Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 40
40 22. desember 2007 LAUGARDAGUR
Jólunum klúðrað á
einn eða annan hátt
Að mörgu er að hyggja þegar nær dregur jólum og að sama skapi æði
margt sem getur farið úrskeiðis. Fréttablaðið ræddi við sex þjóðþekkta Ís-
lendinga sem áttu það sameiginlegt að hafa frá skemmtilegu „jólaklúðri“ að
segja. Enginn þeirra dó þó ráðalaus.
SOFNAÐI UNDIR JÓLA-
TRÉNU
„Þegar ég var fimmtán ára
var ég að byrja að vinna
hjá foreldrum mínum sem
eiga skartgripaverslun á
Laugaveginum. Það var
brjálað að gera og ég var
að vinna til tvö til þrjú á
næturnar við að ganga frá.
Á aðfangadag voru allir í
þreyttara lagi og það sofn-
uðu allir eftir matinn inni í
stofu. Ég sofnaði undir
jólatrénu. Þetta er eitt-
hvert það rólegasta og
lengsta aðfangadagskvöld
í fjölskyldunni. Við vökn-
uðum við það að arinninn
var byrjaður að kólna niður
og þá byrjuðum við að taka
upp pakkana.“
Steinunn Camilla, söng-
kona í Nylon
HÆTT KOMIN Á ÞORLÁKSMESSU
„Við Yesmine og sonur okkar Haraldur
vorum á leið út á flugvöll á Þorláksmessu
2005 og ætluðum að eyða jólunum í Sví-
þjóð. Við lentum á svakalegum hálku-
bletti, misstum stjórn á bílnum og runn-
um stjórnlaus á öfugum vegarhelmingi
langa stund. Þá fór bíllinn að snúast og
við stefndum á ljósastaur en rétt lendum
fram hjá, út af veginum og út í hraunið.
Einhverjir englar réðu því að við lentum
aldrei á öðrum bíl, ljósastaurnum eða
hraundranga. Enginn slasaðist og bíllinn
var nánast óskemmdur. Við rétt náðum
fluginu fyrir tilstuðlan greiðvikinna lög-
regluþjóna sem skutluðu okkur á völlinn
og komu bílnum okkar í góðar hendur.“
Addi Fannar Haraldsson, tónlistar-
maður
SLÖKKVISTARF Í MÖNDLUGRAUTNUM
Þegar ég var svona tíu, ellefu ára var ég mikið
heima hjá vini mínum. Pabbi hans var svolítið
kaldur karl og sýndi okkur trix sem fólst í því að
kveikja í jólapappír. Þá komu alls konar skemmti-
legir og töfrandi litir fram í eldinum. Hann pass-
aði að við kæmum ekkert nálægt þessu, en mér
fannst þetta svo spennandi að ég ákvað að prófa
þetta heima hjá mér. Það gerði ég á aðfanga-
dagskvöld, eftir fyrstu umferð af pakkaopnun.
Ég kveikti í góðum bunka af jólapappír fyrir
utan húsið og í staðinn fyrir að slökkva í honum
setti ég logandi bút ofan á ruslatunnuna. Svo fór
ég inn og hófst handa við aðra umferð af pakka-
opnun. Eftir stutta stund kemur einhver og
neglir á hurðina. Þá er það nágranninn að til-
kynna að það sé kviknað í tunnunni. Í miðjum
möndlugrautnum þurftu því allir að rjúka út til
að slökkva í ruslinu á sparifötunum.
Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín
PAPPÍRSTRÉÐ SKREYTT
Halla Vilhjálmsdóttir man
greinilega eftir einu frá jóla-
haldi fjölskyldunnar þótt það
sé kannski meira tengt við
útsjónarsemi en klúður. „Við
áttum heima í Bandaríkjun-
um og það var ekki til jólatré
á heimilinu. Mamma dó ekki
ráðalaus og greip til þess ráðs
að teikna jólatré og festi upp á
vegg og svo skreyttum við
bara tréð og settum pakkana
undir.“
Halla Vilhjálmsdóttir, leik-
kona
SKELFILEGUSTU MIS-
TÖK ÆVINNAR
„Fram til þessa hefur jóla-
undirbúningur hjá mér
gengið óaðfinnanlega.
Hvort sem um ræðir korta-
skrif, gjafaveiðar, inn-
pökkun, fjölsorta smá-
kökubakstur eða hverskyns
greni- og glimmerupp-
hengingar. Allt hefur þetta
gengið snurðulaust fyrir
sig og verið öðrum tilefni
aðdáunar og öfundar. Þar
til nú. Ég asnaðist nefni-
lega til að flytja mig, börn,
buru, menn og mýs um set.
Nánar tiltekið hinn 15.
desember. Það eru skelfi-
legustu mistök ævi minnar.
Heimilið er í upplausn,
skreytingar engar, matar-
hirslur tómar, jólasveinar
fara á mis við skófatnað,
hundurinn rambar á barmi
taugaáfalls og hátíðarhald
er – í sem fæstum orðum –
í algeru fimbulfokki.
Þannig að ef einhver skyldi
eiga von á kveðju, korti
eða pinkli frá mér þessi
jólin – þá má sá hinn sami
vitja slíks í byrjun febrú-
ar.“
Bragi Valdimar Skúla-
son, Baggalútsmaður
GÆLUDÝRIN ÁTU
RJÚPURNAR
„Gæludýrin á heimilinu
komust í rjúpurnar ein
jólin. Þetta voru saman-
tekin ráð hjá hundinum og
köttunum. Kisurnar, Villi-
mey og Tómas, sáu um að
veiða upp úr pottinum og
undrahundurinn Birtingur
fékk sinn hluta fyrir þag-
mælskuna. Þetta voru
grimmileg og rjúpusnauð
jól. Fjölskyldan deildi með
sér aumum afganginum en
afföllin voru þónokkuð mikil.
Dýrin voru hinsvegar hæst-
ánægð en næstu jól var
brugðið á það ráð að grilla
kjúkling handa þeim.“
Þóra Sigurðardóttir,
rithöfundur