Fréttablaðið - 31.12.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 31.12.2007, Síða 6
6 31. desember 2007 MÁNUDAGUR KJARAMÁL Laun Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra munu hækka um 6,6 prósent um áramót, og laun annarra seðlabankastjóra um 7 prósent. Um áramótin munu laun forsætisráðherra hækka um 2 prósent, og laun almennra opin- berra starfsmenn um 2 til 3 pró- sent. Laun seðlabankastjóra hafa hækkað um tæplega 30 prósent frá ársbyrjun 2005 til komandi áramóta. Á sama þriggja ára tímabili hafa laun forsætisráðherra hækkað um tæp 18 prósent. Grunnlaun seðlabankastjóra hækka um 100 þúsund krónur þann 1. janúar næstkomandi. Það er í samræmi við ákvörðun bankaráðs frá 31. maí síðastliðnum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í júní var ákveðið að hækka grunnlaun seðlabankastjóra um 100 þúsund krónur frá 1. maí, og aftur um sömu upphæð 1. janúar 2008. Ástæðan var sögð sú að halda þyrfti launabili milli æðstu stjórnenda og millistjórnenda, sem hefðu hækkað vegna samkeppni um starfsfólk. Grunnlaun seðlabankastjóra voru um 1.097 þúsund krónur á mánuði þann 1. janúar 2005, en verða eftir hækkunina 1. janúar næstkomandi 1.410 þúsund krónur. Hækkun á grunnlaununum nemur því um 28,5 prósentum. Á sama tímabili hafa laun forsætisráðherra hækkað um 17,8 prósent, úr 915 þúsundum króna í 1.078 þúsund. Við grunnlaun seðlabankastjóra bætist bankaráðsþóknun. Hún er í dag 110 þúsund krónur á mánuði, en var 78 þúsund árið 2005. Aðalbankastjórinn er með hærri greiðslur, en hinir tveir bankastjórarnir hafa því hækkað í launum úr 1.175 þúsundum 1. janúar 2005 í 1.520 þúsund 1. janúar 2008, eða um 29 prósent. Aðalbankastjóri Seðlabankans, Davíð Oddsson, hefur átta prósenta álag ofan á grunnlaun seðla banka- stjóra, og að auki tvöfalda banka- ráðsþóknun. Laun Davíðs hafa hækkað um 401 þúsund frá því hann tók við starfinu 20. október 2005. Mánaðarlaun aðalbankastjórans voru 1.341 þúsund krónur 1. janúar 2005 en verða 1.742 þúsund krónur 1. janúar næstkomandi. Hækkunin er um 30 prósent. Á morgun verður aðalbanka- stjóri Seðlabankans með 62 pró- sentum hærri laun en forsætisráð- herra. Fyrir þremur árum var munurinn tæp 47 prósent, og aukn- ingin því um 15 prósentustig. brjann@frettabladid.is Aðalbankastjóri Bankastjórar Grunnlaun Forsætisráðherra jan. ´05 mar. ´05 maí. ´05 júl. ´05 sep. ´05 nóv. ´05 jan. ´06 mar. ´06 maí. ´06 júl. ´06 sep. ´06 nóv. ´06 jan. ´07 mar. ´07 maí. ´07 júl. ´07 sep. ´07 nóv. ´07 jan. ´08 millj. kr. 0,8 1 1,2 1,4 1,6 1,8 LAUN SEÐLABANKASTJÓRA 1.340.880 1.175.112 1.097.112 915.170 1.742.298 1.519.535 1.409.535 1.077.917 Hækka mun meira en aðrir starfsmenn Grunnlaun seðlabankastjóra hafa hækkað helmingi meira en laun forsætis- ráðherra á síðustu þremur árum. Mánaðarlaun aðalbankastjóra Seðlabankans hafa hækkað um 400 þúsund krónur frá því Davíð Oddsson tók við árið 2005. GEIR H. HAARDE DAVÍÐ ODDSSON Slysa og bráðamóttaka Landspítala við Hring- braut og í Fossvogi er opin allan sólar hringinn. Aðalsímanúmer er 543 1000. Beint innval á bráðamóttöku við Hring- braut er 543 2050 og beint innval á slysadeild Landspítala í Fossvogi er 543 2000. LÆKNAVAKT HEILSUGÆSLUNNAR Vitjanasíminn 1770 er opinn allan sólar hring- inn. Læknavaktin er opin yfir hátíðirnar frá klukkan 9 til 23. 30. NEYÐARLÍNAN Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn í númeri 112 og svarar fyrir slökkvilið, sjúkra bif- reiðar og lögreglu um allt land. RAUÐI KROSSINN 1717 er sími Vinalín unn- ar og Rauða krossins og er svarað í því númeri hvenær sólarhrings sem er yfir hátíðirnar. STÍGAMÓT Stígamót eru lokuð yfir hátíðirnar. Hægt er að leita til Neyðarmót- tökunnar. SÁÁ Skrifstofur SÁÁ og Bráðamóttakan á Vogi verða lokuð á gamlárs- og nýársdag. Bent er á slysadeild og bráða- móttöku Landspítala komi alvarleg tilfelli upp. KVENNAATHVARFIÐ Kvennaathvarfið er opið allan sólarhringinn á gamlárs- og nýársdag. Síminn er 561 1205 eða 869 7225. SAMGÖNGUR STRÆTÓ BS. Gamlársdagur Ekið á öllum leiðum samkvæmt áætlun laugardaga en akstri lýkur um það bil klukkan 14. Nýársdagur Enginn akstur Afgreiðslutímar yfir hátíðirnar HEILBRIGÐISMÁL Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum fékk góðar gjafir í fyrradag þegar velunnar- ar gáfu sjúkrarúm og tæki að andvirði um 38 milljóna króna. Bjarni Sighvatsson athafnamað- urinn hafði veg og vanda að gjöfinni, en hann gekk á fund fyrirtækja og fékk þau í lið með sér við að styrkja spítalann. Auk þess kom kvenfélagið Líkn að gjöfinni, en félagskonur hafa gefið sjúkrahúsinu tæki á hverju ári. Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins, sagði gjafirnar koma sér vel, árlega fengi sjúkrahúsið um tvær milljónir til tækjakaupa og því munaði miklu um góðar gjafir. - bj Sjúkrahús fékk góðar gjafir: Búnaður fyrir 38 milljónir GJAFIR Bjarni Sighvatsson og fjölskylda færðu sjúkrahúsinu gjafirnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR HEILBRIGÐISMÁL Júlíus Rafnsson, framkvæmda- stjóri hjúkrunar- og dvalarheimilisins Grundar, segir mikinn fjölda fólks hafa leitað eftir hvíldarrými fyrir aldraða ættingja sína um jólin. „Það er vöntun á hvíldarrýmum og þegar fólk á ættingja sem eru ekki það veikir að þeir þurfi að vera á spítala en ekki það frískir að þeir geti verið einir heima geta ýmis vanda- mál komið upp,“ segir Júlíus og nefnir að honum hafi heyrst að margir sem leituðu til hans hafa gert áætlanir um að dvelja erlendis um jólin. Að því væri þó ekki hlaupið ef amman eða afinn væri of veikur til að vera einn heima á meðan. Deild heilabilaðra á Landakoti verður lokað 1. mars á næsta ári og sjúklingar færðir á eina deild auk þess sem tíu hvíldarpláss á spítalan- um verða nýtt fyrir heilabilaða. Heilbrigðis- ráðuneytið bauð þó fyrir skömmu út tuttugu hvíldarpláss og vonast Júlíus til þess að þau verði komin í gagnið sem allra fyrst. Alla jafna hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns á biðlista eftir hvíldarplássi á Landa- koti og segir Júlíus að þörfin fyrir þessi pláss hafi verið mjög vanmetin. „Mér sýnist samt á öllu að heilbrigðisráðherra sé að vinna að lausn þessa vanda,“ segir hann en bendir á að jólaösin hafi sýnt sér svart á hvítu hve mikil þörf sé eftir hvíldarplássum í samfélaginu. - kdk Skortur á hvíldarrýmum fyrir eldri borgara gerði fólki erfitt fyrir um jólin: Hátíðir í uppnámi vegna skorts á rýmum JÓLAÖSIN OG ALDRAÐIR Framkvæmdastjóri Grundar segir að mikill fjöldi fólks hafi leitað eftir því að koma öldruðum ættingjum sínum í hvíldarpláss um jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR NEPAL, AP Fimm fulltrúar upp- reisnarhreyfingar maóista voru í gær skipaðir ráðherrar í ríkis- stjórn Nepals og þar með efnt fyrirheit um myndun þjóðstjórnar lýðveldissinna. Ákveðið hefur verið að afnema hið aldagamla konungsveldi eftir kosningar í apríl og gera landið að lýðveldi. Nýju ráðherrarnir úr röðum maóísta munu meðal annars taka við hinu áhrifamikla ráðuneyti upplýsinga- og fjarskipamála, sem fjölmiðlar landsins heyra undir. Nepalþing samþykkti afnám konungdæmisins í jólavikunni í samræmi við samkomulag sem helstu stjórnmálaflokkarnir höfðu áður náð. Á síðasta ári lauk áratugar- langri uppreisn kommúnista sem lagði yfir 13.000 manns í valinn. - eá/aa Maóistar í stjórn í Nepal: Þjóðstjórn lýðveldissinna GYENENDRA KONUNGUR Hefur þú prófað ólögleg fíkniefni? Já 26,9% Nei 73,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Keyptir þú flugelda fyrir gamlárskvöld? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.