Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 122

Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 122
90 22. desember 2007 LAUGARDAGUR BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir komst í gær í úrslit á alþjóðlega badmintonmótinu Hellas Victor International þegar hún vann bar- áttusigur í úrslitalotu á móti Nhung Le frá Víetnam. Þetta er í sjöunda sinn á ferlinum sem Ragna spilar úrslitaleik á alþjóð- legu móti en hún mætir Petyu Nedelchevu frá Búlgaríu í úrslita- leik í dag. Undanúrslitaleikur Rögnu og Nhung Le var jafn og spennandi. Ragna sigraði fyrstu lotuna 24-22 sem þurti að framlengja eins og sést á tölunum en þá næstu vann Nhung 21-13. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit og þar sigraði Ragna 21-17. Ragna hefur þegar unnið tvö alþjóðleg mót á þessu ári en hún komst einnig í úrslit á Alþjóðlega Viktoríumótinu í sumar en tapaði þá fyrir Lar- isu Griga frá Úkraínu. Ragna vann síðan bæði ungverska mótið og Iceland Express International í nóvember. Það bíður Rögnu erfiður andstæðingur í úrslitaleikn- um en hún mætir þar geysi- sterkri búlgaskri stelpu sem hefur gjörsigrað alla andstæð- inga sína á mótinu hingað til. Stúlkurnar sem hafa mætt henni í Grikklandi hafa mest fengið níu stig gegn henni í hverri lotu sem verða að teljast ótrúlegir yfirburðir. Petya er númer 11 á heimslista Alþjóða Bad- mintonsambandsins en Ragna er þar númer 55. - óój Ragna Ingólfsdóttir mætir gríðarlega sterkri búlgarskri stúlku í úrslitaleik Hellas Victor International í Grikklandi: Í úrslit á sjöunda alþjóðlega mótinu sínu FJÓRÐI ÚRSLITALEIKURINN Í ÁR Ragna Ingólfsdóttir hefur komist alla leið á fjórum alþjóðlegum mótum í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR ÚRSLITALEIKIR RÖGNU Á FERLINUM: Alþjóðlega Hellas Victor International Grikkland 22. desember 2007 Mætir Petyu Nedelchevu frá Búlgaríu Alþjóðlega Iceland Express mótið TBR-húsið 11. nóvember 2007 Vann Trine Niemaier frá Danmörku (21-11 og 21-3) Opna Ungverska badmintonmótið Búdapest 4. nóvember 2007 Vann Jeaninie Cicognii frá Sviss (21-13 og 21-18) Alþjóðlega Viktoríumótið Melbourne í Ástralíu 15. júlí 2007 Tapaði fyrir Larisu Griga frá Úkraínu (11-21 og 10-21) Alþjóðlega Iceland Express mótið TBR-húsið 12. nóvember 2006 Vann Susan Hughes frá Skotlandi (21-14, 11-21 og 21-12) Opna Ungverska badmintonmótið Búdapest 29. október 2006 Tapaði fyrir Chie Umezu frá Japan (9-21 og 15-21) Opna tékkneska meistaramótið Ostrava í Tékklandi 1. október 2006 Vann Camillu Sörensen frá Danmörku Sú danska gaf leikinn FÓTBOLTI Alan Curbishley, stjóri West Ham, er þeirrar skoðunnar að banna eigi jólafagnaði liða í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er á móti jólafögnuðum þar sem leikmenn koma saman því oftar en ekki á sér stað eitthvað leiðindaatvik og ofan á það halda fjölmiðlar málunum á lofti lengi á eftir,“ sagði Curbish- ley vegna meintrar nauðgunar 26 ára stúlku í jólafagnaði liðsmanna Manchester United. Bobby Barnes, aðstoðarstjórnarfor- maður samtaka atvinnumanna í knattspyrnu, segir stöðu leik- manna oft ekki mjög eftirsóknar- verða í fjölmiðlum. „Það er óheppilegt að dagblöð- unum líki betur að birta fréttir á forsíðum sem koma vondu orði á leikmenn heldur en hitt. Það er mikið af góðverkum leikmanna sem komast ekki einu í blöðin yfir höfuð,“ sagði Barnes í samtali við BBC 5 Live. - óþ Alan Curbishley, West Ham: Banna þarf jólafögnuði BANNA JÓLAFÖGNUÐI Curbishley telur einu leiðina til þess að koma í veg fyrir leiðindaatvik á jólafögnuðum liða að banna þá alfarið. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Lawrie Sanchez var í gær rekinn sem knattspyrnu- stjóri Fulham í ensku úrvals- deildinni og er hann sjöundi stjórinn til að taka pokann sinn í vetur. „Eftir röð slæmra úrslita er liðið í harðri fallbaráttu og má ekki við því að tapa henni. Ákveðið hefur verið að leita að nýjum stjóra í leit liðsins að halda sæti sínu í deildinni sem skiptir öllu máli fyrir framgang þess. Fulham þakkar Sanchez fyrir að leiða liðið áfram á erfiðum tímum undanfarið og í lok síðasta tímabils,“ sagði í yfirlýsingu á opinberri heimasíðu Fulham en liðið vann aðeins fjóra leiki undir hans stjórn af tuttugu og fjórum, gerði átta jafntefli og tapaði tólf. Ray Lewington, þjálfari aðalliðsins, og Billy McKinlay, þjálfari varaliðsins, fara með stjórn liðsins tímabundið þangað til nýr stjóri verður ráðinn. Flest virðist nú benda til að John Collins, fyrrverandi leikmaður Fulham sem sagði óvænt af sér sem stjóri Hibs í skosku deild- inni, verði kynntur sem nýr stjóri Fulham á næstu dögum. - óþ Enska úrvalsdeildin: Sanchez rekinn frá Fulham BÚIÐ SPIL Sanchez vann aðeins fjóra leiki með Fulham-liðið af 24 leikjum sínum með það og var rekinn í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Það munaði ekki miklu að fjórir leikmenn íslenska hand- boltalandsliðsins næðu að brjóta hundrað marka múrinn á árinu en það hefur aldrei gerst í sögu strák- anna okkar. Árin 1987 og 1988 skoruðu þrír landsliðsmenn hundrað mörk eða meira, alveg eins og í ár, en aldrei hefur fjórum landsliðsmönnum tekist það á einu og sama árinu. Þurfti að skora tíu mörk Alexander Petersson þurfti að skora tíu mörk í vináttuleikjunum tveimur gegn Ungverjum í lok október til þess að ná að brjóta hundrað marka múrinn. Hann hafði skorað 4,7 mörk að meðaltali í fyrstu 19 landsleikjum sínum á árinu og fékk vissulega tækifærin í þessum Ungverjaleikjum. Alexander skaut 19 sinnum á markið í leikjunum tveimur en aðeins sjö skotanna fóru rétta leið og hundrað marka múrinn stóðst því áhlaup hans þetta árið. Logi Geirsson var einnig líkleg- ur á tímabili en meiðsli kipptu honum út úr seinni hluta ársins og hann endaði því 13 mörkum frá því að komast í hóp með föður sínum Geir Hallsteinsson sem braut fyrstur hundrað marka múr- inn fyrir 35 árum. Árin 1987 og 1988 var fjórði markahæsti maður liðsins mun lengra frá hundrað mörkunum. Árið 1987 voru þeir Kristján Ara- son (172 mörk), Þorgils Óttar Mathiesen (132) og Alfreð Gísla- son (106) yfir hundrað marka múrnum en Sigurð Gunnarsson vantaði 23 mörk upp á að bætast í þeirra hóp. Það munaði reyndar minna árið eftir. Þorgils Óttar (123), Alfreð (121) og Kristján (115) skoruðu þá allir aftir yfir hundrað mörk en það munaði aðeins níu mörkum að Atli Hilmarsson bættist í hópinn. Það voru eins og áður sagði þrír leikmenn landsliðsins sem tókst að skora hundrað mörk á árinu, tveir þeirra voru langt frá því að gera það í fyrsta sinn en sá þriðji náði því í fyrsta sinn. Fimm ár í röð yfir 100 mörk Guðjón Valur Sigurðsson braut hundrað marka múrinn fimmta árið í röð og sett með því nýtt met en auk þess eiga hann og Ólafur met yfir flest ár með hundrað mörk eða meira. Ólafur braut hundrað marka múr- inn einnig í fimmta sinn á ferlin- um en hann skoraði yfir 100 mörk í ár í fyrsta sinn í þrjú ár. Enn langt í Ólaf Stefánsson Guðjón Valur skoraði flest mörk allra landsliðsmanna en hann gerði 134 mörk í 22 leikjum eða 6,1 mark að meðaltali í leik. Guðjón Valur nálgast óðum sitt þús- undasta landsliðsmark (er kominn með 822) en er enn 400 mörkum á eftir Ólafi sem er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir A-landslið karla í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson braut hundrað marka múrinn í fyrsta sinn á árinu en hann var eini lands- liðsmaðurinn sem náði að skora tíu mörk eða meira í fleiri en einum leik. Snorri Steinn skoraði 15 mörk eins og frægt er í tapinu sára gegn Dönum á HM en hann skoraði síðan 11 mörk í sigri á Ung- verjum í vin- áttuleik sem var einmitt síðasti lands- leikur ársins. Fram undan er Evrópumótið í Noregi í næsta mánuði og vonandi gengur þessum lykil- mönnum íslenska liðs- ins áfram vel að raða inn mörkum á nýja árinu og hver veit nema þeir endur- skrifi bara söguna á næsta ári. ooj@frettabladid.is Vantaði þrjú mörk upp á sögulegt ár Alexander Petersson skoraði 97 mörk fyrir landsliðið á árinu og var nálægt því að bætast í hundrað marka hópinn með þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni og Ólafur Stefánsyni. MARKAHÆSTUR Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins þriðja árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 97 MÖRK Alexander Petersson lék vel með landsliðinu á árinu og skoraði 4,6 mörk í leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARKAHÆSTU LANDSLIÐSMENN ÁRSINS 2007: 1. Guðjón Valur Sigurðss. 134 2. Snorri Steinn Guðjónss. 121 3. Ólafur Stefánsson 109 4. Alexander Petersson 97 5. Logi Geirsson 87 6. Róbert Gunnarsson 66 7. Ásgeir Örn Hallgrímsson 28 8. Sigfús Sigurðsson 21 9. Vignir Svavarsson 20 10. Markús Máni Michaelsson 17 11. Arnór Atlason 11 12. Bjarni Fritzson 8 12. Hannes Jón Jónsson 8 14. Ragnar Óskarsson 6 14. Jaliesky Garcia 6 GUÐJÓN VALUR YFIR 100 MÖRK FIMM ÁR Í RÖÐ: 2003 138 mörk (5,5 mörk í leik) 2004 142 (4,9 í leik) 2005 126 (5,5 í leik) 2006 109 (6,4 í leik) 2007 134 (6,1 í leik)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.