsu samtökum leggur á sig mikla vinnu fyrir málstaðinn sem það berst fyrir og hvað það er hugmynda- ríkt og útsjónarsamt,“ segir hún. Í gær fimmtudag var haldinn opinn fundur í Þjóðmenningarhúsinu þar sem farið var yfir verkefni ársins og næsta miðvikudag fer fram upp- skeruhátíð grunnskóla á Akureyri sem hafa tekið þátt í verkefninu Gegn mismunun á öllum skólastigum. Verkefnunum er ekki öllum lokið og er til dæmis stefnt að út- gáfu trúarbragða dagatals í byrjun næsta árs. „Inn á það eru allar helstu trúarhátíðir heims merktar. Gyðing- dómur, kristni, íslam, búddismi og hindúismi fá mest vægi en í heild- ina eru 48 trúarbragðahátíðir merkt- ar inn á dagatalið og er minnst á yfir hundrað,“ segir Linda Rós. „Dagatal- inu verður síðan dreift í alla leikskóla, skóla, elliheimili og fjölmenningarlega vinnustaði landsins,“ bætir hún við. Í febrúar kemur svo út upplýs- ingabæklingur á ýmsum tungumál- um um réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi og um svipað leyti verður veggspjaldaherferð, á vegum kvenna- athvarfsins annars vegar og mann- réttindaskrifstofu hins vegar, hrund- ið af stað. „Í tengslum við ár jafnra tækifæra höfum við staðið fyrir þremur rann- sóknum,“ segir Linda Rós. „Einni á kynbundnum launamun á vegum Jafn- réttisstofu, annarri á aðstæðum aldr- aðra fatlaðra á vegum Styrktarfélags vangefinna og þriðju um innflytjendur á vegum Háskóla íslands, Mannfræði- stofnunar og Fjölmenningarseturs,“ segir Linda Rós. „Þá höfum við styrkt uppsetningu Halaleikhópsins á Gaukshreiðrinu og staðið fyrir ljósmyndasamkeppni meðal unglinga í Vinnuskólum landsins svo eitthvað sé nefnt. Linda Rós segir að markmiðið með öllum verkefnun- um sé að stuðla að jöfnum tækifærum. „Það er ekki eingöngu hagur einstakl- inganna heldur samfélagsins í heild því það er svo margt sem við förum á mis við ef mismunun fær að viðgangast, segir Linda Rós. vera@frettabladid.is LINDA RÓS ALFREÐSDÓTTIR OG EVRÓPUÁRIÐ 2007: ÁR JAFNRA TÆKIFÆRA Barist gegn hvers kyns misrétti LINDA RÓS ALFREÐSDÓTTIR Verkefnisstjóri Árs jafnra tækifæra segir tuttugu verkefni, sem tengjast baráttunni gegn mismunun í samfélaginu, hafa verið unnin á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA timamot@frettabladid.is Systir okkar og frænka, Elsa Ingvarsdóttir, Balaskarði, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þriðju- daginn 11. desember. Jarðarförin fer fram frá Höskuldarstaðakirkju mánudaginn 17. desember kl. 14.00. Fyrir hönd systkinabarna og annarra aðstandenda, Björg Ingvarsdóttir Geirlaug Ingvarsdóttir Signý Gunnlaugsdóttir. Eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Benedikt Benediktsson frá Húsavík, Sjávargrund 4a, Garðabæ, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 9. desember sl. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 21. desember. kl. 11.00. Sigurbjörg Sigvaldadóttir Hanna Stefánsdóttir Jón Guðlaugsson Sigrún Stefánsdóttir Sigþór Sigurjónsson Bylgja Stefánsdóttir Stefán S. Stefánsson Guðfinna Baldvinsdóttir Guðný Stefánsdóttir Agnar Agnarsson afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Sigurður Sigfússon, Stafholtsey, Borgarfirði, sem lést á sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 5. desember, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju í Borgarfirði laugardaginn 15. desember kl. 14.00. Sigríður Blöndal Sigfús Blöndal Jóhanna Sigurðardóttir Knút P. í Gong Jón Páll Blöndal Pálfríður Sigurðardóttir Sigríður Huld Blöndal Kári Blöndal í Gong Sigurður Aron Blöndal Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Gunnur Guðmundsdóttir, (Gógó) frá Oddsflöt í Grunnavík, Túngötu 18, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 15. desember kl. 14.00. Ingi Einar Jóhannesson Jóhannes Bekk Ingason Alda Svanhildur Gísladóttir Elvar Guðmundur Ingason Dagný Selma Geirsdóttir Brynjar Ingason Guðbjörg Ragnheiður Jónsdóttir og ömmubörn. Elskuleg frænka okkar, Ragnheiður Hermannsdóttir, fv. deildarstjóri í Landsbanka Íslands, verður jarðsungin frá Hallgrímkirkju í Reykjavík mánudaginn 17. desember næstkomandi kl. 13.30. Systkinabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Valdimarsson, fyrrverandi skipstjóri, útgerðarmaður og veitingamaður frá Ólafsvík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. desember. Jarðarför verður auglýst síðar. Guðrún Sigurðardóttir Una Jóna Sigurðardóttir Níels Kirschberg Guðlaugur Kr. Sigurðsson Anna María Jónsdóttir Kristín Guðbjörg Sigurðardóttir Bjarni Arnarson Valdimar G. Sigurðsson Rannveig H. Kristinsdóttir Níels Pétur Sigurðsson Hrefna Kristmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir mín og móðursystir, Guðbjörg Sigurðardóttir ljósmóðir, frá Kárastöðum í Helgafellssveit, lést á Hrafnistu v. Brúnaveg 2. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 14. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð Stykkishólmskirkju, reikningur 309-18-930076 kt. 630269-0839. Minningarkort fást í Heimahorninu, s. 438 1110. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Sigurðardóttir Margrét Sigurðardóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.