Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 32
32 22. desember 2007 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is DIANE SAWYER FRÉTTAKONA ER 62 ÁRA „Fylgdu alltaf því sem þú hefur ástríðu fyrir og það mun vísa þér á áfangastað.“ Diane Sawyer fréttakona hjá Sextíu mínútum er þekkt fyrir dirfsku sína í fréttamennsku og er óhrædd við að takast á við eldfim mál. Árið 1872 var fyrst byrjað að tala um að brúa sunnlensku stórföllin, Ölfusá og Þjórsá. Á Þingi 1879 voru veittar 100 þúsund krónur til brúarbygg- inga en í fyrstu var talað um að gera flugferjur eða svif- ferjur á árnar. Árið 1891 hófst brúar- smíðin af alvöru, en byrjaði þó illa því enskur maður sem vann að smíðinni drukknaði þegar efnispramma hvolfdi og bæði maður og stálstykkin á prammanum fóru í ána. Við þetta tafðist verkið og enn frekar þegar í ljós kom að stöplar brúarinnar, sem höfðu verið steyptir, voru ekki nógu háir til að mestu klakahrannir kæm- ust undir og að burðarstangirnar voru of langar. Þó fór svo að smíði brúarinnar lauk í september sama ár, en verkið hófst í júní. Við vígsluna flutti Magnús Stephensen landshöfðingi tölu og að lokum var Brúar- drápa Hannesar Hafstein flutt. Samdar voru reglur um um- ferð um Ölfusárbrúna, þar sem meðal annars var bann- að að fara yfir brúna ríðandi á hraða yfir klyfjahraða og skil- greint hve margir laushestar máttu vera í rekstri yfir brúna. Árið 1944 fór mjólkurbíll frá Reykjavík með annan í togi yfir brúna og vegna þyngsla slitnaði brúarstrengur og bílarnir féllu báðir í Ölfusá. Í kjölfarið var ný Ölfusárbrú var byggð og þjónar hún enn sínum tilgangi. Heimildir: Guðmundur Kristinsson. Saga Selfoss. Selfosskaupstaður, 1991. ÞETTA GERÐIST: 22. DESEMBER 1945 Ný Ölfusárbrú tekin í notkun MERKISATBURÐIR 1897 Í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík er sett upp stundaklukka sem Thomsen kaupmaður gaf og er hún þar enn. 1919 Síðustu dómar eru kveðn- ir upp í Landsyfirrétti. 1947 Stjórnarskrá Ítalíu er sam- þykkt af stjórnlagaþinginu. 1987 Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík gengur í gildi og leysir af hólmi aðra, sem var meira en hálfrar aldar gömul. 1988 New York-samningarnir eru undirritaðir milli Kúbu, Angóla og Suður- Afríku þar sem Samein- uðu þjóðirnar fá stjórn Namibíu. 1989 Ion Iliescu verður forseti Rúmeníu. Geisladiskur með flutningi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, Schola Cant- orum og einsöngvara á óratóríunni Eddu I eftir Jón Leifs er nú kominn út í fyrsta sinn. Diskurinn fékk fullt hús á tónlistar- vefnum Classics Today sem kallar út- gáfuna stórviðburð. Flutningur og út- gáfa er talið sannkallað þrekvirki enda gríðarlega kröfuhart og eitt það viða- mesta eftir Jón Leifs. Ekki síst fyrir kórinn en hlutverk hans var lengi talið nánast ósyngjandi. Hörður Áskelsson hafði veg og vanda af því að æfa kórinn, Schola Cantorum, sem flutti verkið ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og ein- söngvurunum Gunnari Guðbjörnssyni og Bjarna Thor Kristinssyni undir stjórn Hermans Bäumer. Diskur inn er gefinn út hjá sænsku BIS-útgáfunni, en samstarf hennar og Sinfóníuhljóm- sveitarinnar við útgáfu á verkum Jóns Leifs hefur vakið mikla athygli tónlistarunnenda um allan heim. „Það varð ákveðin vitundarvakning þegar Hjálmar H. Ragnarsson fór að kynna tónlistina markvisst bæði heima og erlendis fyrir rúmum fimmtán árum. Síðan hefur fólk verið að uppgötva hvað Jón Leifs var merkilegt tón- skáld. Mér finnst hún eins konar til- raun til að lýsa Íslandi í tónum. Maður sér fyrir sér eldfjöll, jarðskjálfta og hrikalegar náttúruhamfarir, sem greinilega falla í kramið hjá erlend- um tónlistarunnendum,“ segir Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, og bætir við að vinsældir hafi einnig aukist í kjölfar útgáfu. „Sænska BIS tónlistarútgáfan ákvað upp á sitt einsdæmi að taka upp og gefa út öll verk Jóns með Sin- fóníuhljómsveit Íslands upp úr 1990. Þegar hafa komið út átta diskar og Schola Cantorum og Mótettukór Hall- grímskirkju hafa starfað með okkur á fimm þeirra. Þess vegna lá beint við að Schola Cantorum yrði beðið um að flytja þetta. Þau þekkja orðið tónlist- ina vel og það eru fáir kórar í heimin- um sem myndu ráða við þessa tónlist. Hún jafnast á við Everest fyrir fjall- göngumann,“ segir Árni Heimir. Óratórían átti að vera í fjórum hlut- um og er samin við texta Eddu kvæð- anna. Skáldið kláraði fyrsta og annan hluta og var hálfnaður við þann þriðja þegar hann lést. „Hann lauk við fyrsta hluta árið 1939 og skömmu síðar byrj- aði hann á öðrum hluta. Síðan voru tveir kaflar úr Eddu I fluttir á tón- skáldaþingi í Kaupmannahöfn árið 1952 en fengu svo slæmar viðtökur að Jón stakk verkinu ofan í skúffu og gat eiginlega ekki hugsað sér að bæta neinu við. Síðan liðu meira en tíu ár þangað til hann tók upp pennann aftur. Þá var þetta kapphlaup við tímann því Jón átti ekki nema nokkur ár eftir ólifuð,“ útskýrir Árni Heimir. Árið 1982 flutti Pólýfónkórinn þrjá hluta af Eddu I og Árni Heimir segir að þá hafi borið meira á umburð- arlyndi gagnvart tónlistinni. Þegar verkið var síðan frumflutt í heild sinni í fyrra var tvísýnt hvort flutn- ingurinn yrði að veruleika. „Vinnan í kringum svona frumflutning er gríð- arlega mikil. Undirbúningur stóð yfir í fimm ár enda höfðum við aðeins handrit Jóns Leifs, sem voru næst- um því ólæsileg. Þetta var bara eitt- hvert pár. Síðan þurfti að útsetja alla parta og tölvusetja áður en tónlistar- fólkið fékk sinn hluta í hendurnar. Því næst tók við æfingarferli hjá kórn- um sem tók heilt ár, en við þurftum að bæta fjórtán manns við kórinn,“ segir Árni Heimir og heldur áfram: „Við erum ótrúlega þakklát söngvurunum sem tóku þátt í flutningnum, þar sem- verkið er skrifað fyrir atvinnusöngv- ara og reynir mikið á í tæplega einn og hálfan tíma.“ Fram undan eru æf- ingar og frumflutningur á Eddu II og Árni Heimir segist vona að framsýnir menn í þjóðfélaginu ásamt stjórnmála- mönnum sjái hvers konar menningar- verðmæti eru þarna á ferð og styrki þetta starf. „Svona verkefni eru gríð- arlega dýr en það er von okkar og trú að við getum frumflutt annan hluta verksins í nýju tónlistarhúsi haustið 2010,“ segir Árni Heimir. rh@frettabladid.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN OG SCHOLA CANTORUM: EDDA I GEFIN ÚT Í FYRSTA SINN Verkið nánast ósyngjanlegt LÝSIR ÍSLANDI Í TÓNUM Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segir undirbúning á flutningi Eddu I, sköpun heimsins hafa tekið fimm ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bestu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Katrínar I. Arndal Hlíf I, áður Engjavegi 19, Ísafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar. Helgi Júlíusson Sigríður K. Júlíusdóttir Albert Ó. Geirsson Gunnhildur Elíasdóttir Kristín Júlíusdóttir Hrólfur Ólafsson Haraldur Júlíusson Ingibjörg Einarsdóttir barnabörn og langömmubörn. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför föður, tengdaföður, afa og langafa, Jóns E. Hallssonar Búðardal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Silfurtúns í Búðardal. Guð veri með ykkur öllum. Hallur S. Jónsson Kristín S. Sigurðardóttir Lóa Björk Hallsdóttir Einar Þór Einarsson Ingunn Þóra Hallsdóttir Ólafur Ingi Grettisson Jón Eggert Hallsson Helgi Rafn Hallsson Stella Kristmannsdóttir Dagur Andri Einarsson Sólveig Halla Einarsdóttir Axel Ingi Ólafsson Emil Grettir Ólafsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hafliði Jónsson fyrrum garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, andaðist á Elliheimilinu Grund miðvikudaginn 19. desember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hafsteinn Hafliðason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, Óskar Þór Sigurðsson véltæknifræðingur, Lýsubergi 14, Þorlákshöfn, lést á Krabbameinsdeild Landspítalans þann 17. desem- ber sl. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna. Ásta Margrét Grétarsdóttir Birta og Bjarki Guðrún Lísa Óskarsdóttir Sjöfn Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Áslaug Jónsdóttir Hrísalundi 4 c, Akureyri, lést á heimili sínu 20. desember. Björn J. Jónsson Halldóra Steindórsdóttir Sævar Ingi Jónsson Elín Gunnarsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Rósa Friðriksdóttir Ólafur Halldórsson Atli Örn Jónsson Arnfríður Eva Jónsdóttir Jón Már Jónsson Unnur Elín Guðmundsdóttir ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ara Steinbergs Árnasonar Lindasíðu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til Runólfs Pálssonar læknis, starfs- fólks á deild 13 E Landspítala, Lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar og Heimahlynningu Akureyri fyrir góða umönnun. Guðrún Elísabet Aradóttir Júlíus Fossberg Arason Fríður Leósdóttir Ingunn Kristín Aradóttir Hinrik Karlsson Jón Björn Arason Helga Guðjónsdóttir Árni Arason Sveinbjörg Pálsdóttir Rúnar Arason Dýrleif Skjóldal afa- og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.