Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 102
70 22. desember 2007 LAUGARDAGUR
Dag eftir dag
Og dag eftir dag er fjallið hulið
þungfærum skýjum, sem silast
norður á bóginn til að þíða byggðir
og öræfi. Snjórinn breytist í græn-
bláan krapa, krapinn í leysingar-
vatn, áleitnir dropar detta á eldhús-
gólfið, einn, tveir, einn, tveir, í
göngunum eru skóvarpadjúpir poll-
ar.
Þetta er engin asahláka, stundum
er úrkoman hálfgerð slydda og
vindurinn hráslagalegur, en þó
hjaðnar sérhver fönn óðfluga og
túnlækurinn kann sér ekki læti. Í
gær vall hann fram kolmórauður
eins og ofurlítil jökulmóða og gerði
sig líklegan til að belgjast upp úr
farvegi sínum og kaffæra þúfur og
steina; í dag er hann einungis
mælskur og kátur, skvaldrar og
hjalar á flúðum, hringsnýst dimm-
raddaður í smáum iðukötlum og
glettist við ungan pilt. Enginn er
eins glaður og túnlækur í vorleys-
ingum.
Ólafur Jóh. Sigurðsson: Vorkoma
(smásaga).
Jól
Orðið jól er komið úr heiðnum sið
norrænna manna og var haft um
blót á vetrarsólstöðum er fagnað
var því að Sól sneri vagni sínum til
norðurs. Það er einnig í öðrum nor-
rænum málum – og fornensku géol,
en í nútímaensku yule. Uppruni
orðsins er óviss og umdeildur. Sumir
telja það skylt hjól vegna árshrings-
ins. Önnur tilgáta er um skyldleika
við ísl. él (þ.e. snjóatíð). Þá hefur
verið bent á skyldleika við gotnesku
jiuleis (desembermánuður) sbr. ýlir,
fornt heiti annars vetrar mánaðar.
Það er raunar merkilegt að þetta orð
skuli hafa varðveist í kristnum sið
en ekki tekið upp annað heiti eins
t.d. kristsmessa sbr. Christmas í
ensku. Ekki síst í ljósi þess hversu
snemma var amast við nöfnum daga
sem kenndir voru við heiðin goð:
týsdagur, óðinsdagur. þórsdagur og
freyjudagur. Þessi nöfn eru varð-
veitt í málum nágrannaþjóða okkar,
en við höfum týnt þeim, þótt við
þykjumst hafa geymt betur en aðrir
fornt málfar.
Ekki boðlegt
Í myndatexta hér í Fbl. 15. des.
segir: „Hildur Sigurðardóttir finnst
gaman að spila með svo góðum
leikmanni...“ – og er auðvitað fjarri
því að vera boðlegt. Í greininni
kemur svo fram sú leiða eftiröpun
ensku „að vera að“ ... „Við erum að
standa okkur vel enda erum við að
leggja mikið á okkur...“ Viðmæl-
andi er að vísu bandarísk stúlka, en
á íslensku segjum við: Við stöndum
okkur vel og leggjum hart að okkur.
Svipaða vitleysu heyrði ég í frétt-
um Stöðvar 2 sama dag: „Fólk er að
koma meira en áður“ – nema hér er
bætt við leiðinlegri ambögu. Koma
meira? Ég kem hér meira en áður?
Líklega er átt við: Hér kemur fleira
fólk en áður. Eða var kannski átt
við oftar?
Um ókominn tíma
Og svo var það fréttamaður Ríkis-
útvarpsins sem sagði að tónleik-
um „hefði verið frestað um ókom-
inn tíma“ – táknar það ekki um
alla framtíð?
Braghenda
Þó flest sé orðið eftirlíking Amer-
íku
eigum við að una slíku
uppátæki hinna ríku?
Vilji menn senda mér braghendu
eða góðfúslegar ábendingar: npn@
vortex.is
HLJÓÐFÆRI HUGANS
Njörður P. Njarðvík skrifar
um íslenskt mál
99
k
r.
sm
si
ð
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón:
Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON
Þú gætir unnið
Simpsons the Movie
á DVD!
Með íslensku og ensku tali
Leystu
krossgát
una!
Þú sendir SMS skeytið
JA LAUSN LAUSNARORÐ
á númerið 1900!
Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
HELGARKROSSGÁTAN
GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
Góð vika fyrir ...
Glæpamenn
Því það eru engar löggur til. Í það
minnsta eru þær færri samkvæmt nýj-
asta tölublaði Lögreglublaðsins en þar
má finna ítarlega umfjöllun um mann-
eklu innan lögreglunnar. Ekki er nóg
með það að lögregluþjónar séu fáir held-
ur eiga þeir sem til eru líka að vera ósátt-
ir í þokkabót.
Verslunar-
miðstöðvar
Og eigend-
ur þeirra.
Nú gleðj-
ast kaup-
menn í
Kringl- unni og
Smáralind sökum felli-
bylja sem raðað hafa
sér upp suðvestan til af
landinu. Hörðustu 101-
rottur hafa sést ráf-
andi um Kringluna og
Smáralind í dulargervi,
kaupandi möndlugjöf-
ina í búðum eins og
Hagkaupum og Tékk
Kristal.
Eið Smára Guð-
jónsen
Landsliðsfyrir-
liðinn sýndi og
sannaði að þolin-
mæði þrautir
vinnur allar
þegar hann fór
á kostum með
liði Börsunga
gegn Valencia
og kórónaði
góðan leik með
marki. Eiður fær vonandi að spreyta sig gegn erki-
óvininum í Real Madrid í einum stærsta leik ársins
á Þorláksmessu. Ísland – best í heimi!
Slæm vika fyrir ...
Seríuskreytingar
Hálfur bærinn er í
því að endurhanna
ljósaskreyting-
arnar sem fokið
hafa út í hafs-
auga. Sjá má
starfsmenn
skreytifyrirtækja
eltandi ljós og
glingur út í fjörur Garðabæjar og Seltjarnarness.
Bandaríska heima-
varnarráðuneytið
Sem neyddist til að
biðja íslenska konu
afsökunar á með-
ferð þeirri sem hún
hlaut þegar hún kom
til landsins. Fær þó
plús í kladdann fyrir
að biðjast afsökunar
á mistökum sínum,
sem er ekki algengt
hjá stórveldinu í
vestri.
Maka með valkvíða
Fyrir þennan hóp er
ekkert grín að velja
jólagjafir handa
betri helmingnum.
Höfuðverkur, kvíðaköst og sviti eru helstu einkenn-
in sem hrjá þessa deild.