Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 16
16 22. desember 2007 LAUGARDAGUR N ú þegar líður að lokum ársins 2007 er óumdeilt að lofts- lag jarðar er að breytast. Um það er meirihluti vís- indamanna sammála og æ fleiri upplýstir almennir borgarar eru sama sinnis. Stjórnvöld víða um heim hafa hins vegar verið treg til að viðurkenna vandann. Þó sjást merki um breytingar á þeim vett- vangi. Fjölmiðlar og stjórnmála- menn virðast loksins leggja við eyru. Stundin er runnin upp og við verðum að nýta hana áður en það er um seinan. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að breytingar á loftslagi jarðar séu umfangsmesta vandamálið sem við okkur blasir. Fá svör fást hins vegar við því hvernig á að glíma við vandann. Mikill tími og orka fer nú þegar í að takast á við skelfilegar afleiðingar flóða, þurrka og hækk- andi hitastigs. Og tíminn til svara er senn á þrotum. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóð- anna (IPCC) sagði í lokaskýrslu sinni að fyrir árið 2015 yrði heims- byggðin að snúa algerlega við blað- inu í losun gróðurhúsalofttegunda. Einungis þannig væri hægt að koma í veg fyrir stórfelldar nátt- úruhamfarir af völdum hlýnunar andrúmsloftsins. Hvað er til bragðs að taka? Ég hélt lengi að mikilvægt væri að byrja á að draga úr orkunotkun og leggja aukna áherslu á rannsóknir á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Ég hélt að það dygði sem hvatning til breyttra lifnaðarhátta sem til dæmis minnkuðu þörfina á meng- andi samgöngutækjum. Eftir að hafa lesið nýjustu niður- stöður rannsókna er mér hins vegar ljóst að þetta dugar hvergi til jafn- vel þótt við grípum til þessara aðgerða strax á morgun. Plástur ekki nóg Á ráðstefnunni „Be The Change“ í Lundúnum í nóvember afhjúpaði rithöfundurinn og blaðamaðurinn George Monbiot þá goðsögn í eitt skipti fyrir öll að við gætum lag- fært hluti með smávægilegum aðgerðum og plástri. Monbiot vísaði þar til álits James Hansen frá Goddard-geimrann- sóknastöð NASA, en Hansen telur að í áðurnefndri skýrslu loftslags- nefndar Sameinuðu þjóðanna gæti allt að því fáránlegrar bjartsýni, þó að skýrslan sé sannarlega hroll- vekjandi lesning. Hann giskar á að yfirborð sjávar muni hækka um fjóra til fimm metra á þessari öld sökum bráðnunar íss við Grænland og Suðurskauts- landið. Hann rekur hvernig höf- undar skýrslunnar hundsa jarð- fræðilegar mælingar og horfa algjör- lega fram- hjá áhrifum þess að bráðnun íss dregur stór- lega úr endur varpi sólarljóss. Þær miklu breytingar sem þannig geta orðið á endurvarps- getu íss/ vatns geta haft alvar- legar keðju- verkandi afleiðingar í för með sér að sögn Hansens. Hann bendir á að heim- skautaísinn bráðnar ekki sam- kvæmt línulegum skala heldur í misstórum kippum. Og ef andrúms- loft jarðar hlýnar bara um nokkrar gráður gæti það orsakað stórfellda bráðnun íss á stórum svæðum. Slíkar hamfarir myndu ekki ein- ungis kaffæra þéttbýl landsvæði heldur myndu þær jafnframt kynda undir frekari loftslagsbreytingar, þar sem minni ís hefði í för með sér minna endurvarp sólarljóss. Pólitískar breytingar eða endalok lífs á jörðinni George Monbiot telur að ef Hansen hafi rétt fyrir sér þurfum við umfangsmiklar pólitískar breyt- ingar til að koma í veg fyrir enda- lok lífs á jörðinni eins og við þekkj- um það. Rannsóknir Hansens benda til að við náum vendipunktinum þar sem ekki verður aftur snúið, miklu fyrr en áður var talið. Við verðum að bregðast við og það skjótt. Við verðum að breyta hagkerfum heimsins frá því að þau eyði kolefnum í að þau bindi kol- efni. Ekki er lengur tími til að fara með hálfkveðnar vísur í þessum efnum. Og sem betur fer er áhrifa breyt- inga í þessa veru þegar farið að gæta. Ýmsar þjóðir hafa þegar gripið til aðgerða og uppgötvað efnahagslegan ávinning í leiðinni. Endurnýting en ekki orkusóun Í Þýskalandi hafa áherslur á bætta orkunýtingu og endurnýjanlega orkugjafa hleypt nýju lífi í hag- kerfi landsins. Fyrir árið 2020 þarf sérhver bygging að standast strangar kröfur um orkunýtingu. Nýleg löggjöf um frjálsa sölu raf- orku hefur skapað 250 þúsund ný störf í framleiðslugreinum sem horfa til endurnýtingar og notkun hreinna orkugjafa. Fjörutíu og fimm önnur lönd hafa sett sér sam- bærilega löggjöf. Þrátt fyrir varnaðarorð þúsunda virtra vísindamanna halda iðnríki heims áfram að dæla olíu á eldinn í bókstaflegri merkingu. Við virð- umst föst í efnahagslegu fari sem byggist á orkusóandi og mengandi orkugjöfum, sem eru auk þess ógnun við almennt heilsufar og umhverfið í heild. Fátæku löndin verða verr úti Ríkustu þjóðir heimsins eru söku- dólgarnir í þeim loftslagsbreyting- um sem við blasa en það eru fátæk- ari þjóðirnar sem þjást mest. Hækkun lofthita mun verða þung- bærust fyrir hitabeltislöndin í Afr- íku, Suður-Asíu og Mið-Ameríku, sem verða meira og minna óbyggi- leg sökum hita. Þá munu þurrkar valda miklum búsifjum á sömu svæðum í kjölfar þess að ár og vötn munu hverfa. Fátækt og flatlent land á borð við Bangladess er mun verr í stakk búið að takast á við hækkandi yfir- borð sjávar en ríkt svæði eins og Flórída. Ban Ki-moon segir að loftslags- breytingar muni koma harðast niður á þróunarlöndunum. Engu að síður halda sumir helstu valda páfar heims áfram að berjast einarðlega gegn mikilvægum alþjóðasáttmál- um um umhverfisvernd. Ríkis- stjórn Bush Bandaríkjaforseta þverskallast til dæmis við að skrifa undir Kyoto-sáttmálann á sama tíma og hún dælir peningum í her- gagnaframleiðslu sem byggist á notkun olíu og jarðgass. Ríku löndin verða að leggja sitt af mörkum Ríku löndin verða að draga mark- visst úr notkun sinni á jarðefna- eldsneyti og leggja ríkari áherslu á þróun endurnýjanlegrar orku. Ríkisstjórnir heims verða að leggja sitt af mörkum til að vernda vistkerfi heimsins á borð við skóga og kóralrif. Enn fremur þarf að gera átak í að græða upp skógar- svæði sem eytt hefur verið. Og við ættum að taka upp greiðslur til þróunarlandanna fyrir þann stóra skerf sem regnskógar þeirra leggja af mörkum til að viðhalda vistkerfi heimsins, í þágu okkar allra. En mikilvægast af öllu er að nýta tækifærið nú þegar æ fleiri viður- kenna þann vanda sem við stöndum frammi fyrir og knýja stjórnmála- menn til aðgerða. En til að árangur náist þarf nýja tegund leiðtoga sem tilbúnir eru að taka erfiðar ákvarð- anir. Og það er í höndum okkar að finna þessa nýju leiðtoga. Oft er sagt að kjósendur séu í eðli sínu náttúrusinnar en efasemdar- menn þegar kemur að framkvæmd- um. Til að breyta þessu þarf mark- vissa sýn, almenna upplýsingu og vilja til verka. En ef við erum ákveðin í að bjarga heiminum frá stórfelldum náttúruhamförum vegna loftslagsbreytinga, verðum við að ganga til verks strax í dag. Tími kominn til aðgerða Undanfarið ár hafa vísindamenn, stjórnmálamenn og vaxandi fjöldi almennra borgara lýst yfir einróma áhyggjum sínum af þeirri ógn sem jörðinni stafar af hlýnun andrúmsloftsins. En ef til vill duga ekki áhyggjurnar einar að mati Biöncu Jagger, for- manns The World Future Council. Nauðsynlegt sé að taka hagkerfi heimsins til gagngerrar endurskoðunar og stórauka aðstoð við fátækar þjóðir sem standa nú frammi fyrir því að velja milli hagvaxtar og umhverfisverndar. EYÐING SKÓGA Í AMAZON „Ríkustu þjóðir heimsins eru sökudólgarnir í þeim loftslagsbreytingum sem við blasa en það eru fátækari þjóðirnar sem þjást mest,“ segir Bianca Jagger og hvetur ríku löndin til að draga úr notkun sinni á jarðefnaeldsneyti og leggja áherslu á endurnýjanlega orku. MYND/ALBERTO CESAR Bianca Jagger er alþjóðlegur talsmaður mannréttinda. Undanfarin 25 ár hefur hún barist fyrir mannréttind- um, félags- og efnahagslegum umbótum og umhverfisvernd víða um heim. Hún er formaður The World Future Council og formaður og stofnandi The Bianca Jagger Human Rights Foundation. Erlendir vendipunktar 2007 Líkt og fyrri ár birtir Fréttablaðið greinar eftir erlenda höfunda, í samstarfi við New York Times Syndicate, um markverða atburði þessa árs. Allar greinarnar eiga það sameiginlegt að fjalla um vendipunkta, nýja þróun sem á eftir að hafa veruleg áhrif á alþjóðasamfélagið ERLENDIR VENDIPUNKTAR 2007 Við virðumst föst í efna- hagslegu fari sem byggist á orkusóandi og mengandi orkugjöfum, sem eru auk þess ógnun við almennt heilsufar og umhverfið í heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.