Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 120

Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 120
88 22. desember 2007 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðs- ins, fékk langþráð tækifæri með enska liðinu í leik gegn Grét- ari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar í Evrópukeppni félagsliða í fyrrakvöld. Bjarni Þór byrjaði á varamannabekk Everton í leiknum en kom inn á fyrir Steven Pienaar á 69. mínútu og komst vel frá sínu. „Það tók mig smá tíma að venjast aðstæðum en ég er sáttur með leik minn. Það var frábær stemning á leiknum og ég var búinn að bíða nokkuð lengi eftir þessu tæki- færi,“ sagði Bjarni Þór en Everton-liðið hefur verið á miklu skriði undanfarið og er taplaust í þrettán leikjum í öllum keppnum. Næsta verkefni liðsins er leikur gegn Englandsmeisturum Manchester United og Bjarni Þór segir mikla eftirvæntingu ríkja í herbúðum liðsins. „Það er búið að ganga vel upp á síðkastið og það er því rosalega góður mórall í liðinu og jafnframt mikil eftirvænting fyrir leikinn gegn United,“ sagði Bjarni Þór, sem er þó óviss um framhaldið hjá sér. „Staða mín er í rauninni mjög góð þrátt fyrir að framhaldið sé fremur óljóst. Ég klára núverandi samninginn minn við Everton næsta sumar og það hafa enn sem komið er ekki farið fram neinar viðræður um framlengingu á honum. Það eina sem ég get gert er bara að æfa vel og halda áfram að bæta mig og sjá til hvað gerist,“ sagði Bjarni, sem útilokar ekki að fara einhvert í lán þegar félagsskiptaglugginn opnast í janúar. „Það hafa einhverjar þreifingar átt sér stað í sam- bandi við að ég fari sem lánsmaður til annars félags og það held ég að væri alls ekki vitlaust skref fyrir mig. Það er náttúrulega hund - leiðinlegt að vera ekki að spila reglulega og ef ég er ekki inni í myndinni hjá Everton myndi ég fagna því að fá tækifæri til þess að fara eitthvert á láni og fá að spila reglulega,“ sagði Bjarni, sem var í láni hjá Bournemouth í ensku 2. deildinni í byrjun árs og skoraði eitt mark í sex leikjum með liðinu. BJARNI ÞÓR VIÐARSSON: LÉK SINN FYRSTA LEIK MEÐ AÐALLIÐI EVERTON Í FYRRAKVÖLD EN ER ÓVISS UM FRAMHALDIÐ Hundleiðinlegt að vera ekki að spila reglulega DEILDARBIKARINN 27. desember - kvennaflokkur Fram - Grótta kl. 18.30 Valur - Stjarnan kl. 20.30 28. desember - karlaflokkur Haukar - Valur kl. 18.30 Stjarnan - Fram kl. 20.30 29. desember - úrslit Kvennaflokkur kl. 13.40 Karlaflokkur kl. 16.00 HANDBOLTI Sú nýbreytni er á hand- boltavertíðinni í ár að keppt verður í deildarbikarnum á milli jóla og nýars. Fjögur efstu liðin í N1-deildum karla og kvenna taka þátt í mótinu og í húfi er Evrópu- sæti og hálf milljón króna í verð- launafé. Liðið sem lendir í öðru sæti fær 250 þúsund krónur. Stelpurnar hefja leik á fimmtu- dag þegar liðin í fyrsta og fjórða sæti deildarinnar mætast. Það eru Fram og Grótta. Valur og Stjarnan, sem eru í öðru og þriðja sæti, spila síðari leik fimmtu- dagsins. Sami háttur er hafður á hjá strákunum á föstudeginum þegar topplið Hauka byrjar að spila við Íslandsmeistara Vals og svo mæt- ast Fram og Stjarnan. Úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardag. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll. Aðgangs- eyrir á alla sex leikina er aðeins 1.000 krónur. - hbg N1-deildarbikarinn fer fram í fyrsta skipti á milli jóla og nýárs: Liðin munu keppa um Evrópu- sæti og hálfa milljón króna MEISTARARNIR Í HÖLLINNI Pálmar Pétursson og félagar í Val tryggðu sér sæti í deildar bikarnum á elleftu stundu. Valsmenn mæta Haukum á föstudaginn og verður það eflaust hörkurimma eins og venjulega hjá þessum tveim liðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Í gær var dregið í 32-liða úrslit UEFA-bikarsins. Nokkuð er um áhugaverðar viðureignir og til að mynda mætast Íslendingaliðin Brann og Everton. Bolton á mjög erfitt verkefni fyrir höndum gegn Atletico Madrid rétt eins og Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Helsingborg sem fengu PSV Eindhoven. Rosenborg mætir Fiorentina og Slavia Prag fær það verðuga verkefni að spila gegn Tottenham. Fyrri leikirnir verða spilaðir 13. og 14. febrúar og þeir síðari 21. febrúar. - hbg UEFA-bikarinn: Brann mætir Everton FER Á GOODISON PARK Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Brann þurfa að mæta Everton á Goodison Park. FRÉTTABLAÐIÐ/SCANPIX FÓTBOLTI Manchester United ákvað í gær að semja við hinn 24 ára gamla angólska framherja Manucho. Hann mun gera þriggja ára samning við United en hann kemur frá angólska liðinu Pedro Atletico. Manucho hefur verið til reynslu hjá félaginu síðustu þrjár vikur en það var aðstoðarmaður Fergusons, Carlos Queiroz, sem fann leikmanninn. Hann kemur til United í janúar fái hann atvinnuleyfi. - hbg Nýr framherji á Old Trafford: Manucho til Man. Utd UEFA - BIKARINN 32-liða úrslit: Aberdeen - Bayern München AEK Aþena - Getafe Bolton - Atletico Madrid Zenit St. Petersburg - Villarreal Galatasaray - Bayer Leverkusen Anderlecht - Bordeaux Brann - Everton FC Zürich - Hamburg SV Rangers - Panathinaikos PSV Eindhoven - Helsingborg Slavia Prag - Tottenham Rosenborg - Fiorentina Sporting Lisbon - Basel Werder Bremen - Braga Benifica - Nuremberg Marseille - Spartak Moskva > Framtíð Marels enn óljós Ekki liggur enn fyrir hvar Marel Baldvinsson muni spila fót- bolta næsta sumar. Hann hafði áður sagst ætla að ákveða sig fyrir jól en hann tjáði Fréttablaðinu í gær að líklega fengist engin niðurstaða í hans mál fyrr en eftir jólahátíðina. Marel, sem fékk sig lausan frá Molde á dögunum, er sterklega orðaður við sitt gamla félag Breiðablik, en vitað er að bæði Fram og FH horfa hýru augu til framherjans sterka. FÓTBOLTI Sem fyrr er þétt spilað í enska boltanum um jólin. Sjö leikir fara fram í dag, þrír á morgun og svo er strax aftur spilað á annan í jólum. Jólavertíð enskra knattspyrnumanna lýkur ekki fyrr en 2. jan- úar. Nokkrir áhugaverðir leikir fara fram í dag eins og viðureign Liverpool og Portsmouth. Stórleikur dags- ins er þó klárlega viðureign Lundúnaliðanna Arsenal og Tottenham en rimmur liðanna eru oftar en ekki mjög fjörlegar og mönnum iðulega heitt í hamsi. Það er fínt ástand á Arsenal-liðinu og allir leik- menn heilir heilsu fyrir utan Theo Walcott sem hefur ekkert æft í vikunni vegna veikinda. Hjá Tottenham er Didier Zokora fjarri góðu gamni þar sem hann er í leikbanni. Ledley King gæti aftur á móti verið klár í slaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Juande Ramos, stjóri Tottenham, upplifir þennan Lundúnaslag og hann gerir sér vel grein fyrir því að loftið verði lævi blandið. „Það gerist í öllum löndum í álíka rimm- um. Móðganir ganga á milli manna sem og áhorfenda. Það er í góðu lagi svo framar- lega sem því fylgir ekkert ofbeldi. Það truflar mig samt ekkert hvað áhorfendur segja um mig þar sem ég skil það hvort eð er ekki,“ sagði Ramos léttur en Spurs hefur ekki tekist að leggja Arsenal í síðustu sex- tán viðureignum liðanna. Portsmouth hefur átt ákaflega góðu gengi að fagna á útivelli í vetur og unnið sex síð- ustu útileiki sína. Verður því áhugavert að sjá hvað liðið gerir gegn Liverpool á Anfield en Liverpool má engan veginn við því að tapa leiknum eftir tapið gegn Manchester United um síðustu helgi. Hermann Hreiðarsson verður væntanlega í byrjunar- liði Portsmouth. henry@frettabladid.is Lundúnaslagur í dag Það verður ekkert jólahlé í enska boltanum og stutt milli leikja yfir hátíðirnar. Ballið byrjar í dag með sjö leikjum en þrír leikir fara síðan fram á Þorláks- messu. Topplið Arsenal tekur á móti Tottenham í stórleik dagsins. HEITUR Willi- am Gallas og félagar í liði Arsenal hafa fagn- að mikið á árinu og ekki enn tapað á heimavelli. NORDIC PHOTOS/ GETTY IMAGES ENSKI BOLTINN Leikir dagsins: Arsenal-Tottenham kl. 12.45 Aston Villa-Man. City kl. 15.00 Bolton-Birmingham kl. 15.00 Fulham-Wigan kl. 15.00 Liverpool-Portsmouth kl. 15.00 Middlesbrough-West Ham kl. 15.00 Reading-Sunderland kl. 15.00 FÓTBOLTI Flest bendir til þess að David Beckham muni mæta á æfingar hjá Arsenal fljótlega. Beckham þarf að vera í formi ætli hann sér að komast í landsliðhóp Fabio Capello fyrir æfingaleikinn gegn Sviss sem fer fram á Wembley 6. febrúar. „Við munum aðstoða hann við að komast í form og vera tilbúinn í átökin,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, við BBC. „Það er mjög líklegt að hann komi til æfinga hjá okkur í janúar en það er ekki frágengið.“ Það myndi henta Beckham ákaflega vel að æfa með Arsenal þar sem æfingasvæði félagsins er mjög nálægt húsinu hans í London. Beckham er mikið í mun að komast í landsliðið enda er hann aðeins einum landsleik frá 100. „Vonandi nær hann 100. Ef ekki 100 þá 120 en hann er á þeim aldrei að hann þarf að vera í formi,“ sagði Wenger um hinn 32 ára gamla Beckham. - hbg David Beckham: Æfir líklega með Arsenal DAVD BECKHAM Fær væntanlega grænt ljós á að æfa með Arsenal. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Gummersbach hefur klófest austurríska landsliðs- manninn Viktor Szilagyi frá Þýskalandsmeisturum Kiel. Szilagyi mun ganga í raðir Gummersbach næsta sumar. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Alfreð Gíslason og félaga enda er Szilagyi mjög sterkur miðju- maður sem getur einnig leikið sem skytta en Gummersbach hefur sárlega vantað sterkan miðjumann síðan Daniel Narcisse fór til Frakklands. Það er því loksins eitthvað að gerast í leikmannamálunum hjá félaginu. Gummers- bach nældi einnig í franskan landsliðs- mann á dögunum sem mun leysa Guðjón Val Sigurðsson af hólmi og Alfreð Gíslason sagði við Frétta- blaðið á dögunum að von væri á 2- 3 nýjum mönnum í viðbót. - hbg Gummersbach fær liðsstyrk: Alfreð nælir í Szilagyi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.