Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 92

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 92
56 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Nú er tími áramóta- uppgjöranna og allir tónlistarmiðlar að fyllast af úttektum og listum yfir það sem stóð upp úr á árinu 2007. Listi yfir bestu plötur ársins, valinn af nokkuð fjölmennum hópi tónlistarspekúlanta verður birtur hér í Fréttablaðinu fyrir árslok. Það er hins vegar líka gaman að velta fyrir sér hvaða lög stóðu upp úr á árinu. Nokkur innlend lög koma strax upp í hugann. Bæði Verum í sambandi og Glúmur með Sprengjuhöllinni settu sterkan svip á árið og það gerðu líka Waiting To Happen og Hold Me Closer með Motion Boys, Story of a Star með Ultra Mega Technobandinu Stefán og Goodbye July / Margt að ugga með Hjaltalín. Eins mætti nefna Skítapakk með Dr. Spock, Við og við með Ólöfu Arnalds, Moving Like A Tiger með Bloodgroup, Cynthia með FM Belfast og Verðbólgin augu með Nýdönsk sem er eðal popps- mellur... Tja. Þetta eru a.m.k. lögin sem koma fyrst upp í hugann. Í erlendu deildinni koma mér strax í hug lög eins og North American Scum með LCD Soundsystem, Atlas með Battles og You Know I‘m No Good með Amy Winehouse. Byrjunin á því lagi er algjör killer. Bresku blöðin hafa flest þegar birt sína árslista. NME valdi Golden Skans með Klaxons (og reyndar plötuna þeirra Myths of the Near Future bestu plötu ársins líka). Mojo og Uncut eru bæði með lög með LCD Soundsystem, Mojo velur All My Friends, en Uncut North American Scum. Q velur hins vegar sumarsmellinn Umbrella með Rhiönnu, en það lag er víða hátt á listum. Maður ársins í smáskífudeildinni er samt án efa Mika. Erlendu miðlarnir keppast við að finna upp nýjar kategóríur til að níða hann niður. Hann er „Þöngulhaus ársins“ í Clash Magazine og á öll fjögur lögin á „Fjögur verstu smáskífulög ársins“ listanum í Uncut... Hvað vinsældir og spilun varðar er hann samt án efa sigurvegarinn. Grace Kelly mun lifa! Hver eru lög ársins 2007? MIKA Hetja eða þöngulhaus? Einn sérstæðasti tónlistar- maður samtímans, Burial, er nýbúinn að senda frá sér nýja breiðskífu. Steinþór Helgi Arnsteinsson rýndi í leyndardóminn á bak við þennan mikla huldumann. Drum‘n bass-stefnan hefur svo sannarlega aldrei lagst í dvala síðan hún kom fyrst fram á sjón- arsviðið, eins og ég hef reyndar áður skrifað um hér á tónlistar- síðum Fréttablaðsins. Ég viður- kenni samt alveg að stefnan er ekki nærri eins spennandi og hún var í árdögum sínum. Undirstefna drum ‘n bass, hin svokallað dub step-stefna, hefur hins vegar rækilega beint kastljósinu í átt að þessum geira. Þá staðreynd má þakka að mörgu leyti tónlistarmanninum Burial. Frumburður hans leit dagsins ljós í fyrra og valdi Wire, framsæknasta tónlistarblað Bret- lands, plötuna þá bestu á árinu 2006 (náði einnig inn á topplista Almost Cool, Mixmag og Dusted). Hver er eiginlega Burial? Frumburðurinn, samnefnd lista- manninum, fór eins og eldur um sinu milli tónlistarnörda. Hið und- arlega andrúmsloft plötunnar og heillandi hljóðheimur virtist gefa tónlistarpressunni einn „god morgen“ og hún átti vart til orð. Nánast ógerningur er líka að lýsa tónlist Burial og þyrfti ég líklega að nota tvöfalt það pláss sem vana- lega færi í grein sem þessa ein- vörðungu í slíka lýsingu. Ég ætla hins vegar að hlífa ykkur og hvet ykkur í staðinn til að hlusta á kappann knáa. Reyndar er ekkert endilega vitað að Burial sé kappi knár. „Einu sagði sagði einhver við mig: „Já, Burial er stelpa.“ „Ég veit um einn sem hefur hitt hana“, útskýrði Burial í nýlegu viðtali við The Guardian. Þessi óvissa um auð- kenni Burial er líka annar þáttur sem gefur tónlist hans svo mikla sérstöðu enda fullyrti Burial í þessu sama viðtali að eingöngu fimm manns utan fjölskyldu hans vissu hver hann væri í raun og veru. Heyrnartólatónlist Burial spilar heldur aldrei á tón- leikum, og gefur afar sjaldan við- töl, líklegast ná þau vart yfir tug- inn. Reyndar geta tónar Burial vart talist þess eðlis að þeir séu spilaðir á þessum týpísku drum ‘n bass klúbbakvöldum. Þeir virðast töluvert betur til þess fallnir að óma í góðum heyrnartólum en ógn- arstórum hátalarastæðum. „Þetta snýst meira um það þegar þú ert að snúa heim eftir að hafa verið úti einhvers staðar; í leigubíl eða næt- urstrætó, eða með einhverjum, eða labbandi um London á leiðinni heim, dreymandi, og þú ert ein- hvern veginn einn með tónlistina enn bergmálandi innra með þér, í æðunum, og hið daglega amstur reynir að koma í veg fyrir það.“ Besta plata ársins? Fyrsta platan tók um sex ár í fram- leiðslu og þess vegna kemur nokk- uð á óvart að plata númer tvö skuli fylgja svo fast á eftir. Sjálfur lýsir Burial plötunni eins og óæskileg- um getnaði. „Stefin urðu til nokkuð hratt um miðja nótt og þurftu að berjast fyrir lífi sínu.“ Viðbrögðin hafa heldur ekki látið á sér standa og gagnrýnendur virðast gapandi yfir gæðum nýju plötunnar, Untrue. Sem dæmi má nefna að á Metacritic.com, sem safnar saman og býr til meðaltal helstu dóma, er Untrue í efsta sæti yfir plötur ársins 2007 með 91 af 100 í meðaltal. Gerið því fastlega ráð fyrir að sjá Untrue með Burial á topplistum hér og þar þegar árið 2007 verður gert upp. Huldumaðurinn aftur á kreik BURIAL Örfáir vita hver tónlistarmaðurinn Burial í raun og veru er. Myndin hér að ofan er ein af örfáum myndum sem til eru af honum og ekki verður sagt að hún gefi mikið upp um auðkenni tónlistarmannsins. MYND: DRUMZ OF THE SOUTH/GEORGINA COOK „Við erum búnir að vera nett í þunglyndi og með magakveisur yfir þessu,“ segir Birgir Nielsen, trommari Lands og sona, sem hefur beðið í tvær vikur eftir því að nýr mynd- diskur hljómsveitarinn- ar komi til landsins. Diskurinn, sem nefnist Lífið er yndislegt, hefur að geyma upptökur frá tíu ára afmælis- tónleikum sveitar- innar í Íslensku óperunni í haust og var þar vandað mikið til verka. „Tónleikarnir voru áttunda nóvember. Þeir tókust rosalega vel og eftirvinnslan líka en svo byrjaði ballið úti í Austurríki hjá Sony,“ segir Birgir. „Það er voða- lega leiðinlegt að þurfa að draga einhvern einn út en það verður að segjast eins og er að tempóið sem fólk er að vinna á í öðrum löndum en hérna heima er bara allt annað. Þetta er skelfilegt mál því við vorum búnir að bóka okkur í áritanir og annað.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir diskar tefjast í framleiðslu erlendis, því Páll Óskar, Raggi Bjarna, Sigga Beinteins og Einar Ágúst lentu öll í því sama fyrir jólin. Að sögn Birgis hefur mikið verið beðið um diskinn, enda á Land og synir stóran aðdáendahóp hérlendis. Um „dual“-disk er að ræða, eða geisla- disk öðrum megin og mynddisk hinum megin. „DVD-diskurinn er svo hlaðinn að það hefði ekki verið hægt að koma einni kynningu frá Hemma Gunn í viðbót. Hann er í gríðarlega miklum gæðum enda var ekki neitt til sparað og sándið á honum gefur mörgum erlendum DVD-diskum lítið eftir.“ Um leið og diskurinn kemur út, sem verður líklega í dag, ætla Land og synir að fylgja honum vel á eftir, bæði með áritunum og með tónleika- haldi víðs vegar um landið eftir áramót. - fb Afmælisdiskur veldur ólgu BIÐSTAÐA Hljómsveitin Land og synir hefur beðið í tvær vikur eftir nýjum mynddiski sínum. Birgir Nielsen hefur þjáðst af magakveisu vegna tafanna. > Í SPILARANUM Rivers Cuomo - Alone: the Home Recordings of Rivers Cuomo Iron & Wine - The Shepherd’s Dog Björgvin Halldórsson & gestir - Jólagestir Björgvins 4 South River Band - Allar stúlkurnar Led Zeppelin - Mothership RIVERS CUOMO LED ZEPPELIN > Plata vikunnar Akron/Family - Love is Simple ★★★★ „Kæruleysisleg glaðværð skín af plötunni þar sem meðlimir Akron/Family leika lausum hala á leikvelli ástarinnar.“ SHA „Ég vil taka það fram að Hermigervill er alls ekki hættur. Hann er að undirbúa nýja plötu og er bíða eftir „inspiration“ fyrir hana,“ segir danstónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen, sem hefur gefið út tvær plötur undir nafninu Hermigervill. Sveinbjörn kom fram undir nýju nafni, SvenBit, á tónleik- um í Liverpool fyrir skömmu og vakti þar athygli fyrir hæfileika sína. „Ég er ekki búinn að kynnast honum nógu vel en hann er miklu meiri elektrógaur en Hermigervill,“ segir hann um SvenBit. Sveinbjörn stundar nám í hljóðupptöku- list í Hollandi og líkar lífið vel. Hann er þó ekkert alltof hrifinn af hollenskri dans- tónlist. „Tónlistarsenan hérna er hálfglötuð. Það er eiginlega miklu meira skemmtilegt að gerast á Íslandi í þessum raftónlistarbransa. Hérna hlusta allir á eitthvað leiðinda trans.“ Undanfarið hefur hann verið upptekinn við að koma upp hljóðveri heima hjá sér auk þess sem ný kassetta frá Sven Bit er væntanleg. „Það hlustar enginn á geisladiska lengur. Það breytir engu hvort maður gefur út geisladiska eða kassettur, fólk „dánlódar“ öllu hvort sem er,“ segir Sveinbjörn, sem tekur fram að með kassettunni fylgi slóð þar sem hægt er að hlaða niður tónlistinni. - fb Hermigervill ekki hættur SVEINBJÖRN THORARENSEN Sven Bit spilaði í Liverpool á dögunum. MYND/JOSEPH HUGHES
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.