Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 106

Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 106
70 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR SENDU SMS JA ACF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. JÓLAMYNDIN Í ÁR! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. F R U M S Ý N D 1 4 . D E S E M B E R FÓTBOLTI Nýjasta útspil Rafaels Benítez, stjóra Liverpool, í sálfræðistríðinu fyrir stórleikinn við Manchester United um helgina er að segja að félagið hafi eytt nægilega miklum peningum í leikmenn til þess að það sé hægt að ætlast til þess að Liverpool vinni titilinn á þessu tímabili. „Manchester United er búið að eyða 70 milljónum punda á meðan við erum búnir að eyða rúmlega 40 og höfum fengið 26 milljónir til baka. Það eru allir að tala um að við eigum að vinna titilinn af því að við séum búnir að eyða svo miklum pening en United, Chelsea, Newcastle United og Aston Villa hafa öll eytt miklum peningi líka,“ segir Spánverjinn og bætti við. „Það hafa öll lið eytt fullt af pening en Chelsea og United eru bæði með gríðarlega sterkan kjarna sem þau hafa búið til undanfarin ár,“ sagði Benítez við spænska blaðið AS. - óój Benítez, stjóri Liverpool: Ekki búnir að eyða eins og stóru liðin TJÁIR SIG UM PENINGAMÁLIN Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Leikur Keflavíkur og Skallagríms í Iceland Express- deild karla varð aldrei spennandi. Yfirburðir heimamanna voru ein- faldlega of miklir og í raun var þetta átakalaus leikur af þeirra hálfu. Lokatölur urðu 92-80 en sigurinn var síst of stór. Leikur Keflavíkur og Skalla- gríms byrjaði ansi rólega og liðin voru ekkert að stressa sig. Borg- nesingar byrjuðu aðeins betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta með fjórum stigum, 20-24. Í öðrum leikhluta brugðu heimamenn á það ráð að spila spressuvörn og þvílík varnarsýning fór í gang. Meira að segja Óskar Ófeigur hefði verið sveittur að skrá alla töpuðu bolt- ana hjá Sköllunum, en því miður fyrir Keflavík þá var sóknarleikur liðsins ansi dapur. Reyndar voru Skallagrímsmenn að leika ágætis vörn en sókn liðsins var skelfileg og eins voru þeir að velja vonlaus skot í sókninni. Staðan í hálfleik var 48-39 fyrir Keflavík. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og voru komnir með þægilegt forskot þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Það hægðist vel á leikn- um þegar staðan var 60-45 og þegar leikhlutinn var allur hafði Keflavík 10 stiga forskot. Fjórði leikhlutinn fer ekki í sögubækurnar fyrir gæði og í raun var hann svitalaus fyrir heimamenn á meðan gestirnir gáfust heldur fljótt upp. Því fór það þannig að Keflvíkingar sigldu öruggum tveim stigum í hús og urðu loka- tölur 92-80. Hafþór Ægir Gunnarsson átti enga skýringu á slökum leik Skall- anna. „Í raun var þetta mjög dap- urt hjá okkur. Við vorum ekki að spila neina vörn að ráði og þeir gátu skotið að vild. En það er bara næsti leikur gegn KR sem er næst á dagskrá og hann ætlum við að vinna,“ sagði Hafþór. Sigurður Ingimundarson var heldur hressari og hann var á því að þetta hefði verið frekar rólegur dagur. „Þetta var svona í rólegri kantinum. Borganes var í raun að spila ágætlega en við vorum frek- ar daprir. Þeir urðu fljótt þreyttir enda spila þeir á fáum mönnum,“ sagði Sigurður en hans menn hafa unnið alla tíu leiki sína. - höþ Topplið Keflavíkur lenti ekki í neinum vandræðum með Skallagrím í Iceland Express-deildinni: Rólegur dagur hjá Keflavík í Sláturhúsinu STERKUR Tommy Johnson átti fínan leik fyrir Keflavík í gær og skoraði 19 stig í fyrir- hafnarlitlum sigri Keflvíkinga. MYND/VÍKURFRÉTTIR Iceland Express-deild karla: ÍR-Snæfell 02-77 Stig ÍR: Sveinbjörn Claessen 21 (24 mín.), Hreggviður Magnússon 19, Ómar Sævarsson 16 (9 frák.), Ólafur Jónas Sigurðsson 12 (4 stoðs.), Eiríkur Önundarson 10, Steinar Arason 9, Nate Brown 8 (10 stoðs., 7 frák.), Ólafur Þórisson 3, Þorsteinn Húnfjörð 2. Stig Snæfells: Justin Shouse 20 (10 stoðs.), Anders Katholm 11 (18 mín.), Hlynur Bæringsson 10 (7 frák., 4 stoðs., 22 mín.), Atli Rafn Hreinsson 9, Sigurður Þorvaldsson 8, Magni Hafsteinsson 8 (16 mín.), Slobodan Subasic 4, Sveinn Davíðsson 3, Gunnlaugur Smárason 2, Guðni Valentínus- arson 2. Keflavík-Skallagrímur 92-80 Stig Keflavíkur: BA Walker 22, Tommy Johnson 19, Magnús Þór Gunnarsson 19, Gunnar Einars- son 12, Arnar Freyr Jónsson 8, Sigurður Þorsteins- son 5, Antony Susniaria 4, Jón Hafsteinsson 2, Þröstur Jóhannsson 1 Stig Skallagríms: Milojica Zekovic 22, Darrell Flake 18, Allan Fall, 13, Hafþór Ingi Gunnarsson 13, Pétur Sigurðsson 8, Óðinn Guðmundsson 3, Áskell Jónsson 3 KR-Tindastóll 97-91 Stig KR: Avi Fogel 22, Jovan Zdravevski 21, Joshua Helm 19, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Brynjar Þór Björnsson 11, Fannar Ólafsson 6, Helgi Már Magnússon 4, Darri Hilmarsson 2. Stig Tindastóls: Donald Brown 23, Serge Poppe 22, Philip Perre 13, Svavar Birgisson 11, Ísak Ein- arsson 9, Samir Shaptahovic 7, Helgi Viggósson 4, Halldór Halldórsson 2. Njarðvík-Fjölnir 87-75 Tölfræði úr leiknum barst ekki fyrir prentun Fréttablaðsins. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI ÍR-ingar fóru illa með Snæfellinga í Seljaskóla í Iceland Express-deild karla í gær og tóku af þeim sjötta sætið með 25 stiga sigri, 102-77. Snæfellingar áttu engin svör við grimmri vörn heimamanna sem refsuðu þeim síðan með vel útfærðum hraðaupphlaupum auk þess að setja niður fjórtán þrista í leiknum. Snæfell hékk í ÍR framan af leik, var aðeins einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta, 25-24, og 9 stigum undir í hálfleik, 53-44 en ÍR skoraði átta fyrstu stig seinni hálfleiks og stakk í kjöl- farið af í leiknum. ÍR-ingar skoruðu 12 fleiri þriggja stiga körfur en Hólmarar í leiknum sem nýttu aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum. ÍR-liðið skoraði að auki 24 fleiri stig úr hraðaupphlaupum og skildu hvað eftir annað þunga Snæfellinga eftir í sporunum. „Við erum með vel spilandi lið og erum loksins búnir að finna taktinn okkar eftir erfiða byrjun. Við förum inn í þetta jólafrí með fjóra sigra í röð og ætlum okkur mikið í framhaldinu,“ sagði ÍR-ing- urinn Hreggviður Magnússon sem setti niður 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Hreggviður og ÍR-liðið hefur gengið í gegnum ýmislegt í vetur en nú virðist liðið komið með rétta blöndu. „Þegar við vorum allir heilir og að spila í fyrra þá vorum við með gott sigurhlutfall og núna erum við komnir með þennan hóp aftur og erum orðnir gríðarlega vel spilandi.“ Hreggviður er ánægður með Nate Brown en ÍR hefur unnið þrjá sannfærandi sigra síðan hann kom aftur til liðsins. „Hans framlag í leiknum er miklu meira en það sem segir á stigatöflunni. Hann er að setja upp, finna réttu kerfin og keyra taktinn í liðinu,“ segir Hreggviður sem átti mjög góðan leik. Eigum að vinna ÍR hvar sem er Hlynur Bæringsson, fyrir- liði Snæfells, lék ekk- ert síðustu 13 mín- útur leiksins vegna meiðsla á læri. „Við fráköstum illa og svo hittum við ekki neitt, hvorki úr vítum né neinu öðru. Þeir voru síðan að setja niður öll skot á tímabili. Við spiluðum aldrei neina vörn og það var ekki eins og þeir væru að setja einhver erfið skot niður. Það er bara til skammar að fá á sig 102 stig,“ segir Hlynur en það eru fleiri en hann að kljást við meiðsli. „Við erum langt frá því að vera með okkar lið í góðu standi en mér er alveg sama því mér finnst samt, með fullri virðingu fyrir ÍR, að við eigum að vinna þá hvar sem er. Ef það er orðið takmarkið hjá okkur að koma og standa í ÍR-ingum þá er ég bara hættur,“ sagði Hlynur sem segir slakan varnarleik vera helsta vandamál liðsins. „Við förum ekki neitt langt á því að Snæfell hafi spilað góða vörn í gegnum tíðina. Það er eins og það sé bara sjálfsagt að við eigum að spila góða vörn af því að við erum vanir því og góðir varnarmenn flestir. Góð vörn kemur ekki af sjálfu sér og við erum að spila skelfi- lega svæðisvörn. Það er enginn að tjá sig við næsta mann og við erum að gefa galopin skot hvað eftir annað og það nýta góðar skyttur sér. Við verðum að gera eitthvað almennilegt í jólafríinu,“ sagði Hlynur. Justin Shouse var atkvæðamestur með 20 stig og 10 stoðsendingar en lykilmenn eins og Sigurður Þorvaldsson og Slobodan Subasic brugðust alveg. Það var búist við miklu af Snæfellsliðinu í vetur en með sama áframhaldi er allt annað en öruggt að liðið komist í úrslitakeppnina í vor. ooj@frettabladid.is Loksins búnir að finna taktinn Hreggviður Magnússon segir mikið búa í ÍR-liðinu sem vann 25 stiga sigur á Snæfelli í gær. Hlynur Bær- ingsson, fyrirliði Snæfells, var hins vegar allt annað en ánægður með vörnina sem Snæfell spilaði í gær. BARÁTTA Það var ekkert gefið eftir undir körfunni í Seljaskóla í gær þó svo að Snæfell hafi ekki spilað góða vörn. Á stóru myndinni er síðan Nate Brown sem lék vel og uppskar mikið hrós frá Hreggviði Magnússyni, félaga sínum í ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.