Fréttablaðið - 31.12.2007, Page 2

Fréttablaðið - 31.12.2007, Page 2
2 31. desember 2007 MÁNUDAGUR VEÐUR Árið sem nú er að líða telst það tíunda hlýjasta frá upphafi mælinga á velflestum veður- mælingastöðvum um sunnan- og vestanvert landið. Árið 2007 mælist í fjórtánda til fimmtánda sæti yfir hlýjustu árin Norðaustanlands. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var hitinn í Reykjavík 1,2 stigum fyrir ofan meðallag og er það lítillega hærra en árið 2006. Það er þó aðeins kald- ara en árið 2004 og meira en hálfu stigi kaldara en meðalhiti ársins 2003 sem var metár í hitamæling- um í Reykjavík. „Árið 2007 var hlýtt og blautt,“ segir Trausti Jónsson, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands, en úrkoman var óvenjumikil á mestöllu Suður- og Vesturlandi. „Þetta er með blautustu árum hérna í Reykja- vík,“ og telur Trausti að þar sem mikillar úrkomu sé spáð þessa síðustu helgi ársins sé trúlegt að úrkoman fari nálægt metum á einhverjum stöðvum. Er það ekki síst athyglisvert í ljósi þess að fádæma þurrt var langt fram eftir sumri á mestöllu land- inu. Var úrkoman norðaustanlands hins vegar nær meðallagi þegar litið er á árið í heild. Á Suður- og Vesturlandi hefur úrkomutíð staðið nær samfellt frá því í ágúst og hefur úrkoma síð- ustu fimm mánuði ársins aldrei mælst meiri í Stykkishólmi þar sem mælt hefur verið frá árinu 1857. Þá er úrkoman í Reykjavík mun meiri en nokkru sinni á sama tímabili ársins en í Reykjavík eru til samfelldar mælingar frá árinu 1921 auk mælinga á árunum 1885 til 1906. Sömuleiðis hefur úrkoma ekki mælst meiri frá ágúst til árs- loka í Vestmannaeyjum þar sem samfelldar mælingar eru til frá árinu 1881. Í Reykjavík var júlímánuður sá næsthlýjasti frá upphafi sam- felldra mælinga og aðeins júlí 1991 var hlýrri. Þótt haustið hafi verið nokkuð blautt norðanlands þornaði þegar leið á vetur og var nóvember til dæmis einn hinn þurrasti sem þekkist á Akureyri. Hefur hiti í vetur lengst af verið í ríflegu með- allagi en tíð verið rysjótt og sér- lega stormasöm eftir 20. nóvem- ber. Þá segir Trausti mjög snjólétt hafa verið það sem af er vetri. „Þetta er svona svipað og verið hefur undanfarin ár,“ segir Trausti að lokum. olav@frettabladid.is Tíunda hlýjasta árið frá upphafi mælinga Óvenjumikil úrkoma var á mestöllu Suður- og Vesturlandi á árinu sem er að líða og hitinn lítillega hærri en árið 2006. Fjórtánda til fimmtánda hlýjasta árið norðaustanlands. Hitinn í Reykjavík var 1,2 stigum fyrir ofan meðallag. GOTT VEÐUR Í REYKJAVÍK Frá Austurvelli sumarið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMTRAUSTI JÓNSSON Veðurfræðingur FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PAKISTAN, AP Nítján ára gamall sonur Benazir Bhutto, Bilawal Zardari, var í gær valinn til að taka við formennsku í stærsta stjórnmálaflokki Pakistans. Þar með er þeirri hefð viðhaldið að Bhutto-ættin haldi um stjórnartaumana í Þjóðarflokknum, sem afi Bilawals stofnaði fyrir 40 árum. Á fundi flokks- stjórnarinnar í gær var þó jafnframt ákveðið, að ekkill Bhutto, Asif Ali Zardari, stýrði flokknum fyrst um sinn, fyrir hönd sonarins og sem meðformaður. Enn fremur var ákveðið að flokkurinn myndi taka þátt í komandi þingkosningum, sem áformaðar eru 8. janúar. Hvatning flokkstjórnar Þjóðarflokksins til að staðið verði við þá dagsetningu virtist í gær eyða vangaveltum um frestun þeirra í kjölfar morðsins á Bhutto. Flokksstjórnin hvatti jafnframt hinn aðalstjórnarandstöðuflokkinn, sem fyrrverandi forsætisráðherrann Nawaz Sharif fer fyrir, til að taka líka þátt. Talsmenn hans sögðust í gærkvöld ætla að hlýða því kalli. Þar með virðist þeirri hættu bægt frá, að stjórnarandstaðan í heild sinni snið- gangi kosningarnar. „Hin langa barátta flokksins fyrir lýðræði mun halda áfram af endurnýjuðum krafti,“ sagði Bilawal á blaðamannafundi. „Móðir mín sagði alltaf að lýðræði væri besta hefndin.“ - aa FEÐGAR Í FÓTSPOR BHUTTO Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto, og sonur þeirra, Bilawal, á blaðamannafundi í Nau- dero við Larkana í Pakistan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Flokksstjórn Þjóðarflokks Pakistans felur syni og ekkli Benazir Bhutto flokksforystuna: Sniðganga ekki kosningarnar Mörg beinbrot í asahláku Mikið álag var á slysa- og bráðamót- töku Landspítalans í mikilli asahláku í gærmorgun. Gert var að beinbrotum milli tíu og tuttugu einstaklinga, að sögn vakthafandi læknis. Algengustu brotin voru ökklabrot, úlnliðsbrot og axlarbrot. LÖGREGLUFRÉTTIR VEÐUR Mikið annríki var hjá björg- unarsveitarmönnum, slökkviliði, lögreglu og starfsmönnum sveitar- félaga í miklu vatnsveðri sem gekk yfir landið í gær. Yfir 320 björgunarsveitarmenn stóðu vakt- ina og fóru í yfir 220 útköll um land allt. Ástandið var verst á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem vatns- elgur flæddi um göturnar í asa- hláku og frárennsli fylltust. Björg unar sveitir fóru í um 120 útköll á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta hafa mest verið útköll vegna vatnstjóns og foks,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp- lýsingafulltrúi Landsbjargar. Hún segir að ekki hafi heyrst af meiðsl- um á fólki, tjónið hafi fyrst og fremst verið á eignum fólks. „Það hefur flætt mikið í Reykja- vík og víðar, upp úr niðurföllum, klósettum og þess háttar,“ segir Ólöf. Vegna vatnsaga í holræsa- kerfi borgarinnar leituðu rottur upp á yfirborðið í borginni, eink- um í eldri hverfum. Björgunarsveitarmenn hafa undanfarna daga undirbúið flug- eldasölu sveitanna fyrir áramótin, en vegna veðurs þurftu sumar sveitir að kalla til gamla félaga til að standa vaktina í flugeldasölum á meðan björgunarsveitarmenn fóru í útköll. „Við erum ávallt viðbúin,“ segir Ólöf, sem segir óveðrið varla koma niður á flugeldasölu. Lík- legra sé að það minni landsmenn á mikilvægi björgunarsveitanna. - bj Björgunarfólk stóð í ströngu í miklu vatnsveðri sem gekk yfir í gær: Flæddi upp úr niðurföllum og klósettum FLÓÐ Vatn flæddi um götur í Mosfellsbæ í gær þegar úrhellið bræddi snjó og niður- föll stífluðust. Lögregla þurfti að loka götum og borgarstarfsmenn unnu hörðum höndum að því að hreinsa úr niðurföllum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEÐUR Slökkvilið og björgunarsveitir fóru víða í gær til að bregðast við leka í fyrirtækjum og heimahúsum. Talsvert vatn hafði lekið upp úr niðurföllum í lager í kjallara Húsgagnahallarinnar við Bíldshöfða, en að sögn slökkviliðs virtist tjónið minna en óttast var. Aðkoman var einnig slæm í Múlakaffi, þar sem vatn í kjallara náði um 90 sentimetra hæð þegar að var komið. Tjónið þar var einnig minna en búist var við. Víða flæddi upp úr niðurföllum og inn í hús á höfuðborgarsvæðinu og ekki óalgengt að vatnshæðin væri 40 til 50 sentimetrar að sögn slökkviliðsins. - bj Vatn lak víða í veðurofsanum: Leki á lager og hjá Múlakaffi VATNSLEKI Björgunarsveitarmenn, slökkvilið og starfsmenn brugðust hratt við leka í Húsgagnahöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍRAK, AP Ár er liðið síðan Saddam Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, var hengdur í Baghdad. Á dánardegi hans í gær söfnuðust hundruð manna saman við gröf hans í heimabæ hans, Tikrit. Grafhýsi Saddams var þakið blómum, fánum Íraks og mynd- um af brosandi einræðisherran- um. Sumir héldu þrumandi ræður meðan aðrir vottuðu virðingu sína í hljóði. Öryggisráðstafanir voru í hámarki en í fyrra braust út alda óeirða eftir hengingu Saddams. Áttatíu manns létust í sprenging- um og öðrum árásum þann dag. - eá Öryggisráðstafanir í Tíkrit: Ár liðið frá af- töku Saddams SADDAM SYRGÐUR Íraki grætur við blómum þakta gröf Saddams Hussein í Tikrit í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BJÖRGUN „Ég hugsa nú að allir björgunarsveitarmennirnir sem tóku þátt í aðgerðunum upp á jökli hafi sofnað strax og heim var komið,“ sagði Björn Björnsson, varaformaður björgunarsveitar- innar Oks í Reykholtsdal, skömmu eftir að ellefu ferðalöngum hafði verið bjargað niður af Langjökli í gær. Ferðalangarnir höfðu setið fastir í bílum sínum frá því í fyrrakvöld. Björn segir ferðalangana hafa verið vana og velútbúna. Bilanir í bílum og erfið færð hafi orðið til þess að það komst ekki niður af jöklinum áður en veðrið tók að versna. Auk björgunarmanna frá björgunarsveitinni Oki komu menn frá björgunarsveitinni Heiðari frá Varmalandi fólkinu til hjálpar í fyrrinótt. „Veðrið á jöklinum var engu líkt, um og yfir 100 metra vindhraði á sekúndu,“ segir Björn um aðstæður en ferðalangar og björgunarsveitarmenn komu í ekki í Húsafell fyrr en um klukkan fjögur í gærdag. - kdk Björgunarafrek í fárviðri: Ellefu bjargað af Langjökli ÓÁRENNILEGUR JÖKULLINN Varafor- maður björgunarsveitarinnar Oks í Reykholtsdal segir veðrið á Langjökli í fyrrinótt hafa verið engu líkt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gunnar, er gott að hossast í Kópavogi? „Það er auðvitað best að hossast þar.“ Sviðsstjóri þjónustusviðs Strætó hefur farið þess á leit við yfirvöld í Kópavogi að hraðahindrunum þar verði fækkað. Vagnstjórar á ákveðnum leiðum í Kópa- vogi fari yfir 500 hraðahindranir á vakt. BELGÍA, AP Ótti við hryðjuverk setur mark sitt á áramótafögnuð í Brussel. Meðal öryggisráðstafana í nafni hryðjuverkavarna hefur árvissri flugeldasýningu í miðborginni á gamlárskvöld verið aflýst og vinsælum jólamarkaði lokað. Yfirvöld óttast hryðjuverka- árás eftir að lögregla handtók fjórtán manns í síðustu viku, grunaða um að áforma að frelsa al-Kaída-liðann Nizar Trabelsi úr belgísku fangelsi. Vegna skorts á sönnunum var hinum grunuðu sleppt sólarhring síðar. Yfirvöld telja sig hafa upplýsingar um ráðagerð þeirra um að frelsa fangann með sprengiefnum og öðrum vopnum. - eá Hryðjuverkaótti í Brussel: Áramóta- fögnuði aflýst JÓLAMARKAÐI LOKAÐ Í kvöld verður jólamarkaðnum lokað snemma í stað þess að vera opinn fram eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.