Fréttablaðið - 31.12.2007, Side 22

Fréttablaðið - 31.12.2007, Side 22
22 31. desember 2007 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Eldur varð laus í flug- eldageymslu Hjálpar- sveitar skáta að Austur- mörk 9 í Hveragerði þennan dag árið 2005. Hann olli tugmilljóna- tjóni en þrátt fyrir að um 20 manns væri í hús- inu þegar hann gaus upp urðu engin alvar- leg slys á fólki. Hjálpar- sveitarmaður var að leggja lokahönd á 200 kílóa flugeldapakka í herbergi inn af afgreiðsl- unni og er talið að neisti úr handknúinni hefti- byssu hafi orsakað eldinn. Gífurlegar sprengingar urðu og neistaflug í kjölfarið. Hús skátanna stóð í miðjum bænum og slökkvi- liðið í Hveragerði var fljótt á vettvang. Einnig komu liðsmenn Bruna- varna Árnessýslu og Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins og þó eld- urinn hafi byrjað með látum voru slökkviliðs- menn tiltölulega fljótir að ná tökum á honum. Milt veður var, austan 2 m á sekúndu og auð- veldaði það slökkvistarf. Auk mikilla skemmda á húsi hjálparsveitarinnar brann björgunarbúnaður hennar nema hvað tveir bílar sluppu. Um tíma var óttast um dvalarheim- ili aldraðra er stóð skammt frá skátaheimilinu en ekki kom til þess að það yrði rýmt. ÞETTA GERÐIST 31. DESEMBER 2005 Flugeldasala í ljósum logum ELDUR Reykur, neistaflug og sprengingar. MYND/KIDDI RÓT. „Ég hef aldrei skynjað aldurinn og læt mér líka algerlega á sama standa um hann. Er ævinlega sá sami þegar ég lít í spegilinn. Alltaf níu ára. Það er besti aldurinn því þá er maður í réttum hlut- föllum!“ Þannig svarar Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur spurning- unni hvernig honum finnist að verða fimmtugur í dag. Hann kveðst ekki ætla að halda upp á afmælið. Ekki núna. „Ég verð að heiman eins og það er kallað,“ segir hann. „Sem þýðir að ég verð í faðmi fjölskyldunnar heima hjá bróður mínum og ætla að láta hann stjana við mig allt kvöldið. Mun bara sjálfur sitja í stól og heimta gos og nammi!“ Hvort hans var vænst akkúrat á gamlársdag fyrir fimmtíu árum veit Guðmundur Andri ekki. „Mamma sagði mér einhvern tíma hvernig fæðingu mína bar að en ég get ekki endursagt það. Hins vegar á ég minn- ingabrot úr skírninni sem var nokkru síðar á Bergstaðastrætinu hjá afa og ömmu, Guðmundi og Kristínu en eftir það kemur löng gloppa í minninu.“ Guðmundur Andri ólst upp í Voga- hverfinu þegar það var að byggjast upp og þar búa foreldrar hans enn. „Vogarnir eru sérstakir að því leyti að þar mættist fólk úr öllum stéttum og mikil orka varð til fyrir vikið. Þar var sérlega gott að vera sem barn og lesa má um það í íslenskum bókmenntum. Þó hafa rithöfundarnir varla náð að túlka til fulls hversu frábært það var. Þarna voru margir krakkar og mikil víðátta, bæði leikvellir og móar. Í göt- unni hjá okkur var álfasteinn sem því miður var sprengdur til að rýma fyrir fótboltavelli. Á þeim velli þreifst samt aldrei neinn leikur. Allir sem reyndu að keppa þar duttu og meiddu sig af því bústaður álfanna hafði verið eyði- lagður. Í götunni minni var líka fjós og hlaða. Við hliðina á honum Eika Hauks. Þetta er allt ævintýralegt í minning- unni. Mig dreymdi meira að segja í nótt að ég væri fluttur aftur í Karfa- voginn ásamt allri minni fjölskyldu. Hafði dregið vinafólk mitt þangað líka og talið því trú um að þar væri allt svo sérstakt.“ Enda þó Guðmundur Andri sé enn í draumum sínum inni í Vogum er veru- leikinn annar því eftir nokkurra ára viðdvöl í Vesturbæ Reykjavíkur flutti hann búferlum á Álftanesið. Kveðst lítið verða var við forsetann þrátt fyrir að taka sér oft göngutúra í grennd við hið tigna heimili hans. „Ég sé Ólaf Ragnar aldrei. Held hann sé voða lítið heima,“ segir hann. Ekki vill Guðmundur Andri viður- kenna að vindasamt sé á Álftanesi, að minnsta kosti ekki um of. „Marg- ir Reykvíkingar halda að alltaf sé rok hér á nesinu en það er rangt. Í fyrsta lagi er ekki eins og Reykjavík sé ein- hver Flórída. Það gustar nú bærilega um Vesturbæinn að ekki sé talað um miðbæinn. „Hrollurinn niður Banka- stræti er allri ísöld verri,“ orti Dagur Sigurðarson minnir mig. Þetta með rokið á Álftanesi er hins vegar mjög lífseig trú. Sennilega af því að fólk sér alltaf fyrir sér hárið á Stein- grími Hermannssyni við Bessastaði. Það er einhver mynd úr sjónvarpinu. Eða af öðru fólki við Bessastaði að hemja hárið. Forsetasetrið er á mikl- um berangri og þaðan kemur, held ég, hugmyndin um rokið.“ gun@frettabladid.is GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON RITHÖFUNDUR: FIMMTUGUR Í DAG Er alltaf sá sami í speglinum GUÐMUNDUR ANDRI „Finnst ég alltaf vera níu ára.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MERKISATBURÐIR 1791 Skólapiltar í Hólavallaskóla halda fyrstu áramóta- brennu sem vitað er um með vissu á Íslandi. 1857 Viktoría Bretadrottning velur Ottawa sem höfuð- borg Kanada. 1871 Fyrsta blysför er farin í Reykjavík og á Tjörninni er álfadansleikur þar sem kvæðið Máninn hátt á himni skín er frumflutt. 1944 Ungverjaland segir Þýska- landi stríð á hendur. 1990 Rússinn Garrí Kasparov ver titil sinn í heims meistara- einvígi í skák með sigri á Anatolí Karpov. 1991 Sovétríkin leysast upp. 1999 Boris Jeltsín segir af sér sem forseti Rússlands og Vladimír Pútín er settur forseti í hans stað. ÓLAFUR THORS FORSÆTISRÁÐHERRA ANDAÐIST Á GAMLÁRSDAG ÁRIÐ 1964, 72 ÁRA AÐ ALDRI. „Ef við kunnum okkur ekki hóf snýst velgengni og velsæld í vesæld og vansæmd.“ Ólafur Thors var framkvæmdastjóri togarafélagsins Kveldúlfs í Reykjavík, alþingismaður og stjórnmálaforingi fyrir Íhaldsflokk og síðar Sjálfstæðisflokk. Var ráðherra dómsmála, atvinnumála, utanríkismála, félagsmála, sjávarútvegs og iðnaðar á sínum ferli og fimm sinnum forsætisráðherra. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson mynd- listarmaður í Reykjanesbæ hlaut ný- lega hin virtu Palm Art myndlistar- verðlaun, fyrstur Íslendinga. Þau voru afhent í Leipzig í Þýskalandi eins og siður er á ári hverju. Áður en að því kom voru haldnar átta sýning- ar með verkum 90 valinna listamanna frá ýmsum löndum. Þar má nefna Þýskaland, Austurríki, Holland, Dan- mörku, Bretland, Svíþjóð, Noreg og Japan. Guðmundi Rúnari var boðin þátt- taka í áttundu og síðustu sýningunni sem var haldin í nóvember. Hann fékk mikið lof fyrir verk sín. Þó er haft eftir honum að verðlaunin hafi komið þægilega á óvart. „Þetta þýðir að einhverju leyti meiri athygli og hugsanlega fleiri tækifæri í fram- haldinu, svo sem sýningar og fleira,“ segir hann. Heimild/Víkurfréttir Hlaut Palm Art verðlaunin LISTAMAÐURINN Guðmundur Rúnar Lúðvíksson. AFMÆLI INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR UTANRÍKIS- RÁÐHERRA er fimmtíu og þriggja ára. EDDA ERLENDSDÓTTIR PÍANÓLEIKARI er fimm- tíu og sjö ára í dag. DONNA SUMMER SÖNGKONA er fimmtíu og níu ára í dag. BEN KINGSLEY LEIKARI er sextíu og fjögurra ára í dag. ALEX FERGUSON KNATTSPYRNUSTJÓRI er sextíu og sex ára í dag. ANTHONY HOPKINS LEIKARI er sjötugur í dag. Málmfríður Jóhannsdóttir Austurgötu 25, Hafnarfirði, sem lést 22. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 15.00. Aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Maríu Sigurðardóttur viðskiptafræðings. Rannveig Rist Jón Heiðar Ríkharðsson Guðbjörg Rist Jónsdóttir María Rist Jónsdóttir Hólmfríður Vigdís Rist Jónsdóttir Bergljót Rist Sveinn Atli Gunnarsson Hekla Rist Kolka Rist Gullbrúðkaup eiga í dag heiðurshjónin Jón Þorleifsson og Unnur Halldórsdóttir í dag til heimilis að Reykási í Reykjavík. Þau halda upp á daginn í faðmi barna og barnabarna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.