Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 40
40 22. desember 2007 LAUGARDAGUR Jólunum klúðrað á einn eða annan hátt Að mörgu er að hyggja þegar nær dregur jólum og að sama skapi æði margt sem getur farið úrskeiðis. Fréttablaðið ræddi við sex þjóðþekkta Ís- lendinga sem áttu það sameiginlegt að hafa frá skemmtilegu „jólaklúðri“ að segja. Enginn þeirra dó þó ráðalaus. SOFNAÐI UNDIR JÓLA- TRÉNU „Þegar ég var fimmtán ára var ég að byrja að vinna hjá foreldrum mínum sem eiga skartgripaverslun á Laugaveginum. Það var brjálað að gera og ég var að vinna til tvö til þrjú á næturnar við að ganga frá. Á aðfangadag voru allir í þreyttara lagi og það sofn- uðu allir eftir matinn inni í stofu. Ég sofnaði undir jólatrénu. Þetta er eitt- hvert það rólegasta og lengsta aðfangadagskvöld í fjölskyldunni. Við vökn- uðum við það að arinninn var byrjaður að kólna niður og þá byrjuðum við að taka upp pakkana.“ Steinunn Camilla, söng- kona í Nylon HÆTT KOMIN Á ÞORLÁKSMESSU „Við Yesmine og sonur okkar Haraldur vorum á leið út á flugvöll á Þorláksmessu 2005 og ætluðum að eyða jólunum í Sví- þjóð. Við lentum á svakalegum hálku- bletti, misstum stjórn á bílnum og runn- um stjórnlaus á öfugum vegarhelmingi langa stund. Þá fór bíllinn að snúast og við stefndum á ljósastaur en rétt lendum fram hjá, út af veginum og út í hraunið. Einhverjir englar réðu því að við lentum aldrei á öðrum bíl, ljósastaurnum eða hraundranga. Enginn slasaðist og bíllinn var nánast óskemmdur. Við rétt náðum fluginu fyrir tilstuðlan greiðvikinna lög- regluþjóna sem skutluðu okkur á völlinn og komu bílnum okkar í góðar hendur.“ Addi Fannar Haraldsson, tónlistar- maður SLÖKKVISTARF Í MÖNDLUGRAUTNUM Þegar ég var svona tíu, ellefu ára var ég mikið heima hjá vini mínum. Pabbi hans var svolítið kaldur karl og sýndi okkur trix sem fólst í því að kveikja í jólapappír. Þá komu alls konar skemmti- legir og töfrandi litir fram í eldinum. Hann pass- aði að við kæmum ekkert nálægt þessu, en mér fannst þetta svo spennandi að ég ákvað að prófa þetta heima hjá mér. Það gerði ég á aðfanga- dagskvöld, eftir fyrstu umferð af pakkaopnun. Ég kveikti í góðum bunka af jólapappír fyrir utan húsið og í staðinn fyrir að slökkva í honum setti ég logandi bút ofan á ruslatunnuna. Svo fór ég inn og hófst handa við aðra umferð af pakka- opnun. Eftir stutta stund kemur einhver og neglir á hurðina. Þá er það nágranninn að til- kynna að það sé kviknað í tunnunni. Í miðjum möndlugrautnum þurftu því allir að rjúka út til að slökkva í ruslinu á sparifötunum. Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín PAPPÍRSTRÉÐ SKREYTT Halla Vilhjálmsdóttir man greinilega eftir einu frá jóla- haldi fjölskyldunnar þótt það sé kannski meira tengt við útsjónarsemi en klúður. „Við áttum heima í Bandaríkjun- um og það var ekki til jólatré á heimilinu. Mamma dó ekki ráðalaus og greip til þess ráðs að teikna jólatré og festi upp á vegg og svo skreyttum við bara tréð og settum pakkana undir.“ Halla Vilhjálmsdóttir, leik- kona SKELFILEGUSTU MIS- TÖK ÆVINNAR „Fram til þessa hefur jóla- undirbúningur hjá mér gengið óaðfinnanlega. Hvort sem um ræðir korta- skrif, gjafaveiðar, inn- pökkun, fjölsorta smá- kökubakstur eða hverskyns greni- og glimmerupp- hengingar. Allt hefur þetta gengið snurðulaust fyrir sig og verið öðrum tilefni aðdáunar og öfundar. Þar til nú. Ég asnaðist nefni- lega til að flytja mig, börn, buru, menn og mýs um set. Nánar tiltekið hinn 15. desember. Það eru skelfi- legustu mistök ævi minnar. Heimilið er í upplausn, skreytingar engar, matar- hirslur tómar, jólasveinar fara á mis við skófatnað, hundurinn rambar á barmi taugaáfalls og hátíðarhald er – í sem fæstum orðum – í algeru fimbulfokki. Þannig að ef einhver skyldi eiga von á kveðju, korti eða pinkli frá mér þessi jólin – þá má sá hinn sami vitja slíks í byrjun febrú- ar.“ Bragi Valdimar Skúla- son, Baggalútsmaður GÆLUDÝRIN ÁTU RJÚPURNAR „Gæludýrin á heimilinu komust í rjúpurnar ein jólin. Þetta voru saman- tekin ráð hjá hundinum og köttunum. Kisurnar, Villi- mey og Tómas, sáu um að veiða upp úr pottinum og undrahundurinn Birtingur fékk sinn hluta fyrir þag- mælskuna. Þetta voru grimmileg og rjúpusnauð jól. Fjölskyldan deildi með sér aumum afganginum en afföllin voru þónokkuð mikil. Dýrin voru hinsvegar hæst- ánægð en næstu jól var brugðið á það ráð að grilla kjúkling handa þeim.“ Þóra Sigurðardóttir, rithöfundur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.