Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 102
70 22. desember 2007 LAUGARDAGUR Dag eftir dag Og dag eftir dag er fjallið hulið þungfærum skýjum, sem silast norður á bóginn til að þíða byggðir og öræfi. Snjórinn breytist í græn- bláan krapa, krapinn í leysingar- vatn, áleitnir dropar detta á eldhús- gólfið, einn, tveir, einn, tveir, í göngunum eru skóvarpadjúpir poll- ar. Þetta er engin asahláka, stundum er úrkoman hálfgerð slydda og vindurinn hráslagalegur, en þó hjaðnar sérhver fönn óðfluga og túnlækurinn kann sér ekki læti. Í gær vall hann fram kolmórauður eins og ofurlítil jökulmóða og gerði sig líklegan til að belgjast upp úr farvegi sínum og kaffæra þúfur og steina; í dag er hann einungis mælskur og kátur, skvaldrar og hjalar á flúðum, hringsnýst dimm- raddaður í smáum iðukötlum og glettist við ungan pilt. Enginn er eins glaður og túnlækur í vorleys- ingum. Ólafur Jóh. Sigurðsson: Vorkoma (smásaga). Jól Orðið jól er komið úr heiðnum sið norrænna manna og var haft um blót á vetrarsólstöðum er fagnað var því að Sól sneri vagni sínum til norðurs. Það er einnig í öðrum nor- rænum málum – og fornensku géol, en í nútímaensku yule. Uppruni orðsins er óviss og umdeildur. Sumir telja það skylt hjól vegna árshrings- ins. Önnur tilgáta er um skyldleika við ísl. él (þ.e. snjóatíð). Þá hefur verið bent á skyldleika við gotnesku jiuleis (desembermánuður) sbr. ýlir, fornt heiti annars vetrar mánaðar. Það er raunar merkilegt að þetta orð skuli hafa varðveist í kristnum sið en ekki tekið upp annað heiti eins t.d. kristsmessa sbr. Christmas í ensku. Ekki síst í ljósi þess hversu snemma var amast við nöfnum daga sem kenndir voru við heiðin goð: týsdagur, óðinsdagur. þórsdagur og freyjudagur. Þessi nöfn eru varð- veitt í málum nágrannaþjóða okkar, en við höfum týnt þeim, þótt við þykjumst hafa geymt betur en aðrir fornt málfar. Ekki boðlegt Í myndatexta hér í Fbl. 15. des. segir: „Hildur Sigurðardóttir finnst gaman að spila með svo góðum leikmanni...“ – og er auðvitað fjarri því að vera boðlegt. Í greininni kemur svo fram sú leiða eftiröpun ensku „að vera að“ ... „Við erum að standa okkur vel enda erum við að leggja mikið á okkur...“ Viðmæl- andi er að vísu bandarísk stúlka, en á íslensku segjum við: Við stöndum okkur vel og leggjum hart að okkur. Svipaða vitleysu heyrði ég í frétt- um Stöðvar 2 sama dag: „Fólk er að koma meira en áður“ – nema hér er bætt við leiðinlegri ambögu. Koma meira? Ég kem hér meira en áður? Líklega er átt við: Hér kemur fleira fólk en áður. Eða var kannski átt við oftar? Um ókominn tíma Og svo var það fréttamaður Ríkis- útvarpsins sem sagði að tónleik- um „hefði verið frestað um ókom- inn tíma“ – táknar það ekki um alla framtíð? Braghenda Þó flest sé orðið eftirlíking Amer- íku eigum við að una slíku uppátæki hinna ríku? Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is HLJÓÐFÆRI HUGANS Njörður P. Njarðvík skrifar um íslenskt mál 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið Simpsons the Movie á DVD! Með íslensku og ensku tali Leystu krossgát una! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur HELGARKROSSGÁTAN GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA Góð vika fyrir ... Glæpamenn Því það eru engar löggur til. Í það minnsta eru þær færri samkvæmt nýj- asta tölublaði Lögreglublaðsins en þar má finna ítarlega umfjöllun um mann- eklu innan lögreglunnar. Ekki er nóg með það að lögregluþjónar séu fáir held- ur eiga þeir sem til eru líka að vera ósátt- ir í þokkabót. Verslunar- miðstöðvar Og eigend- ur þeirra. Nú gleðj- ast kaup- menn í Kringl- unni og Smáralind sökum felli- bylja sem raðað hafa sér upp suðvestan til af landinu. Hörðustu 101- rottur hafa sést ráf- andi um Kringluna og Smáralind í dulargervi, kaupandi möndlugjöf- ina í búðum eins og Hagkaupum og Tékk Kristal. Eið Smára Guð- jónsen Landsliðsfyrir- liðinn sýndi og sannaði að þolin- mæði þrautir vinnur allar þegar hann fór á kostum með liði Börsunga gegn Valencia og kórónaði góðan leik með marki. Eiður fær vonandi að spreyta sig gegn erki- óvininum í Real Madrid í einum stærsta leik ársins á Þorláksmessu. Ísland – best í heimi! Slæm vika fyrir ... Seríuskreytingar Hálfur bærinn er í því að endurhanna ljósaskreyting- arnar sem fokið hafa út í hafs- auga. Sjá má starfsmenn skreytifyrirtækja eltandi ljós og glingur út í fjörur Garðabæjar og Seltjarnarness. Bandaríska heima- varnarráðuneytið Sem neyddist til að biðja íslenska konu afsökunar á með- ferð þeirri sem hún hlaut þegar hún kom til landsins. Fær þó plús í kladdann fyrir að biðjast afsökunar á mistökum sínum, sem er ekki algengt hjá stórveldinu í vestri. Maka með valkvíða Fyrir þennan hóp er ekkert grín að velja jólagjafir handa betri helmingnum. Höfuðverkur, kvíðaköst og sviti eru helstu einkenn- in sem hrjá þessa deild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.