Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 18
18 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
Í
árslok 2007 gætir enn
áhrifa undirmálslána á
fasteignamarkaði á hina
bandarísku fjármála mark-
aði. Afleiðinganna gæti
orðið vart um allan heim
ef kreppa skellur á í Banda-
ríkjunum.
Robert Schiller, prófessor í
hagfræði við Yale-háskóla, sagði í
vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi
að kreppan á íbúðalánamarkaði
væri afleiðing af bæði óhóflegri
uppsveiflu í kjölfar sprengingar á
fasteignamarkaði og nýrra fjár-
festingakosta. Allir vildu græða
og fólk vílaði ekki fyrir sér að taka
lán í þeirri vissu að fasteignaverð
myndi halda áfram að hækka.
Nýir fjárfestingakostir, aðallega
óhefðbundin lán, mögnuðu eftir-
spurnina á fasteignamarkaði en
grófu um leið undan góðærinu.
Þetta leiddi til fleiri áhættu-
samra lána auk þess sem fjar-
lægðin jókst milli lánveitandans
og fjárfestisins, sem var sá sem
bar alla ábyrgðina. Bankar þróuðu
sífellt flóknari fjármögnunar leiðir
og fyrirtæki sem fjárfestu í íbúða-
lánum lögðu lánin fram sem veð
fyrir nýrri lántöku. Þetta leiddi til
mikillar aukningar á skulda-
bréfum með veð í undirmálslánum
og skuldavöndlum. Hrikta tók í
stoðum þessara fjármálagjörn-
inga þegar fasteignabólan í Banda-
ríkjunum sprakk árið 2005.
Greiningarfyrirtækið Realty-
Trac segir að í fyrra hafi fjárnám
verið gert 1,2 milljón sinnum í
Bandaríkjunum, sem er 42 pró-
senta aukning frá 2005. Talið er að
fjárnám í ár nálgist tvær milljónir,
það er eitt á hver 62 heimili. New
York Times segir fjárnám ekki
hafa verið fleiri síðan í kreppunni
miklu.
Sterkari staða
Áður voru undirmálslán fátíð en
nýir fjárfestingakostir gerðu þau
allt að því að sjálfsögðum hlut,
eins og Schiller benti á: „Það hefur
færst í aukana á undanförnum
árum að veita einstaklingum slík
áhættulán á almennum lánamark-
aði. Sprengingin á fasteignamark-
aði og gróðavonin bjuggu til stór-
an leikvöll á stuttum tíma.“ Hann
bætti við að fáar reglugerðir næðu
yfir gjörninga af þessu tagi.
Nú er talið að þúsundir milljarða
geti glatast og haft áhrif á
fjármálamarkaði um allan heim,
sem leiðir mig að áhrifunum á
þróunarlöndin.
Hverfum 25 ár aftur í tímann.
Árið 1982 stóð Mexíkó ekki í skil-
um við viðskiptabanka sem ríkið
hafði fengið lán hjá. Það
leiddi til skuldakreppu í
þróunarlöndum. Efst á
forgangslistanum var að
bjarga hinu alþjóðlega
fjármálakerfi. Auðugu
ríkin féllust á að ekki
væri hægt að kenna
þróunarlöndum um
kreppuna, þar sem þau
réðu engu um hækkanir
á olíuverði eða vaxta-
hækkanir í Bandaríkj-
unum. Þetta lagði grunn-
inn að hinni svokölluðu
Brady-áætlun árið 1989,
umfangsmikilli aðgerð
undir forystu Banda-
ríkjanna í þeim tilgangi
að lækka skuldir
þróunarlanda.
Árið 1997 og 1998 reið
önnur kreppa yfir
þróunarlöndin, sem varð
meðal annars til þess að
Rússland og síðar Arg-
entína lentu í vanskilum.
Í þetta sinn réðust ríkin
gegn vandanum upp á
eigin spýtur. Í kjölfarið
hefur tekjuafgangur
þessara landa aukist,
þau tekið upp fljótandi
gengi, greitt upp erlend-
ar skuldir og safnað
erlendum gjaldeyris-
forða. Þá hafa mörg
fátækari þróunarlönd, sem mörg
hver hafa hagnast á afskrifum
lána, sett strangari reglugerðir og
styrkt stofnanir sína og
stjórnkerfi.
Þróunarlönd halda sjó
Mörg Afríkuríki sunnan Sahara
hafa vaxið rækilega á undanförn-
um árum, þrátt fyrir verðhækkan-
ir á vörum á borð við olíu. Þau ríki
sem hafa hagnast á því síðast-
nefnda – þar fer Nígería, heima-
land mitt, fremst í flokki – nýta
byrinn sem verðhækkanir blása í
segl þeirra betur en áður. Þá gerir
uppgangurinn í Kína og Indlandi
það að verkum að hagvöxtur á
heimsvísu er ekki háður Banda-
ríkjunum einum.
Enn og aftur stöndum
við frammi fyrir hættu
á alþjóðlegri kreppu,
sem á rætur á að rekja
til Bandaríkjanna – það
er undirmálslána og
mikils viðskiptahalla.
En staðan í þróunar-
löndum gæti ekki verið
ólíkari því sem hún var
fyrir aldarfjórðungi.
Þrátt fyrir sölu eigna á
nýmörkuðum og álag á
gjaldmiðla halda þróun-
arlönd sjó. Snarpar
stýrivaxtalækkanir og
opnar markaðsaðgerðir
seðlabanka hafa vissu-
lega hjálpað til. En stað-
reyndin er þó sú að
þróunarlönd státa nú af
sterkari stöðu ríkis-
sjóðs, betri stefnu-
mótun og styrkara
stjórnkerfi.
Þetta leiðir mig að
lykilatriðinu: Hvers
vegna að eyða tíma í að
þróa flóknar fjármögn-
unarleiðir sem ekki er
víst að borgi sig, þegar
þróunarlönd geta boðið
upp á fýsilega fjár-
festingakosti? Áhuga-
leysi fjárfesta á þróun-
arlöndum mátti ef til
vill einu sinni réttlæta
með lítilli hagnaðarvon. En það er
að breytast og sífellt fleiri fjár-
festar leita til landa á borð við
Afríkuríkin sunnan Sahara. Þar er
fjárfestum boðið upp á áhættu-
stýringu gegnum eignasöfnun.
Þetta er ekki (og ætti ekki að vera)
bundið við skammtíma fjárfest-
ingar í verðbréfum, heldur gildir
einnig í langtímaverkefnum sem
lúta að innri viðum samfélagsins
og hlutabréfum. Þetta gæti líka
leitt til mikilvægra endurbóta í
stofnunum þessara landa.
Fjárfestakostir sem lofa góðu
Kreppan á undirmálslánamarkaði
sýnir svo ekki verður um villst
þörfina á gagnsæi og ströngum
reglugerðum. Þetta á auðvitað við
um alþjóðahagkerfið í heild, en er
sérstaklega brýnt fyrir þróunar-
lönd.
Lengi hafa þróunarhagfræðing-
ar rifið hár sitt og skegg yfir fjár-
magnsstreymi frá fátækum lönd-
um til ríkra. Það brýtur gegn hinu
hagfræðilega þyngdarafli: Fjár-
magnið ætti að streyma í hina átt-
ina svo lengi sem þróunarlönd
geta tryggt áhættulítið og gagn-
sætt umhverfi með traustri efna-
hagsstefnu og stjórnsýslu. Þetta
hefur nú gerst að einhverju leyti
þar sem Kína og Indland eru byrj-
uð að fjárfesta í Afríku. En hvers
vegna aðeins þau tvö? Hví hafa
ríkari lönd ekki fylgt í fótspor
þeirra?
Undirmálslána-kreppan er
marg slungin ráðgáta og það tekur
sjálfsagt nokkur ár að ráða í
orsakir hennar og afleiðingar.
Hins vegar er ánægjulegt til þess
að vita að þróunarlönd virðast
ætla að standa af sér storminn.
Vonandi verður það raunin áfram
og þróunarlönd sífellt vinsælli
áfangastaður fjárfesta um allan
heim.
Skuldakreppan og þróunarlönd
Kreppan á íbúðalánamarkaði í Bandaríkjunum heldur sjálfsagt áfram að valda óskunda um allan heim á næsta ári. Kreppan
hefur hins vegar ekki bitið á þróunarlönd, bendir Ngozi Okonjo-Iweala á, sem telur að ríkari þjóðir geta lært mikið af þeim
fátækari um mikilvægi reglugerða í fjármálamörkuðum og í stjórnkerfinu.
DIAZ-FJÖLSKYLDAN BORIN ÚT Diaz-fjölskyldan var meðal fjölmargra Bandaríkjamanna sem misstu heimili sitt í kreppunni á íbúðalánamarkaði í ár, en fasteignabólan sprakk
þar fyrir tveimur árum.
HAGFRÆÐINGURINN ROBERT J. SCHILLER Schiller sagði í vitnisburði fyrir Bandaríkja-
þingi að kreppan á íbúðalánamarkaði væri afleiðing af bæði óhóflegri uppsveiflu
í kjölfar sprengingar á fasteignamarkaði og nýjum fjárfestingakostum. Allir vildu
græða og fólk vílaði ekki fyrir sér að taka lán í þeirri vissu að fasteignaverð myndi
halda áfram að hækka. Nýir fjárfestingakostir, aðallega óhefðbundin lán, mögnuðu
eftirspurnina á fasteignamarkaði en grófu um leið undan góðærinu.
Hvers vegna
að eyða
tíma í að
þróa flóknar
fjármögn-
unarleiðir
sem ekki er
víst að borgi
sig, þegar
þróunarlönd
geta boðið
upp á fýsi-
lega fjárfest-
ingakosti?
ERLENDIR VENDIPUNKTAR 2007
Ngozi
Okonjo-
Iweala er
fyrrverandi
fjármála- og
utanríkis-
ráðherra
Nígeríu og
heiðurs-
félagi í
Brookings-
stofnuninni.
Hún var nýlega skipuð fram-
kvæmdastjóri hjá Alþjóðabank-
anum. Greinin endurspeglar ekki
skoðanir ofangreindra stofnana.
Erlendir vendipunktar 2007
Líkt og fyrri ár birtir Fréttablaðið
greinar eftir erlenda höfunda,
í samstarfi við New York Times
Syndicate, um markverða atburði
þessa árs. Allar greinarnar eiga
það sameiginlegt að fjalla um
vendipunkta, nýja þróun sem
á eftir að hafa veruleg áhrif á
alþjóðasamfélagið.