Fréttablaðið - 31.12.2007, Page 34

Fréttablaðið - 31.12.2007, Page 34
[ ] Áramótakveðja Samanhópsins er hvatning til jákvæðra sam- skipta innan fjölskyldunnar. Samanhópurinn er grasrótar- samtök sem hafa meðal annars að markmiði að virkja jákvæð sam- skipti fjölskyldunnar og vekja athygli á þeim ógnum sem börn- um og unglingum stafar af áfengi og öðrum vímuefnum í samfélag- inu. Frá því að hópurinn tók til starfa árið 1999 hefur hann beitt ýmsum aðferðum til að ná þessum markmiðum fram, meðal annars með því að senda landsmönnum áramótakveðju þar sem mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar er undirstrikað. „Áramótakveðjan er einn af nokkrum liðum sem hafa fest sig í sessi í okkar starfi,“ segir Eygló Rúnarsdóttir, fulltrúi ÍTR í Samanhópnum, og bætir við að kveðjan verði reyndar tvíþætt í ár. „Annars vegar að samvera með fjölskyldunni sé besta jólagjöfin og hins vegar ósk um að skipu- leggja næsta ár með samveru fjöl- skyldunnar í huga. Þetta er gert þar sem rannsóknir sýna að samvera barna og unglinga með fjölskyldunni skiptir meginmáli varðandi velgengni þeirra í skóla ásamt því að vinna gegn áhættu- hegðun. Það hefur verið útgangs- punkturinn í öllu okkar starfi.“ Að sögn Eyglóar er áramóta- kveðjan ein þeirra fjölmörgu leiða sem Samanhópurinn beitir til að koma jákvæðum skilaboðum á framfæri til markhópsins, það er foreldranna sjálfra. „Við beitum ekki fyrir okkur einhverjum hræðsluáróðri, heldur bendum á mikilvægi samverustunda og þess að rækta góð tengsl við fjölskyld- una,“ útskýrir hún og bætir við að mikil vinna sé framundan, bæði við að fylgja eftir áramótakveðj- unum og eins við að ljúka fram- kvæmdaáætlun fyrir næsta ár. „Til allrar hamingju bætast sífellt fleiri við sem leggja hönd á plóg,“ segir hún. „Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins eru að koma í samstarfið, en það er mikilvægt að fá fleiri aðila til sam- starfs við okkur, ekki síst þá sem hafa sýn á það sem gerist í smærri samfélögum. Við vöxum bara og döfnum með hverju ári.“ roald@frettabladid.is Saman um áramótin Eygló Rúnarsdóttir er fulltrúi ÍTR í Samanhópnum sem hvetur íslenskar fjölskyldur til þess að verja áramótunum saman. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA JÓHANNSDÓTTIR Tími flugeldanna er kominn og eflaust hlakka margir til að fíra þeim upp í loft. Ýmislegt ber þó að varast til að forðast slys. Á vef Slysavarnafélags- ins Landsbjargar er farið yfir helstu atriði. ■ Börn yngri en 16 ára fá ekki að kaupa flugelda. ■ Börn skulu ávallt vera undir eftirliti fullorðinna í návist flugelda. ■ Allir eiga að vera með öryggis- gleraugu. Líka þeir sem horfa á. ■ Flugeldar og smádót sem fylgir eru ekki leikföng og ekki skal nota það í hrekki. Oft verða slæm slys af þeim völdum. ■ Ekki skal standa nálægt flugeld- um sem sprengdir eru því hávaði frá þeim getur skaðað heyrnina. ■ Víkja skal vel frá eftir að búið er að kveikja í flugeldunum. ■ Ekki má handleika flugelda eftir að kveikt hefur verið á þeim því þeir geta sprungið fyrirvara- laust. Ef þeir springa ekki skal hella yfir þá vatni. ■ Mikilvægt er að hafa trausta undirstöðu undir flugelda áður en þeim er skotið upp. ■ Standblys og skotkökur þurfa einnig stöðuga undirstöðu og mikið rými. ■ Velja skal skotstað í að minnsta kosti 20 metra fjarlægð frá húsum. ■ Það má aldrei kveikja í flugeld- um á meðan haldið er á þeim. Að eins á sérmerktum handblys- um. ■ Alvarlegustu slysin af völdum flugelda verða sökum fikts. Mjög hættulegt er að taka þá í sundur og búa til heima- gerðar sprengjur. ■ Halda skal dýrum innandyra þar sem þau heyra sem minnst í sprengingunum. Hundar, kettir og hestar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir hávaðanum. Hvað ber að varast? Allir eiga að vera með öryggisgleraugu, líka þeir sem horfa á. Kampavínsflaskan opnuð með stæl NOKKUR VANDI GETUR VERIÐ AÐ OPNA KAMPAVÍNSFLÖSKU SVO VEL SÉ. Tappinn skýst úr flöskunni og kampavínið flæðir yfir stútinn og flýtur um allt. Því miður á tappinn það til að lenda í auganu á ein- hverjum eða brjóta gler, sem veld- ur því að sumir óttast að opna kampavínsflöskuna. Hins vegar er einfalt að opna flöskuna án nokk- urrar slysahættu með þessari að- ferð: 1. Taktu álpappírinn utan af tapp- anum. 2. Losaðu um vírinn sem heldur utan um tappann. 3. Settu visku- stykki utan um tappann og flöskuhálsinn. 4. Taktu utan um tapp- ann (án þess að taka visku- stykkið af) og snúðu honum varlega, eða haltu í tappann og snúðu flösk- unni varlega. 5. Haltu áfram að snúa þar til þú finnur og heyrir tappann losna. Taktu hann þá alveg úr og helltu í glösin. Álfar flytja búferlum um áramót og ekki alltaf gott að verða á þeirra leið. Þá er gott að fara með þessa þulu: Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, veri þeir sem vera vilja, mér og mínum að meinalausu. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRANBETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.