Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 64
● hús&heimili „Uppáhaldsjólaskrautið mitt er jólasveinn nokkur, fagurskapað- ur og fínn sem lifnar við á hverj- um jólum. Hann er á skíðum og sannarlega íþróttamannslega vax- inn.“ segir Ragnhildur Bragadótt- ir skjalastjóri Biskupsstofu. Hún segir jólasveininn líklegast upp- runninn í Ameríku um miðja síð- ustu öld og er hann búinn til úr sellúlóíði. „Þessi karl var til á mínu æsku- heimili og var pokinn hans fyllt- ur af karamellum og konfekti. Um síðir komst hann svo í mína eigu. Sveinninn, sem ég kalla Snjáka, var undarlegur til fara af amerískum jólasveini að vera og virðist sá sem málaði hann eitthvað hafa ruglast í ríminu. Hann var í snjakahvítum búningi með rauðum tölum og bar mjallahvíta húfu með rauðan skúf.“ Í dag segir Ragnhildur Snjáka vera kviknakinn rétt eins og keisarinn í Kína því búningurinn hefur tapað lit með tímanum. „Það má því segja að hann sé logagylltur og ekki dóna- legur á jólum,“ segir hún. Sú var tíðin að Ragnhildur sat og lék sér við hrekkjótta jólasveina búna til úr ullarbandi og reyrða í mittið með girni. „Þeim var raðað eftir kúnstarinnar reglum á bóm- ullarlengju sem var margvafin um jólatrésfótinn. Svo renndi þessi sveinki sér inn í líf mitt og skellti ég honum á drifhvíta bómullina. Snjáki skákaði vitanlega öllum ís- lensku leppalúðakörlunum og örlög þeirra urðu þau að þeir drukknuðu allir með tölu í miklum hamförum í skúringafötu, og það rétt fyrir jól. Ég hef grun um að Snjáki hafi stað- ið fyrir þeirri landhreinsun,“ segir Ragnhildur kímin. Snjáki var jafnan geymdur í skó- kassa inni í skáp á milli jóla en ein jólin gleymdist að taka hann upp. „Sá var nú súr á svip þegar hann var loks tekinn upp ári seinna og situr nú, sakir eðal-aldurs, inni í gler- skáp í stássstofu. Þar fylgist hann ögn kankvís á svip með heimilis- fólki allt árið um kring. Hann fær svo jafnan að renna sér með brav- úr úr skápnum á jólum og kemur öllum í blússandi jólaskap,“ segir Ragnhildur. - ve Sveinninn Snjáki er með sjálfstæðan vilja ● Ragnhildur Bragadóttir á jólaskraut sem hún hefur uppi við allt árið um kring. Þessa tvo handmáluðu postulínsengla frá Japan fékk Ragnhildur frá ömmu sinni þegar hún kom eitt sinn úr sigl- ingu. Þeir eru í sérlegu uppáhaldi og fá eins og Snjáki að sitja inni í glerskáp milli jóla og horfa út á allt jólatilstandið gegnum glerið.Agnarlítil rauð kerti voru í stjökunum sem þeir bera en svo lítil kerti fást hvergi. Sveinninn er frá miðri síðustu öld og var upphaflega í hvítum búningi með rauðum tölum. Hann hefur tapað lit með árunum og er nú logagylltur. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LG A RÐ U R 22. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.