Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2007, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 31.12.2007, Qupperneq 55
VATNSBERI Árið 2008 verður ákaflega gleðiríkt fyrir vatnsberann. Sérstaklega taka ástamálin kipp, einkum hjá konum í merki vatnsberans en þar verður einfættur maður úr fortíðinni í aðalhlutverki. Atvinnumálin taka kipp um mitt ár. Í desember lítur vatnsberinn yfir farinn veg og sér að hann hefur aldrei farið jafn oft í Listasafn Reykjavíkur áður. Kannski það hafi haft áhrif að aðgangur að Listasafni Reykjavíkur er ókeypis frá 1. janúar 2008. FISKUR Það er gott að vera stór fiskur í lítilli tjörn árið 2008. Strax í janúar verður aðgangur að Listasafni Reykjavíkur ókeypis og munu fjölmargar heimsóknir þangað auðga líf þitt verulega. Eftir að hafa í mars gert upp við nákominn ættingja í lok mars er eins og losni um einhver listræn höft og fiskurinn fer að skapa. Ástarsambönd styrkjast mjög eða kvikna á árinu og tengist sterkt keramíknámskeiðum. HRÚTUR Hrúturinn verður nær ær af gleði í byrjun árs þegar hann fer á Kjarvalsstaði og þarf ekki að borga inn því aðgangur að Listasafni Reykjavíkur er ókeypis frá 1. janúar 2008. Atvinnumál eru mjög í brennideplinum hjá hrútnum þetta ár og skapast það meðal annars af því að stór hluti dagsins mest alla vikuna fer í vinnu. Þar fyrir utan helgar hrúturinn sig fjölskyldu og vinum. 16. maí fær hrúturinn símtal frá frænku sinni sem segir honum að hún sé á leiðinni til Benidorm í sumarfrí. NAUT Nautið byrjar árið með höfuðverk og er þar fyrir utan hundóánægt með skaupið. Í janúar og febrúar gerist lítið hjá nautinu. Það reynir að rífa sig upp úr hversdagsleikanum með því að leggja mikla áherslu á líkamsrækt. 9. mars á það leið um miðbæinn og rekst inn í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi og þarf ekki að greiða aðgangseyri þar sem aðgangur að Listasafni Reykjavíkur er ókeypis frá 1. janúar 2008. Fyrir peningana sem nautið ætlaði að greiða fyrir aðganginn kaupir það sér lottómiða og fær nokkra rétta. TVÍBURI Tvíburinn áttar sig í kringum afmælið sitt að hann er í raun ekki tvíburi, það er: hann fæddist einn. Tvíburinn er samt ekki af baki dottinn og heldur veglega afmælisveislu. Gleðst hann sérstaklega yfir gjöf frá frænda sínum sem er ársmiði í Listasafn Reykjavíkur. Gleðin verður blandin þegar hann uppgötvar að frá 1. janúar 2008 hefur aðgangur að Listasafni Reykjavíkur verið ókeypis. Upp úr miðju ári verða nokkrar væringar í ættinni sem lýkur með sáttum 10. september þegar frændinn og tvíburinn hittast við eitt af þekktustu verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum. KRABBI Krabbinn kann vel við sig í sundi enda getur maður þekkt krabbann á krónískum rúsínutám. Árið 2008 heldur velgengni krabbans áfram en hann hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Velgengnin verður ekki minni á tilfinninga- sviðinu því eftir að krabbinn fer á Listasafn Reykjavíkur þar sem hann fær frían aðgang eins og aðrir frá 1. janúar 2008 og verður fyrir vitrun fyrir framan eitt af verkum Errós þá gengur hann frá sér numinn og innblásinn í flasið á þeim sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans næstu misserin. Nýja þulan í Sjónvarpinu mun ekki muna eftir þessum atburði, enda er hún ekki krabbi. LJÓN Ljónið er í essinu sínu árið 2008. Hann mun einbeita sér að umhverfisvernd á róttækari hátt en hingað til og skilar öllum dagblöðunum í endurvinnslugáma. Ljónið verður frekar grimmt fyrstu vikuna í febrúar en það rjátlast af því þegar það fær tölvupóst þar sem því er tilkynnt að það hafi unnið 2 milljónir evra í suður–þýsku lottói. Sú gleði er skammvinn því þegar ljónið bankar upp á í tilkynntu heimilisfangi í München kemur gömul heyrnarlaus kona til dyra og kannast ekki við neitt og þá meina ég: ekki neitt. Á heimleiðinni tekur ljónið þó gleði sína þegar það situr við hliðina á Steingrími Eyfjörð sem segir honum frá því að lóan sé komin frá Feneyjatvíæringnum á Listasafn Reykjavíkur og það kosti ekkert inn því aðgangur sé ókeypis frá 1. janúar 2008. MEYJA Meyjan er skipulögð. Það gerir þó ekkert til því árið 2008 slakar hún aðeins á og finnur aftur barnið í sjálfri sér. Barnið hafði verið í gamalli barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson og var bara í góðu stuði. Tilfinningalíf meyjunnar hefur lengi einkennst af mikilli skipulagningu en fundur barnsins kemur róti á tilfinningarnar sem leiðir til þess að ný sambönd myndast eða eldri styrkjast. Við sögu koma smámæltur maður með dökkt hár og rauðhærð söngkona. 15. september er meyjunni boðið í kaffi á Kjarvalsstöðum og á eftir skoðar hún sýningarnar því aðgangur að Lista- safni Reykjavíkur er ókeypis frá 1. janúar 2008. VOG Vogin er stemningsmanneskja fram í fingurgóma. Því er hætt við því að hún fari líka í nýárspartí þótt hún sé ekki alveg búin að jafna sig eftir áramótapartíið. Hvað um það þá gerist ekkert í nýárspartíinu sem breytir lífi hennar. Hins vegar hittir hún manneskju í ræktinni daginn eftir sem er með ótrúlega lágan púls miðað við hvað hún er í ömurlegu formi. Meyjan heillast af þessari týpu og býður henni í listamaraþon þar sem hún þræðir söfn Listasafns Reykjavíkur, byrjar í Hafnarhúsinu, fer á Ásmundarsafn og endar á Kjarvalsstöðum. Þú þarft ekkert að borga, segir Vogin sem þarf heldur ekkert að borga því aðgangur að Listasafni Reykjavíkur er ókeypis frá 1. janúar 2008. SPORÐDREKI Sporðdrekinn er yndislegur. Ekki aðeins er hann fallegur og greindur heldur hefur hann líka góðan smekk. Allan fyrri hluta ársins heldur hann að miklu leyti til á Listasafni Reykjavíkur þar sem aðgangur að safninu er ókeypis frá 1. janúar 2008. Ástalífið tekur kipp um miðjan júlí þegar sporðdrekinn stendur á sundfötunum í Laugardalslauginni og ókunnug manneskja ávarpar hann og spyr hvar salernið sé. Að öðru leyti verður ástalífið dauft árið 2008. BOGMAÐUR Bogmaðurinn hefur átt við líkamleg vandræði að stríða sem stafa af því að hann er bogmaður. Því verður ekki breytt þar sem hann er bogmaður og líkamsstaðan er sérstök ef ekki undarleg. Bogmaðurinn er listrænn og skapandi í sér og leitar því huggunar í listinni. Hann gleðst því mikið yfir því að aðgangur að Listasafni Reykjavíkur er ókeypis frá 1. janúar 2008. Þar fær hann innblástur til góðra verka enda verða atvinnumál bogmannsins í góðu standi allt árið, sérstaklega eftir að yfirmaður hans kynnist smámæltum manni með dökkt hár, en yfirmaður hans er meyja. STEINGEIT Frægasta steingeitin er eflaust Jesús en hann fæddist í merki steingeitarinnar árið 1. Steingeitin byrjar árið með miklum látum þegar hún tilkynnir fjölskyldu sinni að hún sé ástfangin, ætli að flytja til framandi landa og breyta um lífsstíl. Skömmu síðar uppgötvar hún að manneskjan sem hún hafði kynnst er ekkert sérstök, það er dýrt að fara til útlanda og lífsstílinn allt í lagi. Í uppbyggingarskyni tekur vinur steingeitarinnar hana með sér á sýningu á Kjarvalsstöðum sem kostar ekkert inn á enda hefur verið ókeypis aðgangur að Listasafni Reykjavíkur frá 1. janúar 2008. Steingeitin heldur smá stund að hún sé ástfangin af vininum en finnur svo að það er bara botnlaust svartnætti ástarsorgarinnar sem hafði þessi áhrif. Eftir það líður henni betur. Þeir sem eru í stjörnumerki fá ókeypis aðgang að Listasafni Reykjavíkur frá og með áramótum. Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni. Listasafn Reykjavíkur Reykjavik Art Museum www.listasafnreykjavikur.is listasafn@reykjavik.is S 590 1200 F 590 1201
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.