Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. janúar 2008 17
Í
almennri umræðu lengi framan af
árinu var útrás orkufyrirtækja lýst
sem stóra-sannleik. Gilti einu hvort
það var forseti lýðveldisins, ráðherra
í ríkisstjórn, alþingismaður eða
sveitarstjórnarmaður sem talaði,
orku útrásin var sá vaxtarbroddur sem átti að
taka við af útrás fjármálafyrirtækja og bera
Ísland áfram á vegi velmegunar og hagvaxt-
ar. Sameining REI, dótturfyrirtækis Orku-
veitu Reykjavíkur og einkafyrirtækisins
Geysis Green Energy virtist eðlilegt fram-
hald þess lausnarorðs sem orkuútrásin var.
Málið fór fyrst að súrna þegar einstök atriði í
samningnum komu upp á yfirborðið og hinn
sjálfumglaði tónn í öllum vinnubrögðum varð
ljós. Umræða um hugsanlega spillingu og
skjótfenginn gróða einstaklinga er jafnan
trygging fyrir athygli og gagnrýni – og svo
var nú. Á nokkrum dögum breyttist þannig
mál, sem hafði snúist um útfærslu á langvar-
andi stefnumótun nær allra stjórnmálaflokka,
í hatrammar deilur. Valdabrölt og bræðra-
byltur birtust þá landsmönnum sem illskilj-
anleg pólitísk sápuópera. Í yfirlýsingum fékk
þessi sápa yfirbragð „hagsmunagæslu fyrir
almenning“. Annars vegar voru sjálfstæðis-
menn sakaðir um að vilja selja á brunaútsölu
verðmætar eignir almennings, og hins vegar
voru andstæðingar sjálfstæðismanna sagðir
vilja spila happdrætti á áhættumarkaði með
þessar almenningseignir. Hér dúkkaði upp
hugmyndafræði um hlutverk opinberra aðila
í áhætturekstri og var hún notuð sem göfg-
andi skýring þegar meirihlutasamstarf Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk
með miklum hvelli í október.
Ættarbölvun óeiningar
Línurnar voru þó engan veginn eins skýrar í
aðdraganda falls meirihlutans og yfirlýsing-
ar gáfu til kynna. Ýmsir fleiri þættir skiptu
máli varðandi aðdraganda og afleiðingar
þessa pólitíska vendipunkts.
Sérstaklega mikilvægt var að sjálfstæðis-
menn voru ekki samstiga í málinu. Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri,
hafði keyrt ákveðna línu ásamt sínu fólki í
stjórn Orkuveitunnar. Þegar sú lína var dreg-
in í efa af hans eigin borgarstjórnarflokki
neyddist hann til að draga í land og meðal
annars fórna sínum gamla samherja og vini
Hauki Leóssyni sem verið hafði formaður
stjórnar Orkuveitunnar. En trúverðugleiki
hans sem leiðtoga var líka að verulegu leyti
horfinn – einkum vegna þess að hann virtist
ekki eiga tryggt bakland í borgarstjórnar-
flokknum. Hér virðist sem hin gamalkunna
ættarbölvun óeiningar um leiðtoga, sem plag-
að hefur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá
því að Davíð Oddsson fór úr Ráðhúsinu, hafi
enn einu sinni spunnið örlagaþræði flokksins.
Það er hátt í áratugur síðan sá sem þetta ritar
taldi sig fyrst sjá sláandi samlíkingu með
borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík og „ríki náttúrunnar“ hjá 17. aldar
heimspekingnum Tómasi Hobbes. Þessi lík-
indi hafa ekki minnkað. Í ríki náttúrunnar hjá
Hobbes stjórnast menn af eigin hagsmunum.
Enginn getur treyst náunganum, enda engar
almennar samfélagsreglur í gildi. Lífið í ríki
náttúrunnar er því óþolandi, andstyggilegt,
grimmt og stutt („arbitrary, nasty, brutish
and short“). Til að tryggja öryggi sitt geta
menn þó samaneinast um konung –
„Leviathan“ – sem fær að ráða því
sem hann vill, en hann verður á
móti að halda uppi lögum og reglu.
Eftir að Davíð fór úr borginni hafa
sjálfstæðismenn einfaldlega ekki
fundið sinn Leviathan. Markús Örn
Antonsson var dreginn í efa sem
foringi og hann vék korteri fyrir
kosningar 1994. Árni Sigfússon var
jafnframt dreginn í efa af því hann
hélt ekki borginni og átti Björn
Bjarnason ekki að vera svo miklu
betri en Inga Jóna Þórðardóttir?
Loks þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son náði borginni var það ekki með
mjög sannfærandi hætti og raddir
sem telja að aðrir séu betri foringj-
ar hafa ekki þagnað.
Til – án Villa!
Í þessu samhengi má ekki mikið út
af bregða til að hrinda af stað mik-
illi atburðarás. Þetta sást e.t.v. best
á því hvað lítil sakleysisleg sms-
skilaboð ollu miklum usla í október.
„Til í allt án Villa!“ Hvort skilaboð-
in voru raunveruleg eða bara
kjaftasaga skiptir litlu. Augljóst
var að mikilvægir spilarar mátu
það þannig að einhver hluti borgar-
stjórnarflokks sjálfstæðismanna,
þ.e. flokkurinn að Vilhjálmi undan-
skildum, væri tilbúinn að reyna
fyrir sér um nýtt meirihlutasam-
starf. Staðan varð síðan enn eldfim-
ari þegar þetta ástand í Sjálfstæðis-
flokknum er sett í samhengi við:
a) harða og stöðuga gagnrýni
Svandísar Svavarsdóttur á REI-
málið í stjórn Orkuveitunnar;
b) vakandi auga Samfylkingar-
innar við að koma fleyg inn í meiri-
hlutasamstarfið til að komast sjálf í
meirihlutaaðstöðu;
c) erfiða stöðu Björns Inga
Hrafnssonar sem hafði náð að halda
Framsókn við borgarstjórnarborðið með því
að tefla djarft og án hiks í hinni pólitísku
refskák.
Sigrar og ósigrar
Þetta var bakgrunnur þeirra pólitísku svipt-
inga sem urðu til þess að Björn Ingi söðlaði
um og þáði meirihlutafaðmlag VG, Samfylk-
ingar og Frjálslyndra. Sjálfstæðismenn hafa
litlar þakkir kunnað Birni Inga fyrir og Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður
talaði, eins og raunar fleiri sjálfstæðismenn,
um rýtingsstungu frá honum. Á móti hafa
bæði Björn Ingi og nýir samherjar hans í
meirihluta dregið fram sundur-
lyndið í Sjálfstæðisflokknum og
sagt að flokkurinn hafi viljað
einkavinavæða REI með skyndi-
sölu. Báðar eða kannski öllu held-
ur allar fylkingar í málinu hafa
náð að sveipa málið allt þeim hug-
myndafræðilega blæ sem áður var
nefndur, enda er það mikilvægt
fyrir flokkana upp á framhaldið og
hvernig þeir spila úr þessari stöðu
í framtíðinni. Borgarstjórnarfull-
trúar hafa verið í sókn og vörn og
niðurstaðan nokkuð ólík eftir
flokkum og einstaklingum.
Gæfa eða gjörvileiki
Sjálfstæðismenn hafa náð að berja
merkilega vel í brestina og láta
eins og aldrei hafi verið neinn
ágreiningur uppi í þeirra röðum.
Vilhjálmur er enn í oddvitastól og
sexmenningarnir, þ.e. hinir borg-
arfulltrúarnir, hamra á því að þeir
hafi staðið fast á einhverjum
prinsippum varðandi aðild opin-
berra aðila að útrás orkufyrir-
tækjanna. Þessi prinsipp eru hins
vegar torskilin almenningi, sem
horfir síðan upp á þessa sömu
sjálfstæðismenn verja orkuútrás
Landsvirkjunar í sérstöku félagi.
Eftir stendur að Sjálfstæðisflokk-
urinn missti borgina með fremur
snautlegum hætti og fáir trúa því í
alvöru að Vilhjálmur verði þaul-
sætinn á oddvitastóli. Þó svo að í
hópi sexmenninganna séu glæsi-
leg leiðtogaefni, þá sannast e.t.v.
enn hið fornkveðna að sitt er hvað
gæfa eða gjörvileiki. Öll eru þau
nokkuð brennd af þessari sér-
kennilegu REI-uppákomu sem
leiddi samfylkingarmanninn Dag
B. Eggertsson – einn höfuðand-
stæðing sjálfstæðismanna í síð-
ustu kosningum – beint til hásætis.
Samfylkingin kemur hins vegar jafn vel út
úr þessum vendingum og Sjálfstæðisflokk-
urinn kemur illa út. Flokkurinn fær tæki-
færi til að vera í leiðandi stöðu í nýjum meiri-
hluta og vinna þannig sigra í miðtafli
kjörtímabilsins, sigra sem ekki tókst að
vinna í kosningunum sjálfum.
Sama má í raun segja um Frjálslynda
flokkinn, sem skyndilega verður að mikil-
vægum hlekk í meirihluta í stað þess að vera
einmana rödd hrópanda í andstöðunni.
Svandís valdi vinstri
Þessi umskipti í borgarstjórn eru þó fyrst og
fremst vendipunktur fyrir oddvita Fram-
sóknar og VG, þau Björn Inga Hrafnsson og
Svandísi Svavarsdóttur.
Svandís stendur uppi sem skeleggur sig-
urvegari sem nýtur trausts vinstri manna.
Óumdeilt er að það var ekki hvað síst gagn-
rýni hennar á vinnulagið við sameiningu REI
og Geysis Green sem kom því máli á dag-
skrá. Hún kaus jafnframt að fara í samstarf
við gömlu R-lista flokkana frekar en t.d. að
taka undir meint tilboð um samstarf við
sjálfstæðismenn. Hvort sem slík tilboð hafa
komið fram einhvers staðar annars staðar en
í Morgunblaðinu eða ekki, þá er ljóst að
mikilvægur hópur í baklandi hennar er mjög
sáttur við að hún valdi „valkost til vinstri“.
Hún hefur þannig styrkt sig og mun ganga
inn í nýtt ár sem foringjaefni hjá Vinstri
grænum.
Björn Ingi skorar
Sömuleiðis má ætla að Björn Ingi hafi náð að
framlengja og styrkja pólitískt líf sitt með
því að segja Sjálfstæðisflokknum stríð á
hendur. Björn fær vissulega á sig orð fyrir
að vera slóttugur pólitíkus og jafnvel tæki-
færissinni og svikari. Þetta kemur ekki síst
til af því að þegar hann myndaði meirihluta
með Vilhjálmi á sínum tíma sakaði Ólafur F.
Magnússon forustumenn hins nýja meiri-
hluta um að hafa beitt brögðum. Á móti
kemur að flestir hafa fylgst með því hvernig
Framsókn stóð af óendanlegu trygglyndi
með sjálfstæðismönnum í landsmálum og
framdi með því pólitískt sjálfsmorð, til þess
eins að líkinu yrði hent á haugana þegar Geir
Haarde myndaði núverandi ríkisstjórn.
Innan Framsóknarflokksins í það minnsta er
ljóst að Björn Ingi framdi engin helgispjöll
gagnvart sjálfstæðismönnum, og styrkti sig
mikið sem leiðtogaefni.
Baklandsbrestur
Meirihlutaskiptin í borgarstjórn í október
voru mikill vendipunktur í íslenskri pólitík.
En þótt málefni orkuútrásarinnar sé nýtt á
hinni pólitísku dagskrá og hafi á sér yfir-
bragð mikilla hugmyndafræðilegra grund-
vallardeilna, þá eru átökin að mörgu leyti
gamalkunnug. Togstreitan um borgina milli
„félagshyggjuflokka“ og Sjálfstæðisflokks
og ættarfylgja sjálfstæðismanna um bak-
landsleysi borgarstjórnarleiðtoga flokksins
leika enn stórt og sennilega stærstu
hlutverkin.
Ættarbölvun og refskák –
nýr meirihluti í Ráðhúsið
Það líktist einna helst revíu að fylgjast með þegar slitnaði upp úr í haust milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgar-
stjórn Reykjavíkur. Deilt var um útrás Orkuveitunnar, hver myndi hvað og hver hafði lofað hverju. Birgir Guðmundsson fer yfir
refskákina og leyndardómsfull smáskilaboð sem fóru eða fóru ekki milli manna.
REYNT AÐ HALDA BORGARSTJÓRN SAMAN Deilt var um hvernig málin stóðu eftir síðasta borgarstjórnarfund gamla meirihlutans, en daginn eftir hafði Björn Ingi
Hrafnsson myndað nýjan meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Frjálslyndum. Hann skildi þó ekki þarna vera að fá boð um nýjan meirihluta, með SMS.
INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2007
Birgir Guðmundsson
er lektor í fjölmiðla-
fræði við Háskólann
á Akureyri. Hann
er gamalreyndur
blaðamaður og pistla-
höfundur og hefur
fylgst með íslenskum
stjórnmálum í áratugi.
Innlendir vendi-
punktar 2007
Fréttablaðið gerir nú
upp árið með greinum
um innlenda vendipunkta eftir landskunna
Íslendinga. Vendipunktarnir snúast um mark-
verðar fréttir á árinu, sem eiga það sammerkt
að vera fréttir um eitthvað nýtt sem gerðist
eða breytingar sem hafa áhrif til frambúðar.
Hér virðist
sem hin
gamalkunna
ættarbölvun
óeiningar
um leiðtoga,
sem plagað
hefur Sjálf-
stæðisflokks-
inn í Reykja-
vík frá því
að Davíð
Oddsson fór
úr Ráðhús-
inu, hafi enn
einu sinni
spunnið
örlagaþræði
flokksins.