Fréttablaðið - 31.12.2007, Side 33

Fréttablaðið - 31.12.2007, Side 33
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Þegar litið er um öxl á áramótum er oft margs að minnast. Hafdís Jónsdóttir, eða Dísa í World Class eins og flestir þekkja hana, hefur til dæmis opnað fjórar nýjar líkamsræktarstöðvar með eiginmanni sínum. „Það sem stendur helst upp úr núna er að World Class hefur opnað fjórar nýjar stöðvar. Við höfum unnið að undirbúningi allt árið og nú í lok árs er þetta loksins að klárast,“ segir Dísa ánægð. Þrjár af stöðvunum opnuðu í desember og sú fjórða opnar í janúar. „Þetta er það sem stendur upp úr viðskiptalegs eðlis en það sem er hvað markverðast persónulega er góð heilsa allra í fjölskyldunni sem skiptir mestu máli,“ segir Dísa einlæg. Aðspurð hvort hún leggi það í vana sinn að strengja áramótheit segir Dísa: „Já, ég lofa sjálfri mér alltaf að reyna að gera betur og verða betri manneskja. Bæta sjálfa mig og verk mín.“ Síðustu áramót eru Dísu afar minnisstæð þar sem hún eyddi þeim í Suður-Afríku með fjölskyldunni. „Það var mjög ólíkt því að vera heima. Þar var hiti og sól og við fórum í safaríferð að skoða dýrin, þessi stóru sem við sjáum ekki á Íslandi eins og gíraffa, ljón, flóðhesta og svoleiðis,“ segir Dísa sællar minn- ingar. „Um kvöldið borðuðum við góðan mat og nutum þess að vera saman. Það voru engir flugeldar eða neitt slíkt heldur var einfaldlega setið úti í léttum klæðnaði og borðað.“ Það sem skiptir Dísu einna mestu máli er í raun ekki hvar áramótin eru haldin heldur með hverjum og þá er gott að vera í faðmi fjölskyldunnar. hrefna@frettabladid.is Áramót í Afríku Dísa er þakklát fyrir gott heilsufar fjölskyldunnar og heitir því ár hvert að bæta sig í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Öryggisgleraugun eru nauðsynleg bæði ungum og öldnum um áramót. Ekki aðeins þeir sem skjóta eiga að vera með slíkan búnað heldur einnig þeir sem á horfa. Sprengingar geta vakið ótta hjá ungum börnum. Best er að skilja barnið ekki eitt eftir í augnablik heldur vera með það í fanginu allan tím- ann sem sprengingarnar eru. Hávaðinn sem fylgir flugeldunum getur valdið óbætanlegum heyrnar- skaða og því er ráð að nota eyrnatappa. Ekki má gleyma að setja eyrna- tappa í eyrun á litlu börnunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.