Fréttablaðið - 02.01.2008, Side 22
22 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Eins og lög gera ráð fyrir féll að lokum dómur á mál
stúlkunnar sem smellti kossi á
einlitt og mjallahvítt málverk
eftir Cy Wombly, þannig að það
var ekki einlitt og mjallahvítt
lengur heldur kom á það eldrautt
far eftir varalit. En frá þessu
máli hef ég þegar sagt á þessum
blöðum. Dómurinn var að vísu
ekki mjög þungur, hann hljóðaði
upp á 1.500 evra sekt og hundrað
klukkustunda vinnu við eitthvað
sem varðaði almenningsheill. Var
það víðsfjarri þeim kröfum sem
ákærendur höfðu gert, en þeir
heimtuðu m.a. tvær milljónir
evra í skaðabætur – en sú upphæð
var talin vera kaupverð meistara-
verksins – auk ýmislegs annars,
svo sem drjúgra endurgreiðslna á
„rannsóknarkostnaði“. Virðist
dómarinn hafa tekið skýringar
stúlkunnar gildar að einhverju
leyti, en hún sagðist alls ekki hafa
ætlað að vinna nein spellvirki
heldur hafi hún orðið altekin
slíkri ofurást á þessari snilld að
hún hafi ekki getað stillt sig um
að tjá hana með þessum litríka
hætti.
En vitanlega var ekki við hæfi
að það væri refsivaldið sem hefði
síðasta orðið. Allra augu hvíldu
nú á listamönnum og menn veltu
því fyrir sér hvaða vopn þeir
myndu velja til að svara þessari
lúalegu árás á listina. Spennan
var mikil. Stjórnandi gallerísins
sem málverkið átti viðurkenndi
að í byrjun hefði hann ekki gert
sér grein fyrir því hve málið var
alvarlegt, hann hefði ekki áttað
sig fyrr en hann varð þess var að
fréttastofan AFP sendi út fimm
fréttaskeyti um það á dag og hann
var spurður hvort hann vildi
semja handrit að sjónvarpsmynd
um gjörninginn. Og þá þyrmdi
yfir hann: „Þetta var geðveiki og
ég hef ekki enn náð mér,“ sagði
hann. Eitthvað varð að gera til að
sýna að engum vandalisma yrði
látið ósvarað.
Listamenn svöruðu með festu
og alvöruþunga. Hinn 28. október
var opnuð voldug sýning í
Avignon, borginni þar sem
ódæðið var framið, hún var á
þremur hæðum og nefndist „Ég
kyssi ekki“. Fjöldamargir
listamenn buðu fram verk sín
óbeðnir, sum þeirra voru beinlínis
gerð af þessu tilefni, til annarra
var leitað, svo og til fjölmargra
safna, og fengin voru verk eftir
látna listamenn. Allir þekktustu
fulltrúar nútímalistar áttu verk á
sýningunni, og einnig margir
ungir og óþekktir snillingar, og til
að koma henni fyrir var annarri
sýningu, sem ráðgerð hafði verið,
frestað til næsta vors.
Sýningin var skipulögð þannig
að hún væri í senn stefnuskrá
listamanna gegn vandalisma og
hefði þar að auki uppeldislegt
gildi. Fyrsti hluti hennar fjallaði
um „Kossinn“ frá öllum sjónar-
miðum og -hornum, þar voru
frægir kossar úr kvikmyndum,
gjörningur eftir Orlan frá 1977
sem nefndist „Koss listamanns-
ins“, og alls kyns munnar, bæði
opnir og lokaðir, „alltaf grípandi
og stundum blekkjandi“ eins og
blaðamenn komust að orði, eftir
listamenn eins og Andy Warhol og
fleiri. Í öðrum hluta sýningarinn-
ar var farið lengra. Þar var t.d.
sýnt að ógerningur væri að
vernda listaverk fyllilega án þess
að listin sjálf hyrfi við það. Verk
eftir Daniel Buren átti að minna á
hvernig fjölmiðlar gætu með sínu
myrkravaldi snúið almenningi
upp á móti skapandi list (það var í
tilefni röndóttu súlnanna sem
hann tróð niður í 18. aldar
súlnagarðinum í Palais Royal í
París við fremur litla hrifningu),
og Anselm Kiefer sýndi andstöð-
una milli hins nauðsynlega
ofbeldis listarinnar og marklauss
ofbeldis myndbrjótanna. Svo
vantaði að sjálfsögðu ekki Mónu
Lísu með skegg eftir Marcel
Duchamp og átti hún að vera til
sönnunar um það að viðbót sína
hefði listamaðurinn að vísu
krotað á eftirprentun en ekki
frummyndina sjálfa, sem enn
hangir skegglaus í Louvre það
best verður séð. En þriðji hlutinn
var hápunktur sýningarinnar,
hann var í mjallahvítum sal og
allur gerður hinu kossi spillta
verki Cys Wombly til virðingar.
Þar var m.a. þrískipt mynd eftir
Robert Ryman sem hafði hlotið
svipuð örlög og minnti menn nú á
hve viðkvæm öll hin listræna
arfleifð getur verið. Hún var
nefnilega einnig snjóhvítur
einlitungur sem fengið hafði á sig
sams konar kossafar fyrir
fimmtán árum (en það sýnir hið
lifandi samhengi í sögu nútíma-
listar). Myndin hafði verið
hreinsuð og fengið aftur sinn
tandurhvíta lit. En eftir því sem
árin höfðu liðið, hafði varalits-
merkið smám saman komið fram
aftur.
„Þetta er eins og merki um dóm
guðs“, sagði eigandi gallerísins,
og virtist það vera honum nokkur
huggun.
Kossinn í Avignon
EINAR MÁR JÓNSSON
Í DAG | Listir
UMRÆÐAN
Stjórnmál
Við áramót er gjarnan horft yfir far-inn veg, liðið ár vegið og metið, og
lagðar línur fyrir komandi ár. Árið 2007
hefur um margt verið viðburðaríkt, ekki
síst í íslenskum stjórnmálum. Í kjölfar
alþingiskosninga var mynduð ný
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar en sú stjórnarmyndun olli
félagshyggju- og jafnaðarfólki miklum
vonbrigðum. Enn á ný var Sjálfstæðis-
flokkurinn leiddur til öndvegis í ríkis-
stjórn hér á landi, og nú af hinum íslenska
jafnaðarflokki. Forveri Samfylkingarinnar,
Alþýðu flokkurinn, lék einmitt þann sama leik árið
1991 þegar hann valdi að endurnýja ekki stjórnar-
samstarf á vinstri vængnum en þess í stað ryðja
brautina fyrir margra ára stjórnarforystu hægri
aflanna.
Þótt nýir siðir fylgi ævinlega nýju fólki, og þess
sjáist stað við ríkisstjórnarborðið, er ekki mikill
málefnalegur munur á þeirri ríkisstjórn sem nú
situr og samsteypustjórnum íhalds og framsóknar
sem sátu við völd í tólf ár. Jafnaðarmennirnir hafa
meira og minna tekið sæti Framsóknar og láta sér
vel líka að því er séð verður. Það er heldur dapur-
legt hlutskipti, einkum í ljósi þess að
Samfylkingunni stóð til boða að leiða
raunverulega félagshyggjustjórn. Við-
fangsefni næsta árs og ára verða margs
konar, ekki síst á sviði umhverfismála,
velferðarmála og jafnréttismála. Þau
verkefni verða ekki sómasamlega leyst á
forsendum frjálshyggjunnar og mark-
aðslögmála. Þar þurfa félagsleg viðhorf
og manngildishugsjón að ráða för.
Í borgarstjórn Reykjavíkur var m.a.
tekist á um eignarhald á auðlindum þeim
sem felast í orkunni í iðrum jarðar og
þekkingu og reynslu starfsfólks. Við
vitum öll hvernig því ævintýri lyktaði.
Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks sprakk og við völdum tók nýr meiri-
hluti Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknar
og Frjálslyndra. Sá meirihluti var myndaður til að
starfa í anda félagshyggju og lýðræðislegra vinnu-
bragða og ekki síst til að standa vörð um almanna-
eigur gagnvart botnlausri peningahyggju. Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð lék lykilhlutverk við
myndun hans og er að öllum öðrum ólöstuðum
hugmyndafræðilegur burðarás í samstarfinu. Slík
stjórn þarf líka að taka við landsstjórninni, því
fyrr því betra. Gleðilegt ár.
Höfundur er alþingismaður.
Nýtt ár boði nýja stjórnartíð
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
E
ndurnýjun kjarasamninga er mikilvægasta og um leið
eldfimasta verkefni sem við blasir í upphafi nýs árs. En
það er kvika í því umhverfi sem þeir hrærast í sem leiða
eiga þessa mikilvægu samninga til lykta. Hún vekur
óneitanlega upp ýmsar spurningar um þjóðfélagsþróun-
ina á næstu árum.
Með öðrum orðum: Margt veitir vísbendingu um að tími
sé kominn til að endurmeta ýmsa grundvallarþætti er lúta að
samkeppnishæfni Íslands og stöðu í alþjóðasamfélaginu.
Fyrsta viðfangsefnið eru menntamálin. Þau eru stærsta fjárfest-
ingarverkefnið framundan. Háskóli Íslands setti sér metnaðarfullt
markmið um að komast í fremstu röð skóla og rannsóknarstofn-
ana af því tagi. Skólinn greip á lofti hugmynd sem menntamála-
ráðherra skaut fram um það efni. Nú er unnið samkvæmt mark-
vissri áætlun um að lyfta skólanum á hærra stig.
Nýr alþjóðlegur samanburður á árangri grunnskóla sýnir að
íslenskir skólar hafa fremur farið aftur á bak en áfram. Viðbrögð-
in á Alþingi voru eins og hver önnur moðsuða. Það er óásættanlegt.
Á þessu sviði fræðslumálanna er einnig þörf á að beina sjónum
að inntaki skólastarfsins með hnitmiðaðri tímasettri áætlun um
árangur.
Frumvörp að nýrri heildarlöggjöf fela ekki í sér lausnina. En
þau eru mikilvægur grunnur til að byggja á og stórt skref fram á
við. Í framhaldi af því yrði bæði hressandi og vekjandi að sjá sams
konar frumkvæði og tekið var í Háskólanum til að lyfta grunnskól-
unum og gera þá samkeppnishæfari í alþjóðlegu samhengi.
Annað viðfangsefnið er skattkerfið. Tveir áratugir eru nú frá
því að mesta skattkerfisbreyting sem gerð hefur verið kom til
framkvæmda. Hún var undirbúin í samstarfi við aðila vinnumark-
aðarins. Tekjuskattslækkun allra síðustu ára hefur miðað að því að
koma skatthlutfallinu aftur niður á það stig sem þá var ákveðið.
Eins og mál hafa skipast eru ríkar ástæður til að skoða mögu-
leika á nýrri grundvallarbreytingu á skattkerfinu hugsanlega með
flötum tekjuskatti til að þrengja bilið milli skattheimtu af laun-
um og fjármagni. Það mun taka tíma með því að mikilvægt er að
breið samstaða takist um öll veigamikil nýmæli í skattamálum. En
framhjá því verður ekki litið að tími er kominn á að leggja línur til
nýrrar framtíðar á þessu sviði.
Þriðja viðfangsefnið er krónan og staða Íslands í alþjóða sam-
félaginu. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur réttilega lýst
núverandi stefnu í peningamálum sem tilraun. Hana má ekki
kaupa of dýru verði. Einsýnt er að viðunandi stöðugleiki á fjár-
málamarkaði næst ekki að óbreyttu skipulagi.
Evran er nærtækasti kosturinn í þessu efni. Þetta er langtíma
viðfangsefni. Mestu skiptir að markmiðið sé skýrt. Aðild að Evr-
ópusambandinu er ekki bundin sömu vandkvæðum eins og fyrir
tíu til fimmtán árum. Kjarni málsins er sá að búa þarf svo um
hnútana að unnt verði að taka varanlegar ákvarðanir um stöðugra
peningalegt umhverfi eftir þrjú til fjögur ár.
Öll þessi þrjú atriði skipta sköpum fyrir samkeppnishæfni
Íslands á komandi tíð. Einu gildir í því samhengi hvort horft er á
umhverfi einstaklinga eða atvinnulífs.
Pólitískar aðstæður eru að því leyti hagstæðar að í ríkisstjórn
sitja þeir flokkar sem líklegastir eru til að tryggja nægjanlega
breiða samstöðu um þær grundvallarbreytingar sem samkeppnis-
hæfni landsins veltur öðru fremur á. „Nú er veður til að skapa.“
Komandi tíð og samkeppnisstaða Íslands:
Veður til að skapa
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Aðdáunarljóminn fölnaði
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
vinstri grænna, uppskar aðdáun
margra þegar hann hóf mál sitt á því
að gera athugasemd við umgjörð
þáttarins Kryddsíldar á dagskrá
Stöðvar 2 á gamlársdag. Steingrímur
benti á að kostun þáttarins hefði
verið rædd í fyrra og það væru sér
vonbrigði að stórfyrirtæki hefði verið
fengið til að kosta þáttinn aftur.
Hann kvaðst ekki vera í boði „Alcoa
eða Alcan eða hvað það
heitir“ og enginn réði
því hvað hann segði
annar en hann sjálfur,
menn ryfu ekki hefð að
gamni sínu og því hefði
hann ákveðið að
mæta. Það er þó
greinilegt að af
tvennu illu er betra að vera kostaður
í þáttinn en að sleppa því að taka
þátt í umræðunum. Aðdáunarljóminn
fölnaði því fljótt. Þátturinn var kostað-
ur og Steingrímur tók þátt í honum.
Andklímöx ársins
Eftir fáu biðu landsmenn jafnspenntir
í desember og auglýsingum tveggja
íslenskra fyrirtækja, Kaupþings og
Remax. Hermt er að mest hafi mátt
greina óræðar munnviprur á andlitum
landsmanna þegar John Cleese henti
gaman að nafni Randvers Þor-
lákssonar í þeirri fyrrnefndu.
Hefur Randver ekki mátt þola
nóg? Vonandi kostaði sú ekki
miklar hækkanir á þjónustu-
gjöldum. Auglýsing Remax,
sem sýndi fólk í ástríðu-
fullum faðmlögum við
þakskegg og innanstokksmuni, þykir
heldur ekki til þess fallin að réttlæta
auglýsingahlé í Áramótaskaupinu fyrir
efasemda mönnum. Heima er best,
var boðskapurinn. Samt var sungið á
útlendu tungumáli undir blíðuhótun-
um. Við áramót þykir til siðs að gera
upp liðið ár og útnefna hitt-og-þetta
ársins. Fyrir árið 2007 má nú bæta við
liðnum „andklímöx ársins“.
stigur@frettabladid.is, ghs@frettabladid.is