Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 31.12.2007, Qupperneq 46
38 31. desember 2007 MÁNUDAGUR Félag íslenskra samtímaljósmyndara, FÍSL, var stofnað á dög- unum en að sögn eins stofnmeðlimanna, Katrínar Elvarsdóttur, er markmið þess að gera ljósmyndamiðlinum hátt undir höfði hérlendis. „Það gildir að öllu leyti, hvort sem átt er við sýningahald, bókaútgáfu, fyrirlestra og þar fram eftir götum,“ segir hún og bætir við að greinaskrif finnskrar blaðakonu um bágborna stöðu ljósmyndunar á Íslandi hafi orðið til þess að FÍSL var stofnað. Allir sem lokið hafa háskólaprófi í ljósmyndun frá viður- kenndum háskóla eða hafa aðra sambærilega menntun sam- kvæmt yfirlýsingu frá viðkomandi skóla geta sótt um aðild að félaginu. Auk þess er áhugi á samtímaljósmyndun lykilatriði, en að sögn Katrínar er hann það eina sem sameinar átta stofnmeð- limi FÍSL, sem eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sannast það kannski best á meðfylgjandi myndum. - rve Ljósmyndamiðlinum gert hátt undir höfði Stofnað hefur verið Félag íslenskra samtímaljósmyndara. BRAGI JÓSEFSSON. Bragi Jósefsson (fæddur 1961) útskrifaðist úr Rochester Institude of Technology í New York árið 1986. Bragi hefur síðan unnið sem atvinnuljósmyndari og er með eigin ljósmynda- rekstur í Reykjavík. Hann hefur fengist við margvísleg verkefni í gegnum tíðina, þó mestmegnis fyrir tímarit. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, verið með í samsýningum og hlotið fjölda verðlauna á hinni árlegu Blaðaljósmyndasýningu. MYND/ÍVAR BRYNJÓLFSSON PÉTUR THOMSEN Pétur Thomsen (fæddur 1973) útskrifaðist með MFA- gráðu frá École Nationale Supérieur de la Photographie árið 2004. Pétur hefur sýnt töluvert erlendis, þar á meðal í Sviss, Tókýó, Madrid og New York. Samskipti manns og náttúru eru Pétri hugleikið viðfangsefni og hefur hann því einbeitt sér að landslagsmyndum. Myndir Péturs frá Kára- hnjúkum hafa vakið athygli erlendis. MYND/PÉTUR THOMSEN KATRÍN ELVARSDÓTTIR Katrín Elvarsdóttir (fædd 1964) útskrifaðist með BFA-gráðu frá Art Institute of Boston árið 1993. Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar í Bandaríkjunum, Dan- mörku og á Íslandi. Ljósmyndir hennar hafa hlotið fjölda viðurkenninga og í haust var hún tilnefnd til Heiðursverðlauna Myndstefs. Katrín býr og starfar í Reykjavík. MYND/KRISTINN ÞÓRISSON ÍVAR BRYNJÓLFSSON Ívar Brynjólfsson (fæddur 1960) lauk námi frá San Francisco Art Institute árið 1988. Hann hefur sett upp fjölda einkasýninga og á síðasta ári kom út eftir hann bókin Specimina Commercii, þar sem alls kyns verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu eru viðfangsefnið en Ívar sækir það gjarnan í nánasta umhverfi sitt. MYND/ÍVAR BRYNJÓLFSSON EINAR FALUR Einar (fæddur 1966) er með MFA í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Þaðan útskrifaðist hann árið 1994. Einar hefur sýnt á einka- og samsýningum víðs vegar um heim, þar á meðal í Reykjavík, New York, París og Bonn, og verk eftir hann hafa birst í ýmsum tímaritum, svo fátt eitt sé nefnt. MYND/ÁRNI SÆBERG ÞÓRDÍS ERLA ÁGÚSTSDÓTTIR Þórdís Erla Ágústdóttir (fædd 1961) útskrifaðist með BA-gráðu frá École Nationale de la Photographie í Arles í Frakklandi árið 1989 og hefur síðan starfað sem ljósmyndari í Frakklandi og á Íslandi. Þórdís hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Frakklandi, Þýskalandi og á Íslandi. Verk hennar fjalla um ummerki tímans, sjóndeildar- hringinn og óendanleikann, sjónarsvið hinnar skipulögðu náttúru og víðáttunnar, líkamann í mismunandi samhengi, manneskjuna og samfélagið og senur og aðstæður úr daglegu lífi fólks. Þórdís býr og starfar í Reykjavík. MYND/KÁRI HARÐARSSON SPESSI Spessi (fæddur 1956) lauk námi við AKI - Akademi for Bild und Kunst í Hollandi árið 1994. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga í New York, Stokkhólmi, Oulu, Kaupmannahöfn og víðs vegar á Íslandi og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og Finnlandi svo fátt eitt sé nefnt. MYND/PÉTUR GEIR BÁRA KRISTINSDÓTTIR Bára (fædd 1960) lærði ljósmyndun í Gautaborg í Svíþjóð árin 1987 til 1989. Hún starfaði sem aðstoðarljósmyndari þar og í Bandaríkjunum næstu þrjú ár. Bára flutti aftur til Íslands árið 1992 og kom sér þá upp eigin ljósmyndastúdíói. Ekkert er henni óviðkomandi í myndsköpun, sem sést af ólíkum viðfangsefnum, allt frá fjölskyldum og til gróðurhúsa, sem hún reynir þó að nálgast á sinn persónulega hátt. MYND/BÁRA KRISTINSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.