Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 90

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 90
54 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR Um síðustu helgi opnaði Grafíkfé- lagið árvissa jólasýningu sína í Grafíksafninu í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Að þessu sinni taka 14 félagsmenn Grafíkfélags- ins þátt í sýningunni og er því um að ræða fjöl- breytta og skemmtilega sýningu. Sýningunni lýkur nú um helgina og því ættu áhugasamir að grípa tækifærið og skoða hana meðan það er enn mögulegt. Sýningin er opin á morgun og á sunnudag á milli kl. 14 og 18. - vþ Í janúar 1968 var framið morð í Reykjavík. Það var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem sá skelfilegi atburður átti sér stað í borginni. Það sem var sérstakt var hins vegar það að illa gekk að upplýsa hver framdi verknað- inn. Morðið á Laugalæk eftir Þorstein B. Einarsson segir frá öllum staðreyndum sem fram komu við rannsókn málsins og skýrir frá því hvað leiddi til handtöku, ákæru og síðar sýknunar í málinu. 18. janúar 1968 var framið morð í leigubíl við Laugalæk í Reykjavík. Bílstjórinn hafði verið myrtur við vinnu sína. Skotinn úr aftursæti bílsins með byssu sem seinna kom í ljós að var í eigu þekkts hótelhaldara í borginni. Byssan hafði reyndar horfið úr fórum hans nokkru áður en morðið var framið. Morðnóttina og daginn sem fylgdi í kjölfarið var leiðindaveður í borginni og því allar aðstæður til öflunar sönnunargagna á vettvangi slæmar. Höfundur útskýrir í þaula reglur og aðferðir við öflun sönnunargagna og leggur ekki dóm störf lögreglunnar heldur leitar skýringa. Höfundur bókarinnar Þorsteinn B. Einarsson verkfræðingur var starfandi á Alþýðublaðinu 1968. Málið hafði gríðarleg áhrif á samfélagið allt. Eyjan í norðri færist nær hinum stóra heimi þegar illvirki sem aðeins hefur heyrst um í útlöndum eru framin hér. Þorsteinn fer af mikilli nákvæmni yfir allar staðreyndir málsins. Hann veltir upp spurningum og leitar staðreynda sem mögulega hefðu þurft að vera til staðar, þegar rannsókn málsins fór fram. Öll framsetning Þorsteins einkenn- ist af nákvæmni, lesandinn fær greinar- góðar upplýsingar um allt sem að málinu snýr, allt frá tegund bifreiðar og byssu til starfsreglna leigubílstjóra. Það má auðveld- lega leiða rök að því að um langa fréttaskýr- ingu sé að ræða. Frametning efnis og texta er í anda fréttaskýringar. Höfundur er ekki að leita lausna í málinu, aðeins að draga fram staðreyndir og velta vöngum yfir þeirri atburðarás sem fór af stað eftir að morðið var framið á Laugalæk. Bókin vekur lesandann ekki síst til umhugsunar um þá hröðu þróun sem orðið hefur í íslensku samfélagi. Fyrir fjörutíu árum, þegar glæpurinn var framinn, var rannsókn á vettvangi glæps lögreglunni á Íslandi svo framandi að varla er hægt að ætlast til þess að starfsmenn hennar kynnu nokkuð til verka. Það er fróðlegt að lesa umfjöllun Þorsteins um málið. Hann heldur sig að öllu leyti við staðreyndir og notar í flestum tilfellum rétt nöfn þeirra sem að málinu komu. Lögreglan átti bágt með að vita hvernig hún ætti að snúa sér í málinu og margir hafa talið að hún hafi klúðrað rannsókninni. Þorsteinn gefur lesendum tækifæri á að dæma sjálfir um það og meta út frá staðreyndum, hvað í raun og veru gerðist á Laugalæknum þessa örlagaríku nótt. Hildur Heimisdóttir Óupplýst morð á Laugalæk BÓKMENNTIR Morðið á Lauga- læk Þorsteinn B. Einarsson ★★★ Nákvæm fréttaskýring, sem dregur fram í dagsljósið staðreyndir um óupplýst sakamál á Íslandi. GRÝLA OG LEPPALÚÐI Tilheyra íslensk- um jólum. Dr. Terry Gunnell flytur fyrirlest- ur um gömlu íslensku jólin í Þjóðminjasafni Íslands á morgun kl. 15. Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, fjallar um trú og siði kringum íslensku jólin í aldanna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Í fyrirlestri sínum seilist Terry aftur til goða og norrænnar trúar og skoðar jólin í fornsögum og þjóðsögum. Terry mun að sjálf- sögðu fjalla um hina tröllslegu Grýlu og hina hrekkjóttu íslensku jólasveina. Einnig mun hann segja frá athyglisverðum ættingjum þeirra í nágrannalöndunum. Terry Gunnell er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands og býr ekki aðeins yfir mikilli þekkingu heldur einstakri frásagnargáfu. Þar eð Terry mælir fram á ensku gefst þarna gott tækifæri fyrir gesti frá öðrum löndum og þá sem eru nýfluttir til landsins til að fræðast um gömlu íslensku jólin. Þjóðlegur fróðleik- ur um jólasiði á þó líka erindi til Íslendinga. Ekkert kostar inn og allir eru velkomnir. Terry mun flytja fyrirlesturinn aftur laugardaginn 22. desember klukkan 13. - vþ Íslenskir jólasiðir HAFNARHÚSIÐ Grafíksafnið er í Hafnarhúsinu. Síðasta sýn- ingarhelgi . ÚRIN ERU KOMIN Mikið úrval af úrum og öðru skarti fyrir konur og karla. Hallbera Laugavegi 72 hallbera@hallbera.is sími 552 5769 Sigríður Beinteinsdóttir mun árita diskinn sinn “Til eru fræ” í versluninni laugavegi 76 milli kl 17 og 19 í dag föstudag.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.