Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 64
● hús&heimili
„Uppáhaldsjólaskrautið mitt er
jólasveinn nokkur, fagurskapað-
ur og fínn sem lifnar við á hverj-
um jólum. Hann er á skíðum og
sannarlega íþróttamannslega vax-
inn.“ segir Ragnhildur Bragadótt-
ir skjalastjóri Biskupsstofu. Hún
segir jólasveininn líklegast upp-
runninn í Ameríku um miðja síð-
ustu öld og er hann búinn til úr
sellúlóíði.
„Þessi karl var til á mínu æsku-
heimili og var pokinn hans fyllt-
ur af karamellum og konfekti. Um
síðir komst hann svo í mína eigu.
Sveinninn, sem ég kalla Snjáka, var
undarlegur til fara af amerískum
jólasveini að vera og virðist sá sem
málaði hann eitthvað hafa ruglast
í ríminu. Hann var í snjakahvítum
búningi með rauðum tölum og bar
mjallahvíta húfu með rauðan skúf.“
Í dag segir Ragnhildur Snjáka vera
kviknakinn rétt eins og keisarinn í
Kína því búningurinn hefur tapað
lit með tímanum. „Það má því segja
að hann sé logagylltur og ekki dóna-
legur á jólum,“ segir hún.
Sú var tíðin að Ragnhildur sat
og lék sér við hrekkjótta jólasveina
búna til úr ullarbandi og reyrða í
mittið með girni. „Þeim var raðað
eftir kúnstarinnar reglum á bóm-
ullarlengju sem var margvafin um
jólatrésfótinn. Svo renndi þessi
sveinki sér inn í líf mitt og skellti
ég honum á drifhvíta bómullina.
Snjáki skákaði vitanlega öllum ís-
lensku leppalúðakörlunum og örlög
þeirra urðu þau að þeir drukknuðu
allir með tölu í miklum hamförum í
skúringafötu, og það rétt fyrir jól.
Ég hef grun um að Snjáki hafi stað-
ið fyrir þeirri landhreinsun,“ segir
Ragnhildur kímin.
Snjáki var jafnan geymdur í skó-
kassa inni í skáp á milli jóla en ein
jólin gleymdist að taka hann upp.
„Sá var nú súr á svip þegar hann var
loks tekinn upp ári seinna og situr
nú, sakir eðal-aldurs, inni í gler-
skáp í stássstofu. Þar fylgist hann
ögn kankvís á svip með heimilis-
fólki allt árið um kring. Hann fær
svo jafnan að renna sér með brav-
úr úr skápnum á jólum og kemur
öllum í blússandi jólaskap,“ segir
Ragnhildur. - ve
Sveinninn Snjáki er
með sjálfstæðan vilja
● Ragnhildur Bragadóttir á jólaskraut sem hún hefur uppi við allt árið um kring.
Þessa tvo handmáluðu postulínsengla
frá Japan fékk Ragnhildur frá ömmu
sinni þegar hún kom eitt sinn úr sigl-
ingu. Þeir eru í sérlegu uppáhaldi og
fá eins og Snjáki að sitja inni í glerskáp
milli jóla og horfa út á allt jólatilstandið
gegnum glerið.Agnarlítil rauð kerti voru
í stjökunum sem þeir bera en svo lítil
kerti fást hvergi.
Sveinninn er frá miðri
síðustu öld og var
upphaflega í hvítum
búningi með rauðum
tölum. Hann hefur
tapað lit með árunum
og er nú logagylltur.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/V
A
LG
A
RÐ
U
R
22. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR10