Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 31.12.2007, Qupperneq 8
8 31. desember 2007 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Það er svo mikið rok þessa dagana að engu er líkara en að maður sé staddur á lokasíðu Hundrað ára einsemdar eftir Marquez. Árið fýkur burt. Því er þeytt í eitthvert svartholið í Miklahvelli þar sem fram fer endurvinnsla á pörtum þess sem birtast okkur svo aftur í nýrri mynd... Dagur reiði? Nei nei. En maður má hafa sig allan við að standa í lappirnar, og öfugt við þá niðja Búendía-ættarinnar sem vitraðist allt á lokasíðunni þá sér maður ósköp fátt þegar tíðindi ársins þjóta hjá manni í velktum blöðum – aðallega þvæld rifrildi... Hundur í óskilum Sumt er ys og þys út af engu: dagleg skýrsla um bandarískar barnastjörnur á glapstigum með kornflögunum – og einhvern Peter Doherty með hattkúf sem maður er kominn með ævilanga óbeit á og svo var það hundurinn Lúkas... Með fullri virðingu fyrir tónmenntakennurunum snjöllu, Hjörleifi og Eiríki, þá er Lúkas hundur í óskilum ársins. Hann hvarf á Akureyri og það barst frá bloggi til bloggs að tiltekinn maður að sunnan hefði sett hann í poka og sparkað honum sem fótbolta væri hingað og þangað af fúlmennsku sinni. Þetta hefði sést og hlaut að vera satt því ekki lýgur bloggið. Nú upphófst mikil múgsefjun og piltkorninu bárust hroðalegar hótanir, allt þar til hundurinn fannst undir Hlíðar- fjalli og þurfti að lokka hann heim með sérstöku hundanammi. Málið hefur verið haft til marks um takmarkanir bloggsins: þar geta allir bullað að vild, en aðstæðurnar sem fólkið skrifar við eru þess eðlis að það gerir sér ekki grein fyrir því að það er í rauninni að tjá sig á opinberum vettvangi um lifandi fólk með raunverulegt líf. Má vera. En æsingurinn – þetta deyfða raunveruleikaskyn – var líka birtingarmynd ákveðins hugarástands, einhvers konar vímu, sem DV hafði espað upp með þjóðinni um langa hríð áður en það lagði upp laupana í þáverandi mynd. Guðni Elísson lýsti þessu annarlega ástandi skilmerkilega í tveimur Skírnis- greinum og kenndi við gotneska heimsmynd ritstjóranna sem gerðu einmitt mjög eindregið tilkall til að teljast raunsæir sannleiksboðberar þótt nú viðurkenni Mikael Torfason að hafa iðulega þurft að bæta einu núlli við glæpina úr hversdags- grámanum. „Geiflaðir hrækjaftar jöpluðu á tuggunni siðferði,“ orti Sigfús Daðason fyrir mörgum árum um slíka blaðamennsku en samt kann blaðið þrátt fyrir allt að hafa haft viss jákvæð áhrif á íslenskt þjóðlíf með öllum hroðanum og ýkjunum, því það vakti máls – á sinn brútala hátt – á ýmsum meinum sem legið hafa í þagnar- gildi um árabil: einkum kynferðis- misnotkun og illri meðferð á börnum. Ár hinna forsmáðu barna Eftir að öldurnar lægði og hávaðinn hjaðnaði fórum við smám saman að greina raddir úr þjóðardjúpinu sem höfðu að segja sögur sem við þurftum að heyra. Þetta var umfram allt ár krakkanna af vistheimilum hér og þar upp úr miðri tuttugustu öld. Börnin sem voru í rauninni eins konar niðursetningar sögðu nú sögu sína eftir öll þessi ár: fyrstir komu strákarnir úr Breiðavík í ógleymanlegum Kastljósþáttum – strákar á aldri við mig sem höfðu verið teknir burt frá foreldrum sínum og sendir í þessa and- styggilegu vist, og síðan hafa aðrar hetjur stigið fram ein af annarri og deilt með okkur sárum minningum sínum. Þá er hollt að minnast þess að sérhver á rétt á sínum minningum, og til lítils að þrátta við fólk um sannleiksgildi þeirra, en við verðum líka að muna hitt, að sannleikurinn á sér aldrei bara eina vídd, hvað þá bara eina hlið. Kannski var þetta merkisár á sinn hátt: kannski árið þegar hinn viti borni maður fer fyrir alvöru að beina hugarorku sinni að því að draga raunverulega úr mengun andrúmsloftsins í stað þess að spila Svarta-Pétur á ráðstefnum. Hér heima eignuð- umst við hálfa vinstri stjórn sem kannski er betri en engin – en þó verri en heil, eins og ráðningar- mál hins nýja héraðsdómara vottar. Slík stjórn komst til valda í Reykjavík eftir hina furðulegu atburðarás í kjölfar REI-málsins: fyndnasta mótbáran við útrás íslenskra orkufyrirtækja var óneitanlega sú að í fyrirhuguðum samstarfslöndum væri svo ótryggt stjórnarfar að ekki væri á samninga treystandi: þetta var sagt nokkrum vikum áður en forráðamenn REI urðu að gjalti vegna þess að þeir höfðu ekki tryggt sér pólitískan stuðning við fyrirætlanir sínar. Kannski var þetta ágætt ár. Og vonandi verður það næsta öllum gott. Gleðilegt ár! Nú árið er fokið GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Árið UMRÆÐAN Stjórnmál Við áramót tíðkast að líta um öxl og spyrja líkt og skáldið. Höfum við geng- ið til góðs? Í lok þinghalds í desember lagði þing- flokkur VG fram metnaðarfullar og ígrund- aðar tillögur til breytinga á fjárlögum, til þess gerðar að bæta stöðu þeirra sem höll- um standa fæti í samfélaginu, styrkja heilsu- vernd, efla menningarlíf, stuðla að kven- frelsi og jafnrétti, standa vörð um náttúruna. Þar var lögð fram sýn til sóknar í heilbrigðismálum þjóðarinnar, stórefling heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins og uppbygging Landspítala. Auk þess var lögð til uppbygging almennrar löggæslu í stað óheyrilegra útgjalda til heræfinga og hernaðarþátttöku. Allar tillögur minnihlutans á Alþingi voru felldar af meirihlutanum. Færibandaverksmiðjan virkar. Það er enda við hæfi því að síðasta verkið var að rjúfa þá hefð að sátt sé um þingsköp. Ferlið við þetta síðasta þingmál ársins, þingskapa- frumvarpið, segir meira en mörg orð um allt það sem er að á Alþingi. Hroðvirkni, flýtimeðferð, kaup kaups, eru orðin sem helst koma upp í hugann. Alþingi á að vera staður ígrundaðrar og vandaðrar laga- setningar en margir virðast vanir því að svo sé ekki. Hvernig þeim tókst að láta alla trúa því að þetta frumvarp væri til þess gert að styrkja lýðræði og Alþingi, og hvernig þjóðmála- umræðan horfði gagnrýnislaus á kaupin, er mér enn nokkuð tilefni heilabrota. Hvers vegna vinnuferlið varð ekki að hneyksli held- ur að „framfaramáli“ sem „færir Alþingi til nútímans“ segir kannski mest um þann nútíma. Við lifum á tímum fyrirsagna en ekki ígrundaðrar umræðu, Alþingi víkur fyrir Morfískenndum upphrópunum. Það eru fyr- irsagnirnar sem gilda, annað er aukaatriði. Það sem sýnist það er. Svo er nú feðranna frægð. En nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Handan við hornið gæti verið miklu betra ár með blóm í haga fyrir alla en ekki bara suma. Ef ríkisstjórnin sér sóma sinn í að bjarga Þjórsá á nýja árinu og byggir upp alvöru velferðarsamfélag á Íslandi þá mun ég ákaft fagna með þjóð minni og hitt fellur í gleymsku og dá. Gleðilegt ár. Höfundur er varaþingmaður VG. Feðranna frægð GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR Smáskilaboð ársins Smáskilaboðin „Til í allt án Villa“ sem Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfull- trúi sjálfstæðismanna, á að hafa sent Svandísi Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, í REI-fárinu eru líklega þekktustu skilaboð sem send hafa verið á landinu. Í gær upplýsti Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, í Silfri Egils að allir flokkar hefðu verið að bera í víurnar hver við annan á þessum tíma. Einhverjum þótti undar- legt að jafnvel þótt Hanna Birna hefði verið upplýst um þreifingar á milli flokka segist henni aldrei hafa dott- ið í hug að málið yrði til þess að sprengja meirihlutann. Sennilega var það ekki að ástæðulausu að nær allir álitsgjafar Egils tilnefndu borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins sem skussa ársins. Koss ársins Völva Vikunnar spáir því að enginn friður muni ríkja í ríkisstjórninni á næsta ári. Sjaldan hefur hamingjan þar á bæ virst jafn mikil og nú. Össur Skarphéðinsson og Þorgerður Katrín lýsa því óspart yfir að mikil fjölskyldustemning hafi verið við lýði í ríkisstjórninni allt frá því að Geir smellti kossi á Ingibjörgu á Þingvöllum í vor. Þrátt fyrir alla gleðina er sagt að hrollur fari um einhverja nú. Völvan reyndist nefnilega æði sannspá í fyrra eins og Valgerður Sverrisdóttir, hefur bent á heimasíðu sinni en þar segir meðal annars. „Ég sé læti í kringum Davíð Oddsson og tengi það tilraun Björns Bjarnasonar til að koma manni Davíðs inn í héraðsdóm, jafnvel syni Davíðs.“ Nýársávarpið En að öðrum spádómum. Áramótaávarp forsetans er á næsta leiti en talið er að þá muni Ólafur upplýsa þjóðina um hvort hann ætli að sitja lengur á for- setastóli eða róa á önnur mið. Líklega hefur fólk sjaldan beðið með jafn mikilli eftirvæntingu eftir að fá að heyra hvað forsetinn hefur fram að færa yfir áramót og nú. karen@frettabladid.isÁ árinu sem nú er að baki komst hlýnun jarðar af manna völdum á hvers manns varir og öðlaðist almenna viðurkenningu. Þeir sem hafna kenningunni eru nú álitnir kverúlantar en heimsendaspámennirnir hand- hafar sannleikans. Í upphafi ársins fékk heimildarmynd Al Gore „Óþægilegur sannleikur“ Óskarsverðlaun, en hún fjallar á ógnvænlegan hátt um afleiðingar loftslagsbreytinganna. Og þegar leið að hausti fékk varaforsetinn fyrrverandi svo öllu veigameiri viðurkenningu þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels, ásamt Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Á árinu lýsti hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum yfir stuðningi við sjónarmið sem áður tilheyrðu aðeins áhugafólki um umhverfisverndarmál. Þeirra á meðal var Tony Blair sem sagði um svipað leyti og hann yfirgaf stól forsætisráðherra að barátta núverandi kynslóða gegn loftslagsbreytingum væri jafn mikilvæg og barátta fyrri kynslóða gegn kommúnisma og fasisima. Stjórn- málamenn af hægri vængnum létu heldur ekki sitt eftir liggja. Ríkisstjóri Kaliforníu og repúblikaninn Arnold Schwarzenegger var þeirra allra athafnasamastur og foringi Íhaldsflokksins í Bret- landi David Cameron, gekk svo langt að boða nýja skatta á farþega- flug til verndar umhverfinu. í sönnum anda hægrimanna er þetta staðfesting á því að ekkert er ókeypis í lífinu, ekki einu sinni loftið sem við öndum að okkur, ef það á að vera sæmilega ómengað. Nú í desember náðu þjóðir heimsins samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Það þótti kaldhæðnislegt að færri gátu lent á einkaþotum sínum við fundarstaðinn en vildu. Vaxandi flugumferð á heimsvísu þykir einmitt vera stór hluti af umhverfissóðaskapnum. Við hér á Íslandi lögðum okkar af mörkum á báðar vogarskálarn- ar. Ríkisstjórnin á þær réttu með stefnumörkun um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda, en auðmenn og almenningur á þær röngu. Þeir fyrrnefndu með stóraukinni einkaþotuumferð og fólkið í landinu með sínum gegndarlausa einkabílisma. Ekki er nóg með að hér séu um 640 bílar á hverja þúsund íbúa, sem er með því hæsta í heiminum, heldur eru óvíða fleiri eyðslufrekir bílar í flotanum. Jeppar, risavaxnir pallbílar og fleiri eldsneytishákar fara hér um í stóru hjörðum og inni í hverjum bíl situr gjarnan ein manneskja. Borgarstjórn Reykjavíkur hóf metnaðarfulla tilraun til að snúa af þessari braut með því að bjóða námsmönnum frítt í strætó. Það er til mikils að vinna að ef tekst að sannfæra ungu kynslóðina um að hægt er að komast á milli staða á annan hátt en undir stýri á eigin bíl. Næsta skref fyrir stjórnendur sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu gæti verið að taka frá á álagstímum vinstri akreinar fjögurra akreina gatna og stærri, fyrir bíla með tveimur eða fleiri farþegum, eins og hefur til dæmis tíðkast um árabil í Bandaríkj- unum. Baráttan gegn hlýnun jarðar útheimtir að allir leggist á eitt. Og það góða er að fyrir þá sem enn efast, beinist baráttan ekki síður gegn bruðli með verðmæti og virðingarleysi gagnvart náttúrunni. 2007 var ár orða. Látum það sem er framundan verða ár athafna. Baráttan er á byrjunarreit. Handhafar sannleikans JÓN KALDAL SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.