Fréttablaðið - 02.01.2008, Page 12

Fréttablaðið - 02.01.2008, Page 12
12 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Mér finnst margt af þessu vera löngu tímabærar breytingar,“ segir Sigurður Péturs- son sagnfræðing- ur á Ísafirði um þær breytingar sem urðu á stjórn- arráðinu nú um áramótin. „Stjórn- kerfið hefur verið ótrúlega íhalds- samt og margt er þarna verið að laga að breyttum atvinnu og samfélagsháttum.“ „Mikilvægast er að skipta heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu upp, að lífeyristryggingarnar fari í félagsmála- ráðuneytið. Ég held að ansi margir séu búnir að bíða eftir þessari upp- stokkun og vonandi að ríkisstjórnin geti ráðið við það verkefni.“ „Sem sveitarstjórnarmaður bind ég vonir við færslu sveitarstjórnarmála til samgönguráðuneytis. Það er spurning hvort sveitarstjórnarmálin fái þá meiri vigt en áður.“ „Auðvitað þyrfti að ganga enn lengra í sameiningum og fækkun ráðuneyta en jafnframt aðskilja lög- gjafar- og framkvæmdavald með því að ráðherrar gegni ekki þingmanns- störfum jafnhliða.“ SJÓNARHÓLL BREYTINGAR Á STJÓRNARRÁÐINU Gott skref í rétta átt SIGURÐUR PÉTURSSON Sagnfræðingur á Ísafirði. „Það er það helst að frétta að það er búið að vera brjálað að gera í desember,“ segir Ragnar Bjarnason söngvari. „Ég gaf út hljómdisk fyrir jólin og hann seldist bara nokkuð vel. Ég held að hann hafi komist í fjórða sætið á metsölulista. Það er gaman að segja frá því að þar söng með mér ungur piltur og við höfum svo sungið saman við nokkur tækifæri. Hann heitir Árni Þór Lárusson og er 13 ára svo það eru 60 ár á milli okkar,“ segir Ragnar og hlær við. „Svo er alltaf nóg að gera hjá okkur Þorgeiri Ástvalds en við höfum verið að skemmta saman. En svo hefur mér líka gefist tími til að kíkja í bók en ég er mikill lestrarhestur. Ég var til dæmis að klára bókina Útkallið sem Óttar Sveinsson skrifaði. Það er alveg ótrúlegt að lesa um þessi björgunarafrek þegar þeir björguðu danskri áhöfn við Reykjanes, maður var bara með lafandi hökuna af undrun yfir þessum snillingum sem við eigum í þessum björg- unarsveitum. En nú var ég að byrja á bók Hrafns Jökulssonar, Þar sem vegurinn endar, og svo bíður náttúrulega bókin um Guðna Ágústsson, maður verður að lesa hana. Svo á gamlárskvöld var ég í fríi og þá sprengdi ég vel upp, það var aldeilis „sjó“ í lagi.“ Aðspurður hvort hann hafi strengt einhver áramóta- heit kveður hann nei við: „Ég strengdi þess heit í tíu ár í röð að hætta að reykja og svo tókst það. Eftir það hef ég enga þörf fyrir svona lagað.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? RAGNAR BJARNASON SÖNGVARI Enga þörf fyrir heitstrengingar KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig „Það sem Haynes hefur gert hér, er í raun að búa til Bob Dylan lag og þar að auki eitt hans besta!“ - Jeff Beresford-Howe, Film Threat „Frumlegasta og skemmtilegasta mynd ársins!“ - Stephanie Zacharek, Salon.com KVIKMYND EFTIR TODD HAYNES UM MÖRG ANDLIT OG ÆVISKEIÐ BOB DYLAN Tónlistin úr myndinni fáanleg í næstu plötubúð ÉG ER EKKI ÞAR FRUMSÝND 4. JANÚAR Í REGNBOGANUM „Kvikmynd ársins!“ - J. Hoberman, Village Voice Í nóvember síðastliðnum brann fjósið í Stærri-Ár- skógi með 166 nautgripum inni en aðeins 34 sluppu. Sá dagur situr vissulega enn í Guðmundi Geir Jóns- syni bónda en viðbrögð sveit unga urðu til þess að hann sannfærðist um að kærleikurinn gæti sigrað bálið. Það var í óveðri miklu hinn 17. nóvember sem sjálfvirki mjalta- þjónninn gaf frá sér viðvörunar- hljóð svo Guðmundur dreif sig út í storminn og yfir í fjósið. Þegar hann nálgaðist sá hann eldinn standa út úr því. „Á svona stundu upplifði ég það hvað maðurinn getur verið vanmáttugur þegar hann stendur frammi fyrir svona afli eins og eldurinn er. Kvígurnar sem höfðu möguleika á því að koma sér út gerðu það en eldurinn breiddist svo hratt út að ég gat ekki komið hinum til bjargar. Það var náttúrulega hræðileg tilfinning að geta ekkert gert og vissulega fyllist ég stundum sjálfsásökunum eins og verða vill þegar einhver finnur til vanmáttar síns. En svo er það fyrst og fremst sveitungum mínum að þakka að reiðin fékk ekki að gerjast, þeir veittu mér mikinn stuðning strax.“ Það yljaði Guðmundi um hjarta- rætur þegar einn nágranni kom til hans og sagði: „Láttu þér ekki detta í hug að þú sért að fara að byggja fjósið aleinn.“ „Hefði ég ekki fengið þessi hlýju viðbrögð frá þeim hefði mér eflaust fallist hendur eftir þetta áfall og lík- legast ekki reist fjósið að nýju.“ Sú var hreint ekki raunin því þremur dögum eftir brunann var Guðmundur búinn að panta nýtt hús fyrir fjós og nokkrum dögum síðar var hafist handa við fram- kvæmdir. Nú er húsið komið til landsins og Guðmundur hyggst koma því á grunninn 8. janúar næstkomandi og mjólkin verður aftur farin að renna á brúsa í Stærri-Árskógi í febrúar ef áætlanir ganga eftir. Enda sátu sveitungar með hlýjan hug ekki við orðin tóm heldur sýndu vilja sinn í verki. „Ég fékk að hýsa kvígurnar sem sluppu úr eldinum á Kálfskinni. Svo var stofnaður söfnunarreikn- ingur og nú eru komnar rúmar tvær milljónir inn á hann. En það voru ekki aðeins bændur sem tóku sig til því tveir tónlistarmenn, þeir Kristján Guðmundsson og Aron Birkir Óskarsson, héldu styrktar- tónleika á Dalvík þar sem söfnuð- ust um 700 þúsund krónur.“ Á síðasta kvótaári voru 360.000 lítrar af mjólk framleiddir í Stærri-Árskógi en þá var Guð- mundur með um sextíu mjólkandi kýr. En hvað hyggst hann fram- leiða mikið á þessu kvótaári sem lýkur í september? „Það er mjög erfitt að segja til um það, ég stóð uppi með aðeins 34 kvígur eftir brunann en svo hafa nokkrir vel- unnarar tekið sig til og safnað alveg ótrúlega mörgum gripum sem þeir eru til í að láta mig hafa eða selja mér og einnig hefur Bún- aðarsamband Eyjafjarðar komið mjög rausnarlega til móts við mig og þetta er alveg ómetanlegt fram- tak hjá þeim og er ég öllum alveg sérstaklega þakklátur. En það er nokkuð snemmt að segja hvað ég get farið að framleiða mikið.“ En hvað er honum nú efst í huga þegar hörmungarnar eru afstaðn- ar og búið er að snúa vörn í sókn? „Lífið er einn skóli,“ segir Guð- mundur og verður hugsi. „Ég tel mig hafa verið lánsaman mann ef frá er talinn þessi atburður. Ég á yndislega fjölskyldu og góða vini. En ég hef þó venjulega ekki feng- ið neitt upp í hendurnar. Ég hef ævinlega þurft að berjast fyrir öllu í lífinu. Svo upplifi ég það nú að menn eru boðnir og búnir að eigin frumkvæði að greiða götu mína eftir þetta áfall og það er stórkostlegt að finna fyrir þess- um hlýhug. Þó ég hafi fundið fyrir mætti eldsins þá sé ég það nú að máttur kærleikans er jafnvel ívið meiri. Svo finn ég til þakklætis að ekki skyldu hafa orðið slys á fólki; hvorki hér á bænum eða á því góða fólki sem vann við slökkvi- störf. En svo sá ég þarna svart á hvítu hvað það er mikilvægt í dreifbýlinu þar sem það tekur slökkvilið um 20 til 30 mínútur að komast á vett- vang að það séu til staðar bruna- hanar og aðrir nauðsynlegir hlutir svo fólk geti hafist handa við slökkvistörf strax því úrslitin geta ráðist af fyrstu mínútunum. Reyndar var brunaslanga hér en hún var einmitt þar sem eldurinn kom upp svo ekki var hægt að komast að honum.“ Guðmundur segir erfitt að meta tjónið í fjárhæðum en það gæti verið vel á annað hundrað milljón- ir króna. Styrktarreikningurinn er í Sparisjóði Norðlendinga og er númer hans 1145-15-520040 og kennitala Guðmundar er 150172- 3069. jse@frettabladid.is Kærleikurinn eldinum yfirsterkari FJÖLSKYLDAN Á STÆRRI-ÁRSSKÓGI Eftir að hafa misst megnið af bústofni sínum í nóvember hefur nú fjölskyldan snúið vörn í sókn. Freydís Inga Bóasdóttir er lengst til vinstri en Bríet Una er í fangi föður síns, Guðmundar Geirs Jónssonar. BRUNARÚSTIR EINAR Fjósið og byggingar sem því fylgdu voru um 1.100 fermetrar, en eldurinn skildi eftir svartar rústir. Nýja fjósið sem reist verður í næsta mánuði verður 450 fermetrar. MICROSOFT BOB: STÝRIKERFI Í BOBBA ■ Árið 1995 kynnti Microsoft nýtt stýrikerfi sem kallaðist Microsoft Bob. Bob var ætlað að veita notendum eins einfalt viðmót og frekast var unnt. Í stað glugganna sem þekktust úr Windows sást á skjánum litskrúðugt herbergi í teiknimyndastíl og gegndi hver hlutur í herberginu ákveðnu hlutverki. Alltaf var notendum svo innan handar hjálparhella í formi einhvers dýrs eða persónu, sem leiðbeindi þeim um kerfið. Bob fékk skelfilegar viðtökur, lenti í 7. sæti á lista tímaritsins PC World yfir verstu vörur allra tíma og var valin versta vara áratugarins af vefnum CNET.com. Alltaf níu ára Ég hef aldrei skynjað aldur- inn og læt mér líka algerlega á sama standa um hann. Er ævinlega sá sami þegar ég lít í spegilinn. Alltaf níu ára.“ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í VIÐTALI Í TILEFNI ÞESS AÐ HANN VARÐ FIMMTUGUR Á GAMLÁRSDAG. Fréttablaðið 31. desember Leikur að málinu „Það var mjög skemmti- legt að fá að leika sér með tungumálið og blanda saman dönsku og íslensku á eins vit- lausan hátt og mögulegt var.“ CHARLOTTE BÖVING LEIKKONA UM LEIK SINN Í SKAUPINU. Fréttablaðið 31. desember

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.