Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 84
52 22. desember 2007 LAUGARDAGUR Í þúsundir ára hefur mað- urinn tilbeðið sólina. Hún færir birtu og yl og frá upphafi skildi mannskepn- an að án gjafa sólarinnar væri ekkert líf mögulegt. Dýrkun hennar var því næsta eðli- leg í umkomuleysi mannskepn- unnar frá örófi. Stjörnurnar voru á sama hátt eins og geistlegur leiðar vísir framtíðarinnar. Forn menningarsamfélög gerðu meira en að líta til himins með óttablandinni virðingu. Menn per- sónugerðu trú sína og spunnu upp flóknar sögur um tengsl þeirra á milli á ferð þeirra um himingeim- inn. Stjörnumerkin urðu til sem persónugervingur þess sem verða vildi og sólin var þar guðdómleg í hásæti. Hún var skapari alls lífs; hún var ljós heimsins og frelsari mannkyns. Hún var guð. Stjörnu- merkin voru áfangastaðir þessa frelsara og voru táknaðir með dýrahringnum og sérkennum árs- tíðanna. Vatnsberinn táknaði til dæmis vorregnið og vakti vonir um komandi uppskeru. Sólguðinn Jesús Kristur Því er haldið fram að sóldýrkun mannskepnunnar lifi enn góðu lífi. Í raun sé kristin trú aðeins byggð á sóldýrkun og sólguðinn okkar sé Jesús. Sagan um fæðingu Jesú sé ekki byggð á sagnfræðilegum staðreyndum. Sama megi segja um líf hans, boðskap og krafta- verk og að nánast allar þær sögur sem sagðar eru í guðspjöllum Biblíunnar séu byggðar á eldri sögum um sólguði og frelsara sem komu til jarðar til að færa mann- fólkinu eilíft líf. Sannast sagna geta sagnfræðingar samtíma hans einskis um líf hans og starf. Það má kalla undarlegt þegar umfang lífsstarfs Jesú er haft í huga. Draga mætti þá ályktun að þeir sem höfðu atvinnu af því að skrá niður atburði líðandi stundar tækju eftir þessum unga manni, sem fór svo mikinn. Röksemdafærslan felst í því að rekja hvað kristin trú á sammerkt með trúarbrögðum fornra menn- ingarsamfélaga. Efasemdirnar eru ekki nýjar af nálinni en hafa fengið endurnýjun lífgjafa í heim- ildarmyndinni Zeitgeist sem fer mikinn í netheimum þar sem millj- ónir manna hafa kynnt sér boð- skapinn. Líkingarnar eru stuðandi og kenningin á sér marga fylgj- endur. Aðrir, þeir trúuðu, smella í góm og tala um niðurrif trúvill- inga sem beina spjótum sínum að því allra heilagasta; kjarna krist- innar trúar. Zeitgeist Sögur fornra menningar samfélaga um frelsis- og sólguði eru margar sláandi líkar og augljóslega byggðar á undrum náttúrunnar, gangi sólarinnar og árstíðunum. Ár hvert deyr náttúran og leggst í dvala en þó aðeins í stutta stund í einu. Það er eðlilegt að þessi undur- samlega hringrás náttúrunnar gefi dauðlegum von um að hið sama eigi við líf manna og dýra. Flestir eiga þessir frelsarar sameiginlegt að móðir þeirra var hrein mey, þeir fæddust á afvikn- um og fátæklegum stað, þeir voru synir guðs, voru handteknir og dæmdir til dauða, voru kallaðir lambið og ljós heimsins og þeir voru sagðir hafa dáið fyrir syndir Sóldýrkendur nútímans Jólin voru að fornu hátíð til að fagna endurfæðingu sólarinnar. Trúin á guðlegt vald hennar er ævaforn enda er hún lífgjafi jarðarinnar. Maðurinn persónugerði sólina og því er haldið fram að frelsarinn Jesús Kristur sé arfur þeirrar trúar. En eru kenningar um slíkt aðeins niðurrif trúvillinga; rökleysa sem beint er að kjarna kristinnar trúar? Eða er sannleikskorn að finna, spyr Svavar Hávarðsson. SÓL- OG FRELSISGUÐIR FYRIR KRISTSBURÐ HELGIMYND AF FRELSARANUM Helgimynd frá sjöttu öld af Jesú Kristi í klaustursafni heilagrar Katrínar á Sínaífjalli í Egyptalandi. Fæddur 25. desember. Eingetinn og fæddur af hreinni mey. Móðurinni birtist engill sem boðaði fæðingu sonarins. Englakór söng honum til dýrðar við fæðingu. Stjarna í austri boðaði fæðingarstað hans. Þrír konungar leituðu hans og fundu nýfæddan. Um þrítugt var hann skírður af Anup skírara. Við skírnina breyttist nafn hans í Horus karast. Það er skrifað HR KRST sem þýðir hinn smurði. Hann hafði tólf lærisveina. Hann ferðaðist um og gerði krafta- verk. ■ Læknaði sjúka. ■ Gekk á vatni. Hann var nefndur: ■ Ljós heimsins ■ Lamb guðs ■ Sannleikurinn ■ Guðs einkasonur ■ Góði hirðirinn Hann var svikinn af einum af læri- sveina sinna Hann var krossfestur. Reis upp á þriðja degi. OSIRIS - ISIS Egypski guðinn Osiris var fyrst dýrk- aður líklegast í kringum 3000 fyrir Krist. Osiris var, eins og hinn kristni guð, hluti af heilagri þrenningu. Þrenningin samanstóð af hinum himneska guði, hinum jarðneska guði (konungi Egypta) og fálka. Til samanburðar er hinn þríeini guð kristninnar Guð, Jesús (sonurinn) og hinn heilagi andi (oft táknaður í formi dúfu). Hórus var sonur Osiris á jörðu sem Osiris hafði eignast með Isis. HÓRUS - SÓLGUÐ EGYPTA OSIRIS Egyptaland frá 3000 f.Kr. 2500 1 f.Kr. ALCESTIS Pherae frá 600 f.Kr. 2000 1500 BEL Babílónía frá 1200 f.Kr. ATTIS Phrygia frá 1170 f.Kr. THEMMUZ Sýrland frá 1160 f.Kr. DIONYSUS Grikkland frá 1100 f.Kr. KRISNA Indland frá 1000 f.Kr. HESUS Evrópa frá 834 f.Kr. INDRA Tíbet frá 725 f.Kr. BALI Asía frá 725 f.Kr. IAO Nepal frá 622 f.Kr. QUEXALCOTE Mexico frá 587 f.Kr. PROMETHEUS Grikkland frá 550 f.Kr. MÍTRA Persía frá 400 f.Kr. QUIRINUS Róm frá 506 f.Kr. WITTOBA Travancore frá 552 f.Kr. Sirius (Betlehem- stjarnan) Konungarnir þrír (Óríonsbeltið) Sólin (ljós heimsins) Afstaða stjarnanna á aðfangadag jóla 24. desember: Sólin, Síríus og stjörnurnar þrjár sem í beinni röð mynda belti Óríons. Þetta eru stjörnurnar Alnítak, Alnílam og Mintaka og hafa oft verið nefndar fjósakonurnar þrjár á íslensku. Þær hafa um aldir verið kallaðar konungarnir þrír. Stjörnurnar, í beinni línu við Síríus, benda í átt að sólarupprás á jóladag – fæðingu ljóssins eða fæðingu sólarinnar. Goðsögnin um vitring- ana þrjá, eða konungana þrjá, er talin komin frá þessari uppröðun stjarnanna. KONUNGARNIR ÞRÍR - VITRINGARNIR ÞRÍR Er eitt af elstu táknum mannkyns- sögunnar. Krossinn táknar sólina og för hennar innan stjörnu- merkjanna tólf á einu ári. Hún táknar mánuðina tólf og árstíðirnar fjórar. Í tákninu má sjá sólstöður og jafndægur. Krossinn var annað og meira að mati Zeitgeist-manna en bara verkfæri fornmanna til að fylgjast með ferðum sólarinnar. Krossinn var heiðið trúartákn sem kristnir menn gerðu að sínu. Þess vegna hafi listaverk frá fyrstu árum kristninnar ávallt sýnt höfuð Krists á krossi. Ásjóna Jesú er sólin sjálf, ljós heimsins eða endurborinn frelsari sem sýnir sig á hverjum morgni. Geislum sólarinnar stafar af höfði hans. Þaðan er þyrnikórónan komin yfirfærð í stað geisla sólarinnar. DÝRAHRINGURINN - KROSS HEIÐNINNAR Framhald á síðu 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.