Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 97
FÖSTUDAGUR 14. desember 2007
Madonna og
Guy Ritchie eiga
von á gleðileg-
um jólum, því
ættleiðing þeirra
á drengnum
David Banda frá
Malaví hefur loks
gengið í gegn.
Hjónin komu
með Banda til
Bretlands fyrir
yfir ári síðan, en
malavísk stjórn-
völd staðfestu
ættleiðinguna fyrst nú. Samkvæmt
In Touch Weekly er Madonna
himinlifandi. „Þetta er besta jóla-
gjöf sem hún hefur nokkurn tíma
fengið,“ segir heimildamaður.
Lögregla í San Diego sá
til þess að útitónleikar
hljómsveitarinnar The
Black Eyed Peas í
borginni urðu tölu-
vert styttri en áætlað
var. Hljómsveitin fór
yfir hávaðamörk,
nágrönnum til lítillar
gleði, og lögreglan
var kvödd til. Black
Eyed Peas lauk þá
tónleikunum á laginu
Where Is the Love?,
sem söngkonan Fergie
tileinkaði lögregluþjón-
unum.
Victoria Beckham á
sér annan feril en þann
sem hún sinnir nú með
Kryddpíunum. Hún sinnir
nefnilega starfi
markmanns í
fjölskyldunni.
Beckham-
hjónin eiga
þrjá syni,
sem allir
eru hrifnir af
fótbolta, eins
og gefur að
skilja. Þar
af leiðir að
Victoria er
sett í mark.
„Ég er alltaf
að fá fótbolta
í mig. Þeir setja mig
bara í markið og sparka
boltum að mér,“ segir
kryddpían.
Leikarinn Isaiah Washington
sneri aftur á heimaslóðir þegar
hann slóst í hóp leikara og annarra
aðstandenda þáttanna Grey’s
Anatomy í Los Angeles í vikunni.
Washington mætti á staðinn til að
styðja við bakið á handritshöfunum
þáttanna, þrátt fyrir að hafa verið
rekinn á árinu. Washington
virtist vera vel tekið, meira að
segja af leikaran-
um T.R. Knight,
sem þurfti að
koma út úr
skápnum í
kjölfar niðrandi
ummæla
Washington
um hann.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Jólasveinar munu koma færandi hendi á ÓB-stöðina við
Snorrabraut í dag, föstudag, milli kl. 16 og 18 og útdeila
gjöfum, s.s. Nokia-símum, DVD-myndum, afsláttarbréfum
Ellingsen og mörgu fleira.
2 kr. aukaafsláttur með ÓB-lyklinum.
ÓB SNORRABRAUT
Jólastöð-4 kr.
afsláttur af eldsneyti
á Snorrabraut í dag!
TB
W
A
\R
EY
KJ
A
VÍ
K
\
SÍ
A
\9
07
13
68
www.ob.is
GJAFAKORT
KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR - SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD
Aðrir söluaðilar fyrir Magimix: Kokka, Laugavegi - Villeroy & Boch, Kringlunni - Egg, Smáratorgi
fást í Eirvík
JÓLAGJAFIRNAR