Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.01.2008, Qupperneq 10
10 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Kannski höfum við ekki verið nógu dugleg að auglýsa og halda lambakjötinu fram.“ JÓHANNES SIGFÚSSON FORMAÐUR LANDSSAMTAKA SAUÐFJÁRBÆNDA www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands verða með viðtalstíma í Reykjavík dagana 7.-9. janúar 2008 Fulltrúarnir verða til viðtals fyrir þau fyrir tæki sem leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðanna og óska aðstoðar þeirra í viðskiptamálum erlendis. Nánari upplýsingar um sendiráðin og umdæmi þeirra eru á vef Útflutningsráðs, www.utflutningsrad.is. Pantaðu viðtalstíma í síma 511 4000 eða hjá utflutningsrad@utflutningsrad.is. Fundarstaður er hjá Útflutningsráði, Borgartúni 35. Leitar hugurinn út í heim? París Peking Moskva New York Nýja Delhi London Tókíó Berlín Kaupmannahöfn P IP A R • S ÍA • 72 56 0 P IP A R • S ÍA • 72 56 0 GÖTULISTAAPI Lítill api sýnir listir sínar við verslanamiðstöð í Djakarta, höfuð- borg Indónesíu, þar sem níu milljónir manna búa. Tæplega helmingur almennings í Indónesíu lifir á minna en 120 krónum á dag. NORDICPHOTOS/AFP LANDBÚNAÐUR „Það er meiri sam- keppni en áður og meira úrval,“ segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda. Minna seldist af kindakjöti í síðastliðnum nóv embermán- uði heldur en í sama mánuði síðustu ár. Nam salan rúmum 500 tonnum og tæpum 600 með útfluttu kjöti. Í nóvember á síð- asta ári seldust rúmlega 580 tonn á innan- landsmarkaði og rúm 200 tonn voru flutt út. Salan innanlands á nýliðnu ári er tæpu einu og hálfu prósenti minni en á fyrstu ellefu mán uðum síðasta árs. Á sama tíma hefur orðið rúmlega níu prósenta samdráttur í útflutningi. Kindakjötssalan hefur risið og hnigið það sem af er 21. öldinni. Salan jókst jafnt og þétt frá 2001 til 2004 en hefur farið minnkandi frá 2005. Jóhannes Sigfússon getur ekki skýrt samdrátt í sölu kindakjöts með öðru en aukinni samkeppni. Horfir hann þar helst til aukinnar kjúklinganeyslu sem komi í stað- inn fyrir lambakjötsát. „Kannski höfum við ekki verið nógu dugleg að auglýsa og halda lambakjötinu fram,“ segir hann og kveður þann tíma augljóslega liðinn að lambakjötið seljist af sjálfu sér. Eftirleiðis ráðist salan af markaðssetningu og verð- lagningu. Hann bendir þó á að markaðshlutdeild lambakjöts hafi verið mjög góð á Íslandi, mun betri en í öðrum löndum. Jóhannes bindur áfram vonir við útflutning kindakjöts. Víða sé nokkur eftirspurn, til dæmis í Bandaríkjunum, Noregi og Dan- mörku. „Norðmenn vilja kaupa verulegt magn og borga mun hærra verð en áður,“ segir hann og leggur áherslu á að útflutt kjöt verði unnið á Íslandi svo virðis- auki skapist með fjölgun starfa. Enn fremur segir Jóhannes gæði íslenska lambakjötsins meiri en víða annars staðar og bendir á nýjar fregnir af óæski- legum fitusýrum og gerlum í dönsku lambakjöti, máli sínu til stuðnings. bjorn@frettabladid.is Lambakjötið selst ekki leng- ur af sjálfu sér Meðaltalssala lambakjöts á mánuði er nú rúmum hundrað tonnum minni en hún var 2004. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir söluna í fram- tíðinni ráðast af verði og markaðssetningu. JÓHANNES SIGFÚSSON ÚR HAGANUM Minna seldist af lambakjöti árið 2007 ári en árin þar á undan. Útflutn- ingur hefur líka minnkað. SALA KINDAKJÖTS Innanlands og útflutt (í tonnum). 2001 7.538 2002 7.730 2003 8.198 2004 8.701 2005 8.006 2006 7.698 2007 7.498 Heimild: Landssamtök sauðfjárbænda MENNTUN Desemberhefti veftíma- ritsins Stjórnmál og stjórnsýsla er komið út. Markmið tímaritsins er að skapa vettvang fyrir fræðimenn, sem þannig geti gert rannsóknar- niðurstöður sínar aðgengilegar en einnig er ritinu ætlað að vera vettvangur skoðanaskipta. Ritið má finna á vefnum www. stjornmalogstjornsysla.is og er það öllum opið. - ovd Stjórnmál og stjórnsýsla: Umræðan nái til sem flestra TÆKNI Kominn er út bæklingur með leiðbeiningum og ráðleggingum til foreldra vegna farsímanotkunar barna og unglinga. Vodafone gefur bæklinginn út í sambandi við SAFT, Samfélag fjölskyldu og tækni. Í bæklingnum segir að níu af hverjum tíu börnum í 4. til 10. bekk á Íslandi eigi farsíma. Helmingur þeirra segi að engar reglur hafi verið settar um farsímanotkun þeirra þótt símarnir verði sífellt fullkomnari og bjóði meðal annars upp á að skoða netið og taka ljós- myndir. Þar er einnig tæpt á reglum um áreiti, tillitssemi og ábyrga notkun. Til dæmis sé mikilvægt að fá leyfi fólks áður en ljósmynd er tekin af því, barnið segi ekki hverjum sem er símanúmerið sitt og að það skuli aldrei svara textaskilaboðum frá ókunnugum. „Foreldrar verða að ákveða, hverjir fyrir sig, hvenær þeir telja barnið sitt nægilega þroskað til að nota farsíma. Bæði foreldrar og börn verða að átta sig á mikilvægi ábyrgrar notkunar og skynsamlegt er að setja skýrar reglur um far- símanotkunina þar sem væntingar beggja aðila eru uppi á borðinu,“ segir í bæklingnum um það hvenær börn hafi þroska til að nota farsíma. - sþs Bæklingur með leiðbeiningum og ráðleggingum til foreldra barna og unglinga: Foreldrar fræddir um farsímanotkun FORSÍÐA Bæklingurinn liggur frammi í verslunum Vodafone og hjá umboðs- mönnum um land allt. IÐNAÐUR Ólíklegt er að fólk frá Ísa- fjarðarbæ sæki vinnu í Hvestu í Arnarfirði ef olíuhreinsunarstöð kemur þar, jafnvel þótt vegsam- göngur yrðu bættar verulega. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur unnið fyrir Fjórðungssamband Vest- firðinga. Fyrirhugað er að um 500 manns starfi við stöðina en samkvæmt skýrslunni búa 1.200 á vinnu- markaði Hvestu en 4.100 á vinnu- markaði Sanda. Aðalsteinn Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Vestfjarða og verðandi framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambandsins, segir að nú hafi aðstæður í Hvestu og á Söndum í Dýrafirði verið rannsakaðar með tilliti til náttúrufars og samfélags- þátta og hafi ekkert komið fram sem hamli því að olíuhreinsunar- stöð verði á öðrum hvorum staðn- um. „Nú liggja öll gögn fyrir og bolt- inn er því nú hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins sem lögðu upp með þessa viðskiptahugmynd,“ segir Aðalsteinn. Efnt verður til mál- þings um málið þar sem heima- mönnum gefst færi á að kynna sér málin snemma á næsta ári. - jse Hugsanleg olíuhreinsunarstöð í Hvestu í Arnarfirði: Of langt fyrir Ísfirðinga OLÍUHREINSUNARSTÖÐ Þessi olíuhreins- unarstöð í Þýskalandi er álíka þeirri og fyrirhugað er að reisa á Vestfjörðum. INDLAND, AP Yfir 1.000 kristnir Indverjar tóku á sunnudag þátt í mótmælagöngu í höfuðborginni Nýju-Delí og kröfðust þess að ríkisstjórnin refsaði mönnum sem ofsótt hafa kristna menn í Kandhamal á Austur-Indlandi undanfarna daga. Minnst fjórir hafa látið lífið í átökunum, sem hófust á aðfanga- dagskvöld er harðlínuhindúar kveiktu í kirkju. Þeir hafa síðan kveikt í fleiri kirkjum og heimilum kristinna og hafa kristnir í hefndarskyni kveikt í heimilum hindúa. Um 700 kristnir íbúar hafa forðað sér í neyðar- skýli undan átökunum. - sdg/aa Kveikt í kirkjum og heimilum: Átök milli krist- inna og hindúa Tveggja ára bíóhlé rofið Eftir tveggja ára hlé á kvikmyndasýn- ingum á Hornafirði var myndin Veðra- mót sýnd í Sindrabæ í síðustu viku. Á horn.is segir að verið sé að kanna hvort hægt sé að breyta sýningarvél þannig að hægt sé að sýna textaðar myndir. HORNAFJÖRÐUR Farsímanotkun barna og unglinga

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.