Fréttablaðið - 31.12.2007, Side 30

Fréttablaðið - 31.12.2007, Side 30
30 31. desember 2007 MÁNUDAGUR væri eiginlega að þykjast vita? „Jú, auðvitað og skiljanlega voru alltaf einhverjir sem voru kannski ekki alveg að kaupa það að ein- hver sem var jafngamall og börnin þeirra væri að segja þeim hvernig haga ætti hlutun- um. Á endanum er það hins vegar alltaf þannig að menn hætta að spá í slíku ef maður lætur verkin tala.“ Og velti hann aldrei sjálf- ur ungum aldri fyrir sér, þegar hann ákvað að takast á við stóra stóra verkefnið hjá FL Group? „Nei, ekki beint. Ekki út frá aldri allavega. Auðvitað velti ég því fyrir mér hvort ég væri rétti maðurinn í verkefnið, eins og alltaf þegar um svo stóran hlut er að ræða, en ekki út frá því að ég væri 29 ára. Með aldri kemur vitaskuld reynsla en það er kannski líka eitthvað annað sem kemur í staðinn með færri árum.“ Mun rasa út um fertugt Forstjórinn hefur varla haft tíma í það að rasa út – fara á Interrail og í teygjustökk? Miðað við fyrri störf og tvö börn undir sex ára aldri. „Nei, ég á það sannarlega allt eftir. Það er töluvert uppsafnað. Ætli ég rasi ekki út einhvern tímann um fertugt. Ég á til dæmis eftir að læra á mótorhjól, á klárlega eftir að ferðast meira og svo ætlaði ég að reyna að fara einhvern tímann á húsbíl um öll Bandaríkin. Veit ekki alveg hvað verður um þá hugmynd. Svo held ég bara áfram að reyna að skemmta mér.“ Og ferðu mikið út á lífið? „Ég hef gaman af því þegar ég geri það, en verð seint kallaður mjög liðtækur í þeim efnum og það er ljóst að ég mun fara enn sjaldnar núna. En einn af æskuvinum mínum átti til dæmis og rak Ólíver og það var fínt að fara þangað en eftir að hann seldi hef ég verið minna á ferðinni. Öðru fremur finnst mér gaman að fara eitthvert þar sem hægt er að dansa.“ Og verður þá líkast til að passa sig á blaðamönnum sem hafa öðlast skyndilegan áhuga á einni nóttu á forstjóranum. „Eigum við ekki að orða það þannig, að ég hafi þá trú, þar til annað kemur í ljós, að maður geti stjórnað því hversu eftirsótt umfjöllunarefni maður er.“ Enginn Elton John þá í partíið? „Nei, einhvern minni spámann líkast til.“ Byrjuðum á hótelherbergjum Meira að viðskiptum og fjármálaheiminum. FL Group er væntanlega fyrirtæki ársins, sé tekið mið af þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem það hefur fengið. Bylturnar hafa verið marg- ar, um tíma sögðu sögur að allt stefndi í gjald- þrot og áfram mætti telja. Hvernig lítur atburðarásin við forstjóranum – svona stuttu eftir – og hvað gerðist? „Þetta hafa verið tvö ár þar sem allt hefur gerst alveg ótrúlega hratt og mun hraðar en við gerðum ráð fyrir. Haustið 2005 var vinnuaðstaða okkar á hótel- herbergjum á Loftleiðum og Nordica þar sem við lögðum línurnar að því hvernig við ætluðum að breyta flugfélagi í fjárfestingar- félag. Flugfélagið varð að alþjóðlegu fjár- festingarfélagi, með starfsemi á Íslandi og í London og við urðum að risafyrirtæki með mikilli þátttöku í viðskiptalífinu hér heima sem og erlendis. Við högnuðumst mjög mikið á fyrri part tímabilsins en á seinni hluta þessa árs fór að síga á ógæfuhliðina. Allt þetta mikla umrót á fjármálamörkuðum, sem varð alls staðar í heiminum, gerðist miklu hraðar en menn bjuggust við. Þannig að við lentum í afar sérstökum aðstæðum og það hefur alla tíð verið þannig að gangi okkur vel fylgja menn okkur vel eftir og á erfiðari tímum hafa þeir verið fljótir að pota í okkur. Í dag er alltaf hægt að segja „ef“ við hefðum gert þetta og hitt en þessar miklu lækkanir á skömmum tíma koma óvænt upp og höfðu mikil áhrif. Við stefndum hins vegar aldrei í gjaldþrot, langt frá því – staða félagsins var hinsvegar ekki nægilega sterk og því nauð- synlegt að grípa til aðgerða.“ Mikilvægt að brotna ekki Í stöðunni sem kom upp hjá FL Group var tekin sú ákvörðun að efla félagið á ný og ná inn meiri fjármunum. Stoðirnar skyldu styrkar, eignarhlutir í American Airlines og Finnair voru seldir og stefnan er að félagið einbeiti sér að því að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum sem og að einbeita sér að aðal- eignum sínum, sem eru til að mynda Glitnir og Tryggingamiðstöðin. Útibúinu í Kaup- mannahöfn var lokað og allt starf erlendis flutt til London. „Við sáum að við yrðum að einbeita okkur að því að vera minna háðir markaðssveiflum og við búum okkur meðal annars undir það með því að endur- fjármagna skuldir félagsins og vinna úr þeim eignum sem við erum með. Samfara þessu gerðust þessar breytingar með mig og Hannes og kast- ljósið beindist að okkar fyrir- tæki öðrum fremur – enda er yfirleitt eftirsóttara að flytja fregnir af því þegar vonsku- veður ganga yfir.“ En skell- irnir, er virkilega hægt að benda alfarið í áttina að mark- aðssveiflum? Er ekki líka nauðsynlegt fyrir fyrirtæki eins og FL Group að líta í eigin barm? „Jú, auðvitað. Eftir á að hyggja vorum við meðal annars með of stóran hlut í American Airlines og Commerzbank. Og það var veigamikið atriði í þeirri dýfu sem fyrirtækið tók. Í það heila tókum við of mikla markaðsáhættu miðað við stærð fyrirtækisins og í því liggja mistökin. Aðstæðurnar þarna voru samt mjög öfga- fullar en til að glíma við þær hefðum við þurft að vera betur í stakk búnir. En við komum standandi út úr þessu og geri maður það gefst tækifæri til að njóta ávaxt- anna þegar öldur taka að lægja. Mikilvægast er að brotna ekki einhvers staðar á leiðinni.“ Hefðum þurft að skýra rekstrarkostnaðinn Talsverð gagnrýni hefur verið á rekstrarkostnað FL Group, jafnvel talað um bruðl og þá sérstaklega hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Hverju svarar nýr forstjóri gagnrýninni? „Ég held að gagn- rýnin á háan rekstrarkostnað sé réttmæt að einhverjum hluta en að að mestu leyti byggir hún á því að við vorum ekki nógu duglegir við það að sundurliða og útskýra í hverju rekstrarkostnaðurinn lá. Rekstrarkostnaður- inn var birtur sem hér um bil ein tala en á bak við þá tölu er svo margt. Fyrir það fyrsta kostar alltaf mikið að byggja upp nýtt fyrir- tæki, við höfum ráðið til okkar mikið af hæfu starfsfólki frá bönkum úti í heimi sem hér heima og að sama skapi höfum við setið uppi með skuldbindingar frá fyrri tíð í tengslum við gömlu Flugleiðir því FL Group er rekið á þeirri gömlu kennitölu. Og henni fylgdu eftirlaunaskuldbindingar og starfslokasamn- ingar sem hafa í för með sér mikinn kostnað. Einnig eru inni í þessari tölu alls kyns kostn- aður við fjárfestingaverkefni og sá kostnað- ur er fljótur að hlaupa á hundruðum milljóna þegar inn í þau eru komnir erlendir sérfræð- ingar, lögfræðingar og svo framvegis. Mistökin felast í því að við vorum ekki nógu duglegir að útskýra kostnaðarliði.“ Og hefðuð þið gert það – hefðuð þið þá komist undan gagnrýninni? „Það hefði allavega verið ljóst að þetta var allt með eðlilegum hætti. Vel má vera að samt hefðu einhverjir gagnrýnt en ég hugsa að flestir hefðu skilið þessar tölur og hvað lá að baki. Stefna mín er að útlista þessa hluti enn betur en hefur verið gert. Þegar vel gengur spyrja menn færri spurninga og þegar blæs á móti verða þær fleiri og við brugð- umst ekki nógu skjótt og vel við í að svara þegar þeim fjölgaði.“ Blaðaskrif koma í veg fyrir fjárfestingar Fjölmiðlar úti í heimi, og þá kannski sérstaklega Danir, þreytast seint á því að spyrða íslenska athafnamenn saman við glæpamafíur og hafa jafn- vel gengið svo langt að telja íslensku útrásina styrkta af óþjóðalýð. Hvernig horfir umræðan við Jóni og hefur hún haft áhrif? „Ég verð að viður- kenna að ég hef aldrei almenni- lega skilið hvað liggur að baki. Í 95 prósentum tilfella hefur umfjöllunin verið neikvæð í Danmörku og mikið til fabúler- ingar, sérstaklega samsæris- kenningarnar um tengsl íslensks viðskiptalífs við rússneska mafíu. Hingað til hef ég ekki fundið neinn sem getur útskýrt skrifin fyrir mér. Kannski að hluta til er það einhver minni- máttarkennd, líka tortryggni og svo misskilningur. Þetta virðist bundið við fjölmiðlana þar í landi og ég tel að þetta endur- spegli ekki almenningsálitið þó að vissulega hafi fjölmiðlaum- fjöllun áhrif á það. Þar af leið- andi hefur þetta haft einhver áhrif.“ Hafði þetta áhrif á lok- unina í Kaupmannahöfn? „Nei, ekki beint. London nægði okkur. En vissulega hefur þetta haft þau áhrif að sá fjöldi verkefna sem við reiknuðum með að fara í í Danmörku og á Norðurlöndunum í upphafi eru klárlega orðin færri en við lögð- um upp með.“ Jón er viss um að FL Group verði gildandi í Evrópu og jafnvel heiminum og fyrirtækið sé nú þegar vel þekkt nafn á alþjóðavett- vangi. „Eftir fimm ár vonast ég til að fyrir- tækið verði orðið verulega stærra en það er í dag auk þess að vera búið að hasla sér völl erlendis með afgerandi hætti.“ Þú ert sem sagt með fimm ára markmið? „Já, að vísu vinn ég persónulega alltaf eftir þriggja ára markmiðum. Og það er reyndar kominn tími til að endurstilla þá þriggja ára klukku eftir atburði liðinna vikna. En hvað fyrirtækið varðar þá held ég að okkur hafi tekist að laga þá stemningu sem var í kringum félagið. Og við sjáum strax teikn um það á lofti. Eftir- spurn á útboði fagfjárfesta var til að mynda langt umfram væntingar.“ Mun takast að bæta ímyndina? „Já, ég er bjartsýnn maður og við erum með einhver tuttugu fyrirtæki í eignasafninu svo það eru næg verkefni fyrir okkur. Svo koma klárlega ný tækifæri inn á borðið á nýju ári. Aðaldraumurinn nú er sá að mér takist vel upp með FL Group.“ SIGURÐUR JÓNSSON Ég verð auðvitað að koma því að strax að það var móðir hans sem lagði grunninn að drengnum – ég get ekki hælt mér af uppeldinu – og hans karaktereinkenni sem kom mjög snemma fram er mikil nákvæmni og hún hefur fylgt honum alla tíð síðan. Seinna kom svo annað einkenni fram sem er metnaður og hann hefur gjarnan haft einhverja sýn, sett sér markmið og stefnt að því. Sem krakki var hann afskaplega hlýðinn og mjög meðfærilegur líkt og systkini hans voru líka. Til að mynda gátum við foreldrarnir strengt band í metra fjarlægð frá jólatrénu og sagt þeim mjög litlum að standa fyrir utan bandið á meðan við skreyttum tréð. Hann er snyrtipinni að eðlisfari og varð það mjög snemma. Snyrtimennskan er partur af nákvæmninni í honum og þegar hann var til dæmis þriggja ára gamall, sem ég lofaði reyndar að segja ekki frá en geri það samt, að þá mátti skyrtan til dæmis alls ekki koma upp úr buxnastrengnum. Þannig að það var mikið mál að klæða hann rétt, strax frá byrjun. Ætt Jóns hefur fáa galla en í hans tilviki eru það helst hve mikill antisportisti hann er en á heimili hans er afar takmarkað framboð af íþróttaefni í sjónvarpinu. En jákvæðu þættirnir hafa stundum nei- kvæða hlið og vinnusemi hans fylgja gjarnan tíðar fjarvistir – þannig að vinnusemin hefur tvær hliðar. ➜ HVAÐ SEGIR FAÐIRINN? LÁRUS WELDING Jón er einn af mínum betri vinum en við kynntumst í gegnum atvinnu- lífið árið 2002 og kynntumst náið þegar ég byrjaði í Landsbankanum. Og við sitjum saman í stjórn og höfum unnið í ýmsu saman. Jón er með eindæmum klár maður og örugglega sá skarpasti sem ég hef kynnst. Hann er mjög vinnusamur og hefur mikla hæfileika til þess að komast yfir mikið efni og er vel að sér í öllum málum er tengjast viðskiptum og er fljótur að tileinka sér hlutina. Hann er mjög klár samningamaður og svo er hann mjög fínn og traustur maður. Gallar hans geta verið þeir að hann ber oft svolítið heiminn á herðum sér og ætlar sér stundum um of og að leysa allt í gær. Svo mætti hann alveg eiga fleiri áhugamál, enda er hann mjög fókuseraður í því sem hann er að gera. Enda tekur hann ábyrgð á öllu sem hann getur og mætti dreifa ábyrgðinni þess vegna meira. ➜ HVAÐ SEGIR FÉLAGINN? VAR SVODDAN KÓRDRENGUR Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, segist hafa verið þægt barn en helstu áhugamálin voru körfubolti og rapp og hlustar hann enn þann dag í dag á hipphopp. Hann fór einmitt á tónleika með Nas í mars síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aðstæðurnar voru samt mjög öfgafullar en til að glíma við þær hefð- um við þurft að vera betur í stakk búnir. En við komum standandi út úr þessu og geri maður það gefst tækifæri til að njóta ávaxtanna þegar öldur taka að lægja.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.