Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 96
 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR Breska kvikmyndin Atonement hlaut sjö tilnefningar til banda- rísku Golden Globe-verðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. Myndin var tilnefnd sem besta dramamyndin auk þess sem Keira Knightley og James McAvoy fengu tilnefningar fyrir aðalhlut- verk sín. Aðrar myndir sem voru til- nefndar í dramaflokknum voru American Gangster, Eastern Promises, No Country For Old Men, The Great Debaters, Michael Clayton og There Will Be Blood. Venjulega hafa fimm myndir verið tilnefndar í þessum flokki en tveimur myndum hefur nú verið bætt við. Sem besta gaman- eða söngva- myndin voru tilnefndar Across the Universe, Charlie Wilsons´s War, Hairspray, Juno og Sweeney Todd. Charlie Wilsons´s War var til- nefnd til fimm verðlauna, þar á meðal aðalleikarinn Tom Hanks, Julia Roberts sem fer með auka- hlutverk og Philip Seymour Hoff- man sem var einnig tilnefndur fyrir hlutverk sitt í The Savages. Athygli vekur að mynd Seans Penn, Into the Wild, var ekki til- nefnd sem besta myndin. Clint Eastwood, sem leikstýrði Penn í Mystic River, var aftur á móti til- nefndur fyrir tónlist sína og titil- lag stríðsmyndarinnar Grace is Gone. Rokkarinn Eddie Vedder, úr hljómsveitinni Pearl Jam, fékk einnig tvær tilnefningar fyrir tónlist sína í Into The Wild og fyrir lag sitt í myndinni Guaranteed. Atonement atkvæðamest KEIRA KNIGHTLEY Knightley fer með annað aðalhlutverkið í Atonement. Frönsk fyrirsæta að nafni Alex- andra Paressant heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Tony Parker, eiginmann leik- konunnar Evu Longoriu, í sumar. Paressant, sem var áður í sam- bandi við brasilísku fótbolta- stjörnuna Ronaldinho, var gestur í brúðkaupi Longoriu og Parker, sem fór fram í París í júlí. Þangað kom hún sem gestur annars fót- boltakappa, nefnilega Thierrys Henry. Hún segir í viðtali við vefsíðuna X17online að Parker hafi látið hana hafa símanúmer sitt í sjálfri brúðkaupsveislunnni, og þau hafi í kjölfarið átt í tveggja mánaða ástarsambandi. Hún segir að Parker hafi leitað til hennar þar sem Eva „vilji ekki gera vissa hluti“ í rúminu. „Hún vill ekki njóta ásta fyrir framan spegil, er ekki hrifin af vissum stellingum og heldur að sæði valdi graftar- bólum,“ segir fyrirsætan. Paress- ant heldur því jafnframt fram að Parker hafi sýnt henni húsið sem hann og Longoria eru að byggja í San Antonio, Texas, þegar hún heimsótti hann þangað. Talsmaður Longoriu segir ásak- anirnar „algjörlega, 100 prósent rangar og ósannar“. Tony Parker segir sjálfur í viðtali við People að hann elski eiginkonu sína. „Hún er það besta í lífi mínu, og ég hef aldrei verið hamingjusamari,“ segir hann. Longoria tekur í sama streng. „Tony hefur ekki verið neitt annað en hinn fullkomni eiginmaður,“ segir leikkonan. Sakar Parker um framhjáhald HITTUST Í BRÚÐKAUPINU Alexandra Paressant heldur því fram að ástarsam- band hennar og Tonys Parker hafi hafist í brúðkaupsveislu hans og Evu Longoriu. NORDICPHOTOS/GETTY Á þriðjudagskvöld voru haldnir stórtónleikar hjá frændum okkar í Noregi með Kylie Minogue, Aliciu Keys og fleirum. Tilefni tónleikanna var afhending friðarverðlauna Nóbels. Það var sem kunnugt er Al Gore sem hlaut verðlaunin ásamt lofts- lagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Gore var í banastuði á tónleikun- um ásamt Rajendra Pachauri, yfirmanni loftslagsnefndarinnar. Kynnar á tónleikunum voru þau Uma Thurman og Kevin Spacey en meðal þeirra sem komu fram voru stórstjörnur á borð við Aliciu Keys, Kylie Minogue, Annie Lennox, Earth Wind & Fire og Melissa Etheridge. Etheridge vann einmitt Óskarsverðlaun fyrir lag sitt „I Need to Wake Up“ sem var notað í heimildarmynd Gore „An Inconvenient Truth“ sem fjallar um loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Ég var djúpt snortin og það var mikill heiður að vera beðin að semja lag um hlýnun jarðar, það er ekki auð- velt,“ sagði hún í viðtali eftir tónleikana í Ósló. Stórstjörnur í Noregi SLÓ Í GEGN Alicia Keys stóð upp frá píanóinu og gerði allt vitlaust í höfuð- borg Noregs í vikunni. Í FAÐMI KÓNGAFÓLKSINS Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore sést hér ásamt Hákoni, krónprinsi Noregs og konu hans Mette-Marit. Ekki er annað að sjá en að þau skemmti sér öll hið besta. KYNNARNIR Hollywood-leikararnir Uma Thurman og Kevin Spacey flugu alla leið til Óslóar til að vera kynnar á Nóbels- verðlauna-tónleikunum. ÞAKKLÁTIR OG HRÆRÐIR Þeir Al Gore og Dr. R.K. Pachuri voru hrærðir yfir þeim móttökum sem þeir fengu í Ósló. KYLIE SNÝR AFTUR Poppskvís- an Kylie Minogue gerði allt vitlaust þegar hún steig á svið á tónleikunum í Ósló með grifflur og fegurðarblett. M YN D IR /G ETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.